Vikan - 10.01.1963, Blaðsíða 48
urinn yðar heíur ráðstafað pening-
um sínum?“
,,Peningum?“ Hún glápti á hann.
„Ég hugsa aldrei um peninga.“ Það
var lítilsvirðing í málrómnum.
Poirot skipti yfir í annað efni.
„Á hvaða tíma var það, sem þér
komuð niður til miðdegisverðar í
kvöld?“
„Tíma? Hvað er tími? Óendan-
leiki. Það er svarið. Tíminn er ó-
endanlegur.“
„En maðurinn yðar, frú, var mjög
kröfuharður hvað tímann snerti —
sérstaklega, að því að mér er sagt,
hvað snerti miðdegisverðartímann,“
muldraði Poirot.
„Elsku Gervase.“ Hún brosti af-
sakandi. „Hann var ósköp barna-
legur í því atriði. En það gerði
honum glatt í geði. Þess vegna kom-
um við aldrei of seint.“
„Vorið þér í dagstofunni, frú, þeg-
ar hringt var í fyrra sinnið?"
„Nei, þá var ég uppi í mínu her-
bergi.“
„Munið þér hverjir voru í dag-
stofunni, þegar þér komuð niður?“
„Næstum allir, held ég,“ sagði
frú Chevenix-Gore hikandi. „Skipt-
ir það einhverju máli?“
„Ef til vill ekki,“ viðurkenndi
Poirot. „En það er dálítið annað.
Sagði maðurinn yðar yður nokkurn
tíma, að hann hefði grun um, að
einhver væri að ræna hann?“
Frú Chevenix-Gore virtist ekki
taka mikið mark á þeirri spurningu.
„Ræna hann? Nei, það held ég
ekki.“
„Ræna, pretta — eða fara á bak
við hann á einhvern hátt ... ?“
„Nei nei það held ég ekki
... Gervase hefði orðið mjög reið-
ur, ef nokkur hefði dirfzt að gera
neitt þvílíkt.“
„Að minnsta kosti minntist hann
ekkert á það við yður?“
„Nei — - nei,“ Frú Chevenix-Gore
hristi höfuðið, og virtist ekki hafa
neinn verulegan áhuga á þessu.
Ég hefði munað það, ef svo hefði
verið.“
„Hvenær sáuð þér manninn yðar
síðast á lífi? “
„Hann leit inn til mín, eins og
venjulega, þegar hann var á leið-
inni niður til miðdegisverðar. Þern-
an mín var hjá mér. Hann sagði
aðeins, að hann væri á leiðinni
niður."
„Hvað hefur hann helzt rætt um
núna síðustu vikurnar?"
„Ó, ættarsöguna. Honurn miðaði
svo vel áfram með hana. Hann náði
í þessa skrítnu gömlu konu, ungfrú
Lingard — hún er alveg ómetan-
leg. Hún leitaði uppi í British
Museum, það sem hann vantaði —
og allt þess háttar. Hún vann með
Mulcaster lávarði að bókinni hans,
þér kannizt við hana. Og hún var
háttvís — ég á við, að hún gróf ekki
upp neitt, sem ekki átti við. Það
eru alltaf til forfeður, sem menn
kæra sig ekki um að draga fram
í dagsljósið. Gervase var ákaflega
viðkvæmur. Hún hjálpaði mér líka.
Hún náði fyrir mig í heilmiklar
upplýsingar um Hatshepsut. Ég er
sem sé Hatshepsut endurholdguð."
Frú Chevenix-Gore gaf þessa
yfirlýsingu ósköp rólega og blátt
áfram.
„Þar áður var ég hofgyðja í
Atlantis," bætti hún við.
Riddle majór sneri sér svolítið
á stólnum.
„Umm — e-e, mjög fróðlegt,“
sagði hann. „Jæja, frú Chevenix-
Gore, þá held ég að það sé nú ekki
fleirá. Það var mjög elskulegt af
yður að koma.“
Frú Chevenix-Gore reis á fætur
og sveipaði að sér hinu austurlenzka
klæði.
„Góða nótt,“ sagði hún. Beindi
því næst augum sinum að stað fyrir
aftan Riddle majór og sagði: „Góða
nótt, elsku Gervase. Ég vildi óska,
að þú gætir komið, en ég veit, að
þú verður að vera hér.“ Svo bætti
hún við eins og til skýringar: „Þú
verður að dvelja á staðnum, þar
sem þú fórst yfirum, að minnsta
kosti í tuttugu og fjórar klukku-
stundir. Það verður að líða nokkur
tími áður en þú getur farið ferða
þinna frjáls og komizt í samband."
Að svo mæltu gekk hún út og
dró slóðann.
Riddle majór þerraði á sér ennið.
,.Pú-ú,“ umlaði hann. „Hún er
snöggt um geggjaðri en ég hafði
nokkurn tíma haldið. Getur það
verið, að hún trúi allri þessari
þvælu?“
Poirot hristi höfuðið hugsandi.
„Vera má, að henni finnist sér
léttir að þessu. Sem stendur er henni
þörf á að skapa sér ímyndaðan heim,
til þess að flýja þann blákalda veru-
leika, að eiginmaður hennar sé dá-
inn.“
„Mér virðist stappa nærri að hún
þurfi að fara í geðveikrahæli,“ sagði
Riddle majór. „í öllum þessum
hrærigraut og þvælu, var ekki eitt
einasta orð af viti.“
„Nei, nei, góði vinur. Það merki-
lega er, eins og hr. Hugo minntist
lauslega á við mig, að innan um
allan hugarburðinn bregður fyrir
einstöku skarpri athugasemd. Það
kom í ljós í athugasemd hennar um
ungfrú Lingard, að hún sýndi þá
háttvísi að vera ekki að trana fram
óæskilegum forfeðrum. Trúið mér,
frú Chevenix-Gore er enginn
heimskingi."
Hann reis á fætur og skálmaði
fram og aftur um herbergið.
„Það er ýmislegt í þessu máli, sem
mér fellur ekki. Nei, mér fellur það
alls ekki vel.“
Riddle leit á hann forvitnislega.
„Þér eigið við orsökina að sjálfs-
morðinu?“
„Sjálfsmorði — sjálfsmorði! Það
er alrangt, ég segi yður satt. Það
er sálfræðilega rangt. Hvernig leit
Chevenix-Gore á sjálfan sig? Sem
risa, sem framúrskarandi mikil-
menni, sem miðdepil alheimsins!
Haldið þér að slíkur maður þurrki
sjálfan sig út? Vissulega ekki. Hann
væri miklu líklegri til þess að
þurrka út einhvern annan — ein-
hvern vesælan, skríðandi mannlegan
maur, sem hefði drifzt að misbjóða
honum . . . Hann gæti hafa litið á
slíkt sem nauðsynjaverk — sem
heilaga skyldu! En sjálfsafmáun? Að
afmá þvílíkt sjálf? “
„Þetta er allt gott og blessað,
Poirot. En sönnunargögnin eru harla
augljós. Dyrnar læstar, lykillinn í
hans eigin vasa. Glugginn lokaður
MIÐÆPRENTUN
Xakið upp hina nýju aðferð og látið prenta alls-
konar aðgöngumiða, kontrolnúmer, tilkynningar,
kvittanir o. fl. á rúllupappír. Höfum fyrirliggjandi og
útvegum með stuttum fyrirvara ýmiskonar afgreiðslu-
box.
Leitið upplýsinga.
HILNIRhf
Skipholti 33. — Sími 35320.
4g VIKAN