Vikan - 10.01.1963, Blaðsíða 45
Þótti .ekki ráðlegt að reyna svo
seint, að sigla skútunni heim.
LÝKUR þar frásögninni um okk-
ar elzta og fyrsta mann, sem
Öldufélagarnir nefndu svo.
Sigurður bjó alla tíð í
Reykjavík á Vesturgötu 32, eða frá
því að hann fluttist þangað ofan af
Akranesi þar sem hann hafði búið
hjá Kristjáni bróður sínum á Akri
(Í 832—1899).
Sigurður Ingjaldsson frá Balá-
skarði, segir á einum stað í ævi-
sögu sinni frá því, er hann var í
skipsrúmi hjá nafna sínum Sigurði
á Fanny. Hann var þá að koma til
hans háseti í fyrsta sinni:
„Sigurður var nokkuð stór mað-
ur, og leyndi sér ekki að þar var
mikilmenni“. Vafalaust nokkuð til
í því.
Þó hér hafi verið settur punkt-
urinn aftan við sögu Sigurðar
Símonarsonar, þá er eftir atvikum
rétt að segja frá endalokum Fann-
yar og skulum við nú víkja sögunni
aftur til Færeyja.
Eins og fram hafði komið, var
skipið illa farið eftir sjóvolkið, en
það var bæði lekt og brotið. Fór nú
fram á því nauðsynleg viðgerð í
Þórshöfn um veturinn.
Eftir áramótin 1878 fór svo Jó-
hannes Zoega með 4 menn með sér
til að sækja Fanny og færa til ís-
lands. Segir ekki af ferðum þeirra
félaga, nema þeir leggja í haf. Ekki
hafði Fanny ferðalán. Það var sem
veðrin reið, væru ekki sátt við þetta
litla fley, sem svo eftirminnilega
hafði gengið þeim úr greipum um
haustið. Þegar er skipið var komið
á haf, gekk hann á með norðan stór-
viðri og endaði sú för á hafsbotni
einhvers staðar í hafinu suður af
Færeyjum.
Ekki höfðu veðrin þó nema hálf-
an sigui'. Þeir félagar höfðu komið
auga á þýzkt barkskip skömmu eft-
ir að sýnt var, að Fanny myndi ekki
haldast ofansjávar öllu lengur. Gátu
þeir með því að renna upp að því,
komizt yfir í það, slyppir og snauð-
ir. Þýzka skipið setti þá síðan á
land í Shields á Énglandi, og komu
þeir félagar ekki heim til íslands
fyrr en í ágústmánuði 1878. Þóttu
þeir úr helju heimtir. 1 þá daga var
ekki neinn sæsími og hafði því eng-
in vitneskja borizt til íslands um
afdrif þeirra. Voru þeir því taldir
af.
Sú saga er sögð, að þegar Geir
Zoega mætti Jóhannesi frænda sín-
um á bryggjunni hafi hann spurt:
— Hvar er Fanny, Jóhannes?
—- Hún liggur í bleyti! átti hann
að hafa svarað og varð fátt um
kveðjur í það sinn hjá þeim frænd-
um.
Fanny var óvátryggð, því á þess-
um árum fengust fiskiskútur á ís-
landi ekki vátryggðar. Urðu eig-
endurnir því fyrir tilfinnanlegu
tjóni. Þó voru þeir svo heppnir að
eiga Reykjavíkina eftir, en hún
komst heilu og höldnu til Reykja-
víkur, þótt hún slyppi ekki við ó-
veðrið, sem hrakti Fanny til Fær-
eyja.
Þó er þess að gæta, að þeir höfðu
hagnazt vel á skipinu þessi 12 ár
og ekki sízt þann tíma, er Sigurður
var við stjórn, því hann var afla-
kló. Ekki leið heldur á löngu, unz
þeir fengu sér skip í staðinn. Hlaut
það nafnið Gylfi.
Það má skjóta því hér inn til
fróðleiks, að Petersen, sem verið
hafði skipstjóri á Fanny, réðist til
Fishersverzlunar eftir að hann hætti
hjá Geirsútgerðinni. Var hann lengi
í vöruflutningum fyrir þá verzlun,
bæði til Keflavíkur og Reykjavík-
ur og farnaðist vel.
Geir Sigurðsson skipstjóri segir í
handriti á þessa leið urn Petersen
skipstjóra: „Mun það vera sá sami
Petersen er var faðir Petersen verk-
fræðings sem hingað kom- fyrir
Morberg etaðsráð og íhugaði hafn-
arstæði hér í Reykjavík. Fór ég með
Petersen verkfræðingi hér um ná-
grennið og leizt honum vel á bygg-
ingu hafnarinnar er hann sá upp-
fyllingarefni svo mikið og nærtækt.
Hann sagði mér þá, að hann hefði
komið hingað með föður sínum fyr-
ir 1890, sem matsveinn á skipi og
komu þeir fyrst í Keflavík." Þess
má geta, að Geir átti sæti í hafnar-
nefnd Reykjavíkur um árabil.
★
YOKO TANI.
Framhald af bls. 19.
Fimm ára gömul fluttist hún til
Japan, en síðan aftur til Frakklands
og hún nam meira að segja við
Svartaskóla. Það er sagt, að Frakk-
ar kunni manna bezt að meta kven-
lega fegurð og þeir uppgötvuðu hina
sérkennilegu fegurð þessarar aust-
urlenzku stúlku, enda segir hún:
,,Á Vesturlöndum eru austui'-
lenzkar stúlkur mjög vinsælar og
ég held, að við séum kvenlegri en
þær vesturlenzku, og hugsum ekki
eins mikið um peninga og frama.
Við hugsum hins vegar mikið um
ástina. Allar stúlkur, ættu fyrst og
fremst að gera það.“
Fluorcent ljósa-
perur.
Framhald af bls. 3.
slangan er vatnsþétt. Fáanlegar eru
nú tvær gerðir, í annarri fjórir
lampar í hverju feti, í hinni sjö.
Framleiðendurnir eru Etzon Corp.
3141 West Century Blvd. Ingle-
wood, California. ★
Silverstrand.
Framhald af bls. 15.
um. „Ég verð að vera í gúmmíbux-
um næst“.
— o —
Annars, ef ég á að segja alveg
satt, þá er þetta allt saman plat.
Silverstrand potaði aldrei puttan-
um i sponsgatið á Loftleiðum, né
heldur borgaði hann útsvarið . . .
og skuldar nú líka það, sem hann
þurfti að borga fyrir þessa stuttu
ferð, $0.76.
Líklega mundi Silverstrand held-
ur ekki leggja upp í svona ferð, —
ef við erum sanngjörn, því hann
veit betur en svo. Við verðum að
skrifa það á reikning ljósmyndar-
ans, Lennart Jensen, sem einnig er
Svíi, hvernig myndin er. Hann mun
hafa gert eitthvað til að breyta
staðreyndum, cn ekki breytir það
neinu um það að myndin er góð og
skemmtileg.
. . Sannleikurinn er sá, að Silver-
strand er listamaður, nánast sagt
fyrst og fremst auglýsingateiknari.
Ilann hefur starfað hjá Loftleiðum
síðan félagið var stofnað, og unnið
staðfast að þvi að auka veg félags-
ins bæði hérlendis og ytra. Hann
hefur lært teiknun og málningu
viða, m. a. í Frakklandi, en hon-
um hefur samt sem áður tekizt að
halda lcímnigáfu sinni óskertri, —
sem mörgum góðum listamanni
hefur, því miður, misheppnazt.
Silverstrand hefur, eins og áður
er sagt með réttu, dvalizt langdvöl-
um hér á íslandi og kynnzt íslenzku
landslagi og þjóðerni mjög vel, og
unir sér livergi betur. Hann hefur
málað kynstrin öll af málverkum
hér lieima, sem við og sjáum á
einni myndinni, sem við birtum
með þcssum kafla, og liefur sérstakt
yndi af að ferðast um óbyggðir
landsins. Þá vill hann helzt sofa i
tjaldi og veiða sinn mat sjálfur
(lax, silung, tófur, mink, pútur, fé
og beljur) og steikja það yfir hæg-
um eldi, kveiktum í stolnum við,
einlivers staðar þar sem enginn
sér til.
Það ku vera voða gaman, — og
gott!
London Lamb, Laxár I.ax, Kjós-
arkét, Svínadalssilungur. —
Allt jafngott!
Og þannig vill hann að ferða-
menn, sem hingað koma, fari að.
Við eigum bara að láta þá hafa
tjald einhvers staðar uppi i sveit
og lofa þeim áð éta nýveidda bráð
með vasahníf.
Alveg eins og víkingarnir til
forna, og jafnvel hafa samvinnu
við Þjóðleikhúsið um að láta nokkra
víkinga lilaupa um i kring um þá
og setja nokkra smásjónleiki á svið.
Síðan má gjarnan gefa ferðafólk-
inu skirteini upp á það að það
liafi komið við á vikingaöldinni og
sloppið þaðan aftur ómeitt . . . !
En það er eitt, - segir Silver-
strand, sem við verðum að breyta.
1.
FEBRÚAR
ULLARY ÖRU-
VERZLUNIN
Laugavegi Jf5
Sími 13061
VIIÍAN 45