Vikan


Vikan - 10.01.1963, Blaðsíða 22

Vikan - 10.01.1963, Blaðsíða 22
HENTUGIR RÉTTIR ÞEGAR TÍMINN ER NAUMUR BERGÞÓRA SKRIFAR UM KONUR OG MENN: ER KATRÍN SLÆM MÓÐIR? Kona, sem vinnur úti, er oft í tímahraki, ef hún þarf að liafa matargesti aS kvöldi til. Hins vegar hefur hún kannski nægan tima kvöldið áSur, og er þó gott að geta undirbúiS máltíðina þá. Réttir, matreiddir í ofni í eld- föstu fati, lienta séríega vel, þegar svo stendur á. VerSa hér á eftir gefnar uppskriftir af alls konar ofnréttum, en fyrst má benda á heppi- legar súpur, óbætisrétti og annað tilheyrandi. Ein allra fljótlegasta súpa, sem hægt er að húa til, er tómatsafi úr <lós, hitaður upp oy borinn fram sem súpa. Út á er sett ein skeið af þeyttum rjóma meS rifinni piparrót. Rjóm- ann má þeyta löngu áSur en gestirnir koma og geyma hann í ísskáp. Lauksúpu má búa að mestu leyti til kvöldiS áður: 3 matsk. af smjör- liki er brætt í potti og 2 bollar af þunnt skorn- um lauk soðið i því, þar til laukurinn er Ijós- brúnn, eða í u. þ. b. 15 mín. 4 bollar af góðu kjötsoði settir saman við og látið sjóða við hægan hita i ca. 20 mín. Kælt og geymt í ís- slcóp yfir nóttina. Rétt áður en á að bera ham fram, cr hún hituð upp og Vi tsk. af Worcester- shiresósu bætt í og kryddað með salti og pipar. Ristuðum brauðteningum stráð yfir og miklu af rifnum osti. Með tómatsúpunni er gott að hafa lítil fransbrauð, sem eru þá bökuð síðast með ofnréttinum og borin fram heit. Deigið má geyma i ísskáp þar til daginn eftir. Gott er að krydda brauðin með hvitlaukssalti. í stað súpu má hafa alls konar salat eða gelé- rönd með fiski, sein einnig er búin til daginn áður, en ábætisrétturinn verður að vera kald- ur meS heitum ofnrétli, rná nefna ís, alls kon- ar ávexti og ostabakka, fromagc og aðra kalda búSinga, sem búnir eru til daginn áöiir og gcymdir í ísskáp. Þá konnnn við að ofnrétt- unum: SKINKA OG KJÚKLINGAR A LA KING 2 bollar soðnir kjúklingar, Vi pund soðin skinka, Va bolli grænn pipar, 2 matsk. smjör eða smjörlíki, 2 liálfdósir af góðri sveppasúpu, helzt úr dós eða heimatilbúin, en ekki úr pakka, 1 bolli sve]>pir, Vz tsk. salt, Vn tsk. pip- ar, grænn pipar skorinn í hringi. Daginn áður er kjúklingurinn og skinkan skorin í smá bita, á stærð við baunir. Græni piparinn er skorinn í ræmur og soðinn í smjövi í 5 mín. Súpunni blandaS saman við og síðan 22 VIKAN sveppunum. í botninn ó eldföstu fati er lagður helmingurinn af kjötbitunum og salti og piþar stráð yfir, helrningnum af súpublöndunni liellt þar yfir, síðan er það, sem eftir er af kjötinu lagt jiar ofan á og kryddað og síðasl aÞping- urinn af súpunni. Þetta er svo geymt í isskáp og 50 mín. og áður en það er horið fram cr fatið sett inn i vel heitan ofn og látið bakast í ekki minna en 45 mín., eða þar til það hvera- sýður og er ljósbrúnt að ofan. Grænir pipar- hringir lagðir á til skrauts. Með þessu eru bornar sætar ofnsteiktar kartöflur, sem líka eru tilbúnar aS mestu daginn áður: SÆTAR OFNSTEIKTAR KARTÖFLUR 10 mjög stórar kartöflur, 14 bolli smjör eða smjörlíki, 1 bolli púðursykur, 2 matsk. hun- ang, Vi bolli appelsínusafi, 1 tsk. safi úr sítrónu. Daginn áður eru kartöflurnar skornar langs- um i tvennt og brúnaðar í smjörinu. Settar i eldfast fat og smjörinu af pönnunni hélt með, síðan er sykrinum og öllu hinu bætt saman við og geymt í isskápnum. Síðan eru kartöfl- urnar fullsoðnar í ofninum með hinuin réttin- um, fyrst undir loki í 45 mín., en siðan lok- lausar í 20 mín. og soðinu þá ausið öðru hverju yfir þær. Þegar jiær eru meyrar og gullin- brúnar cru þær teknar úr ofninum og bornar með kjúklingaréttinum. STOKKHÓLMSRÉTT CJR 40 gr. smjörliki, 1 laukur, 1 hvítlauksbiti, 400 gr. hakkað nautakjöt, 2 dl. kjötsoð eða rauðvín, Vi tsk. basilikum, 14 tsk. timian, salt, pipar og persilja, 14 kg. tómatar. Laukurinn og hvítlaukurinn brúnaður ljós- brúnn í feitinni, kjötið brúnað með síðast, tómatarnir flysjaðir og skornir i smástykki og settir saman við og rauðvíninu helt yfir og kryddinu bætt í, og allt lálið gegnhitna. Geymt í ísskáp og soðið í 15 mín. í ofni áður en það er borið fram. Utan með er raðað makkarón- um, sem fyrst hafa verið soðnar í saltvatni og velt upp úr feiti og lauk, þannig að 2 matsk. af lauk er hálfbrúnað i 1 matsk. smjörlíki og eftir að vatnið hefur runnið vel af makkarón- unum, er þeim bætt út i pönnuna. Rifinn ost- ur er borinn með í skál. Framhald á bls. 51. —- Geturðu skilið hvers vegna Katrín vill endilega fara að vinna aftur? Ég get vel séð fyrir fjölskyldunni, liað eru margir, sem lifa á miklu minna en við. Svo á ein- hver ókunn manneskja að sjá um börnin. Nei, ég er jiessu alveg mótfallinn . . . Ég er þeirrar skoðunar, að staða konunnar sé hjá börnunum. Já, þctta var eiginmaður Katrínar, sem bafði orðið. Og ef ég á að vera alveg lirein- skilin, verð ég að segja, að mér finnst að það væri gott fyrir börnin, að liafa mömmu alltaf heima. En er Kalrin jiá óeðlileg móð- ir? Nei, það er hún ekki og ég get skýrt fyrir ykkur hennar sjónarmið. Hún liefur aflað sér menntunar og hafði ánægju af starfi sínu áður en börnin fæddust. Auðvit- að elskar hún börnin sín, en hún finnur, að þau eru þegar að byrja að fjarlægjast liana. Þess vegna hugsar hún sem svo: Eft- ir nokkur ár, þegar böinin eru byrjuð að ganga i skóla, þarfnast jiau mín ekki leng- ur á sama hátt og áður. En þá getur orðið erfiðara fyrir mig, að komast aftur inn i starfið, því að þá verð ég eldri og nýtt fólk bætist stöðugt við á vinmunarkaðinn. Síðar, þcgar börnin komast á unglingsárin, verð ég varla miðaldra og á mörg góð starfsár framundan, en jiá stend ég uppi án vinnu og með æfingu og leikni langt að baki mér. Það er líka margt, sem getur komið fyrir. Hjónaskilnaður — jiað er kannski engin ástæða til að reikna með því. Dauði — um hann liugsar maður heldur ekki á okkar ahlri. Það eina, sem ég yéit, er að ég hef meiri öryggiskennd og er ánægðari ef ég get stundað vinnu utan heimilisins. En þess er vert að geta, að Katrín hefur aldrei haft áhuga á heimilisstörfum. Ilún tók góð próf og komst vel áfram í starfinu, en það er erfitt fyrir hana að fella sig við heimilisstörfin. Eru heimilisstörf ef til vill ekki lengur svo skemmtileg? Nú hafa flestir nýtizku íbúðir með plastgólfum og þvottavélum, maturinn er djúpfrystur og hálfmatreiddur, allt er hagkvæmt og þægilegt — en liefur ekki eitthvað af sköpunargleði gömlu heim- ilanna horfið? Fáir mundu óska eltir óþægindunum og erfiðinu aftur, en það væri hægt að láta sér detta i hug, að eitthvað vantaði í til- veru húsmóðurinnar. Iif hún skipulegði dag- inn nógu vel, gæti hún kannski tekið sér tvo tima til einhverrar skapandi vinnu, sinnt einhverju áliugamáli eða lært eitthvað sérstakt, eða bara lesið. Þá mundu leiðind- in hverfa hjá mörgum konum. En svo að við snúum okluir aftur að Katrínu —- hver er kpminn til að segja, að það sé rangt af henni, að liverfa aftur til síns fyrra starfs? Hvcr getur sagt um það, hvort börnin verða ekki jafn hamingjusöm og þroskast jafn eðlilega, Jiótt móðir jieirra sé ekki lijá þeim sjö tima á dag. Ef við værum sjálf börn og mættum velja um það að eiga móður, sem er heima og er önug og óánægð, eða móður, sem kemur síðdegis heim á hverjum degi og hlakkar til þess að hitta okkur —- hvort mundum við velja? Þegar slíkt vandamái skapast í hjóna- bandinu, er ekki hægt að leysa það nema setja sig í spor liins aðilans. El' maður Katrínar gerði það, mundi hann segja sem

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.