Vikan


Vikan - 10.01.1963, Blaðsíða 47

Vikan - 10.01.1963, Blaðsíða 47
maður, herra." „Já, já, mér er fullkunnugt um það.“ „Óviðkomandi menn skildu ekki alltaf hr. Gervase." Snell lagði þunga áherzlu á orðið „skildu“. „Ég veit. Ég veit. En þér tókuð ekki eftir neinu, sem þér rnunduð vilja kalla óvenjulegt?" Brytinn hikaði. „Ég held, herra, að hr. Gervase hafi haft áhyggjur af einhverju," sagði hann loks. „Haft áhyggjur og verið dapur?“ „Ég vil ekki segja, að hann hafi verið dapur, herra. En haft áhyggj- ur, já.“ „Hafið þér nokkra hugmynd um ástæðuna fyrir þessum áhyggjum?" „Nei, herra.“ „Haldið þér að það hafi til dæmis staðið í sambandi við nokkra sér- staka persónu?" „Ég get alls ekkert sagt um það, herra. Að minnsta kosti hef ég ekk- ert við að styðjast, nema mitt eigið hugboð.“ „Þér voruð undrandi yfir því, að hann skyldi fremja sjálfsmorð?" spurði nú Poirot. „Mjög undrandi, herra. Það var hræðilegt áfall fyrir mig. Slíkt hafði mér aldrei komið til hugar.“ Poirot kinkaði kolli hugsandi. Riddle leit til hans og sagði síð- an: „Jæja, Snell, ég held að það sé þá ekki fleira, sem við þurfum að spyrja yður um. Þér eruð viss um, að það sé ekkert annað, sem þér geitð frætt okkur um — ekkert ó- venjulegt atvik, til dæmis, sem hafi komið fyrir þessa síðustu daga?“ Brytinn stóð á fætur og hristi höf- uðið um leið. „Nei ekkert, alls ekkert.“ „Þá megið þér fara.“ „Þakka yður fyrir, herra.“ Á leiðinni til dyranna vék Snell til hliðar, því að í sama bili kom frú Chevenix-Gore svífandi inn um dyrnar. Hún var klædd austurlenzku klæði úr purpurarauðu og appelsínu- gulu silki, sem hún vafði þétt um líkama sinn. Hún var alvarleg á svip og stillt og róleg í fasi. „Frú Chevenix-Gore.“ Riddle majór spratt á fætur. „Mér var sagt, að þér vilduð gjarna tala við mig, og því kom ég,“ sagði hún. „Eigum við að fara inn í annað herbergi? Þetta hlýtur að valda yður áköfum sársauka." Frú Chevenix-Gore hristi höfuðið og tók sér sæti á einum Chippendale stólnum. „Nei, nei, það gerir ekkert til,“ sagði hún lágt. „Það er mjög vel gert af yður, frú Chevenix-Gore, að láta tilfinn- ingar yðar liggja milli hluta. Ég veit, hve hræðilegt áfall þetta hlýt- ur að hafa verið fyrir yður, og ...“ Hún tók fram í fyrir honum. „Það var töluvert áfall í fyrst- unni,“ játaði hún. Rödd hennar var óþvinguð og eðlileg. „En í raun og veru er ekkert til, sem heitir dauði, sjáið þér til, aðeins breyting.“ Hún bætti við: „Ég get líka sagt yður það, að Gervase stendur nú rétt fyrir aftan vinstri öxl yðar. Ég sé hann alveg greinilega." Vinstri öxlin á Riddle majór kipptist ofurlítið til. Hann leit á frú Chevenix-Gore hálf tortrygginn. Hún brosti til hans daufu en glað- legu brosi. „Þér trúið þessu auðvitað ekki. Það gera svo fáir. Fyrir mér er andaheimurinn alveg jafn raunveru- legur og þessi. En gjörið svo vel og spyrjið mig hvers, sem yður þóknast og verið ekkert hræddur við að þér gerið mér leitt í geði. Ég er ekki vitund hhuggin. Allt, sem fram kemur við okkur, er ör- lög. Enginn kemst hjá sinu karma. Það stendur allt heima — spegillinn — allt.“ „Spegillinn, frú?“ spurði Poirot. Hún hneigði höfuð ofurlítið í átt til spegilsins. „Já, hann er brotinn, eins og þér sjáið. Það er tákn! Þér kannist við ljóð Tennysons? Ég var vön að lesa það,~þegar ég var telpa — þó að ég auðvitað gerði mér þá ekki grein fyrir hinni dulrænu hlið þess. „Spegillinn brast um þvert. „Bölv- unin er yfir mér!“ æpti friíin af Shalott! „Það er einmitt það, sem henti Gervase. Bölvunin kom skyndilega yfir hann. Ég held, skal ég segja yður, að á flestum gömlum ættum hvíli einhver álög ... Speg- illinn brast. Hann vissi að dómur- inn var fallinn! Álögin voru komin fram!“ „En, frú, það voru ekki álög, sem brutu spegilinn — það var byssu- kúla!“ Frú Chevenix-Gore sagði, alltaf jafn blíð og róleg: „Það kemur allt í sama stað nið- ur, ég segi yður satt ... Það voru örlögin.“ „En eiginmaður yðar skaut sig.“ „Það hefði hann auðvitað ekki átt að gera. En Gevase var ætíð óþolinmóður. Hann gat aldrei beðið. Tími hans var kominn — hann gekk til móts við örlögin. Þetta er allt mjög einfalt, vissulega." Riddle majór ræskti sig gremju- lega og sagði hvasst: „Það kom yður þá ekkert á óvart, að maðurinn yðar skyldi fyrirfara sér? Höfðuð þér átt von á því, að slíkt gæti komið fyrir?" „Nei, nei.“ Hún glennti upp aug- un. „Það er ekki alltaf hægt að sjá framtíðina fyrir. Gervase var vissu- lega mjög einkennilegur maður, mjög óvenjulegur maður. Hann var algerlega ólíkur öllum öðrum. Hann var einn af hinum miklu endur- borinn. Ég hef vitað það nú um skeið. Ég held að hann hafi vitað það sjálfur. Hann átti mjög erfitt með að samstilla sig hinum ein- feldnislega og lágkúrulega hugsun- arhætti hversdagslífsins." Hún bætti við, og horfði um leið yfir öxlina á Riddle majór: „Nú brosir hann. Hann brosir að því, hvað við séum öll miklir kjánar. Eins og við raun- verulega erum. Alveg eins og börn. Látum eins og lífið sé veruleiki og að það skipti einhverju máli ... En lífið er aðeins ein hinna Miklu Blekkinga.“ Riddle majór fann, að hann barð- ist vonlausri baráttu og spurði í ör- væntingu: „Þér getið alls ekki gefið okkur neina vísbendingu um það, hvers vegna maðurinn yðar hefur svipt sig lífinu?“ Hún yppti grönnum öxlunum. „Það eru öfl að verki, sem setja okkur í hreyfingu, þau ýta okkur áfram ... Þér skiljið það ekki. Þér hreyfizt aðeins á efnislega sviðinu.“ Poirot hóstaði. „Svo að við höldum okkur við efnislega sviðið, frú, hafið þér nokkra hugsmynd um, hvernig mað- Beztu og ódýrustu bókakaup, sem vcl er á hérlendis. Til þess að fylgjast með því, sem er að gerast í heiminum, verður þú að lesa Úrval Tímaritið ÚRVAL flyt- ur greinar í saman- þjöppuðu formi úr tíma- ritum og blöðum í öll- um heimsálfum, þar á meðal íslenzkar greinar — einvörðungu ÚR- VALS-lestrarefni, fróð- leik og skemmtan fyrir alla. í hverjum mánuði er ágrip af ÚRVALS- bók. ÚRVALSTÍMARIT eru um heim allan vinsæl- ustu tímaritin. T. d. er Reader's Digest vinsæl- asta tímarit heims, selt á liverjum mánuði í 21 milljón eintaka. 2,500 SÍÐUR Á ÁRI FYRIR AÐEINS KR. 250.- Ég undirr......... gerist áskrifandi að ÚRVALI og óska eftir að mér verði sent blaðið mánaðarlega. Naín: .......................................... Heimilisfang: .................................. □ Greiðsla fylgir. □ Vinsamlegast sendið póstkröfu sem greidd verður við móttöku.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.