Vikan


Vikan - 10.01.1963, Blaðsíða 18

Vikan - 10.01.1963, Blaðsíða 18
GAMLA MYNDIN Fyrir átta árum voru allmargir hljóðfæraleikarar hér vissir um, að þeir myndu missa heils- una á mðijum aldri ef þeir gerðu ekki eitthvað til að halda sér í þjálfun, líkamlega. Og það var farið að æfa knattspyrnu, keppt við ýmsa flokka og yfirleitt tapað. Þetta stóð í tvö sumur og síðan gáfust allir upp, enda rasssíðir sumir. Ennþá eru samt allir þessir kappar við hesíaheilsu, en hér er mynd, sem tekin var eftir einn tapleikinn. — Frá vinstri, aftari röð: Björn R. Einarsson, Gunnar Egilsson, Svavar Gests, Þorsteinn Eiríksson, Karl Karlsson og Jón Sigurðsson. — Fremri röð: Jón Sigurðsson, Guðmundur R. Einarsson, Kristinn Vilhelms- son, Einar Jónsson og Karl Lilliendahl. (Á myndinni eru sex trommuleikarar). NÝJAR HLJÓMPLÖTUR The Shadows: The Savage og Peace Pipe. Tvö lög lög leikin af kvartettinum Shadows í kvikmyndinni The Young ones. Fyrra lagið er mjög hratt og tromman not- uð mun meira en áður hefur heyrzt á Shadows-plötum. Síðara lagið er rólegt og líklegt er að bæði þessi lög nái þó nokkrum vinsældum meðal unga fólksins hér á Norrie Paramour höfundur beggja Iaganna á Shadows- plötunni afhendir þeim gullplötu í viðurkenningarskyni fyrir hina miklu sölu sem platan þeirra, Wonderful landi, því Shadows eru orðnir vel þekktir fyrir góðan og skemmtileg- an leik af mörgum plötum, sem borizt hafa hingað til lands síðustu mánuðina. Svo mikið er víst að þegar kvikmyndin The Young Ones hafði verið sýnd í nokkra daga í Tónabíói þá seldust allar plötur upp í Fálkanum með þeim Cliff Richard og Shadows. — Columbia-hljóm- plata sem fæst (fékkst) í Fálkanum, Laugavegi 24. The 4 Seasons: Sherry og I've cried before. Sherry varð eitt allra vinsælasta lagið í USA í október. Þetta er einfalt lag, og sett saman af söng-„effectum“ svipað og heyrzt hefur í Locomotion og Watusi síð- ustu mánuðina. Textinn sáraeinfald- ur og söngurinn allur undarlegur mjög. Lög sem þetta geta náð gíf- urlegum vinsældum í nokkrar vik- ur, en svo gleymast þau algjörlega, og þannig getur einmitt verið farið með Sherry þegar þetta kemur á prenti. Söngkvartettinn nefnir sig „The 4 seasons“ eða „Árstíðirnar fjórar“ og má það teljast frumlegt Framhald á bls. 44. HOPAÐI FYRIR MÓTTÖKUNEFNDINNI Fyrir skemmstu var Rock Hudson í Hollenzku Gíneu, þar sem síðasta mynd hans, „The Spiral Road“, var tekin. Kvikmyndafyrirtækið Univer- sal lag-ði sitt af mörkum, til þess að Rock gæti liðið sem allra bezt. Það lét setja upp stærðar tjald og í því var tvíbreitt, mjúkt og gott rúm, og yfir það tjaldað moskítóneti, þægi- legir stólar, borð og gólfteppi. Þegar allt var tilbúið, skreið Rock inn í tjaldið til þess að hvíla sig stundarkorn í rúminu góða. Eftir fimm sekúndur var hann kominn út aftur. Það var móttökunefnd við rúmið hans: Tveir spordrekar, stór slanga og önnur lítil af bráðhættu- legri tegund! Á myndinni er Rock með einn vina sinna í kvikmyndaverinu.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.