Vikan


Vikan - 10.01.1963, Blaðsíða 17

Vikan - 10.01.1963, Blaðsíða 17
| Vaknandi ást. Ást, sem vaknaði einungis til að heyra sinn dauðadóm. Ást einnar viku á einhverri ey í Suðurhöfum gat haft eilífðina í sér fólgna, en hér í Berlín------ þú átt við. Vestur þar, eru allir karlmenn eins og Davis. Fjöldafram- leiðsla í smekklegum umbúðum." Maríanna hafði verið í Bandaríkj- unum; séð um byggingu á húsi fyr- ir auðugan Þióðverja, búsettan þar, en þetta hús var nákvæm eftirlíking af húsi foreldra hans heima í Baden. „Þú þekkir hann ekki neitt,“ hugs- aði Evelyn með sér, og með nokkru stolti. henni fannst sem þau ættu nú óræðan leyndardóm saman, hún og Frank, og að það væri ekki nokkur sú kona til, sem þekkti hann eins ná- ið og hún gerði. „Fyrirgefðu — ég tók ekki eftir því, sem þú sagðir,“ varð henni að orði. Maríanna hafði spurt einhvers, en það hafði farið framhjá henni. „Finnst þér Kurt ekki áhyggju- fullur þessa dagana?" endurtók Maríanna, dálítið óþolinmóð. „Jú — kannski," svaraði Evelyn og fann til samvizkubits. Hún hafði ekki veitt Kurt sérstaka athygli undanfarna daga, og ekki fylgzt með í þeim heimi, þar sem hann lifði og hrærðist.“ Ef til vill gengur málið og réttarhöldin ekki eins og hann kysi helzt.. „Frú Rup hefur þó meðgengið allt,“ sagði Maríanna. „Réttarhöldin virðast ganga leiðinlega samkvæmt áætlun. Ég var þar viðstödd í gær og fylgdist með öllum málflutningi,“ bætti hún við, þegar Maríanna leit undrandi á hana. Maríanna hafði mjög mikinn á- huga á sálfræði. Hún hafði mesta yndi af að vera viðstödd málflutn- ing í réttarsal, og dáðist mjög að Kurt. Þau gátu setið saman svo klukkustundum skipti og rökrætt sálfræðilegar flækjur og vandamál. Evelyn var vön að orða það þannig, að Kurt hefði komið með Maríönnu inn í hj ónaband þeirra, en smám saman hefði Maríanna svo slakað nokkuð á hollustu sinni við lands- yfirréttardómarann, fyrir þá vernd og vörn, sem hún taldi sér skylt að sýna Evelyn. Það var eins og hún hrifist mjög af blíðlyndi og við- kvæmni Evelyn, sem var alger and- stæða við hennar eigin skapgerð. Bíllinn beygði nú á Kúrfursten- dainm. Leiksýningunum var lokið og umferð mikil, svo að Maríanna hafði báðar hendur á stýri. „Viltu gera mér þann greiða að ná í sígarettu handa mér,“ sagði hún við Evelyn. „Pakkinn á að vera þarna í hurðarvasanum.“ Framhald á bls. 41.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.