Vikan


Vikan - 10.01.1963, Blaðsíða 44

Vikan - 10.01.1963, Blaðsíða 44
 Og Úlgfáf* veidarfær: örur Hvergi meira úrval SJÓFATNAÐUR VINNUFATNAÐUR KULDAFATNAÐUR YINNUHANSKAR GÚMMÍSTÍGVÉL KLOSSAR VÉLAÞÉTTINGAR VERKFÆRI Olíulampar Gasluktir MÁLNINGARVÖRUR Olíuofnar VERZLUN O. ELLINGSEN H.F. Elzta og stærsta veiðarfœraverzlun landsins SÍMNEFNI: „ELLINGSEN, REYKJAVlK“ allar áttir undan hermönnunum. Þegar Baruch sneri við og ætlaði að flýja með hópnum undan grimmd hermannanna, hrasaði hann og múg- urinn æddi yfir hann og hann missti tak á bögglinum með hlutunum, sem hann hafði tekið af heimilinu sínu. Ótal fætur skullu á honum og þrýstu honum ofan í götuna, og hann fann þungann af óttasleginni mann- mergðinni á líkama sínum. En loks varð hann einn eftir og þá sá hann böggulinn liggja rétt hjá sér. Hann teygði sig eftir hon- um og reyndi að rísa upp, en þá voru hermennirnir komnir allt í kringum hann og réðust á hvað sem varð í vegi fyrir þeim. Æpandi og bölvandi liðþjálfi sparkaði í hann, og Baruch sá glampa á stál í hendi hans. Ósjálfrátt reyndi hann að verja höfuð sitt með báðum höndum, og það síðasta, sem hann vissi af, var heljarþungt högg, sem lenti á málm- pottinum í bögglinum. Þegar hann kom aftur til með- vitundar, var hann í húsi Adan. Al- skeggjaður kaupmaðurinn sat við skrifborð sitt, en Baruch lá á legu- bekk, meðan einn af þjónum Adan hélt drykkjarkrús að vörum hans. Adan sagði: „Einn af mönnum mínum fann þig, bar kennsl á þig og kom með þig hingað, Baruch. Hvað varstu að gera inni í borg- inni?“ Baruch reyndi að rísa upp, og hugsun hans skýrðist smám saman. Á borðinu fyrir framan Adan lágu fátæklegar eigur hans. Svo laust minningunni um folaldið og konuna hans skyndilega eins og sárum sting niður í huga hans. 44 VIKAN „Konan mín er veik, Adan. Hún verður að fá dýr meðul til þess að geta lifað, til þess að geta fætt barnið okkar. Ég ætlaði að selja þér þessa hluti fyrir framan þig. En ég vissi, að það mundi ekki vera nóg, svo að ég ætlaði lika að koma með folaldið mitt til þín, en því var stolið, og ég kom til borgarinnar, til þess að leita að því. En nú er það of seint ...“ Adan hneigði alvarlegur höfuðið. Hann þekkti Baruch og vissi hugs- anir hans á þessari stundu. Hann rétti höndina hægt eftir gamla lit- unarpottinum. Það var stórt skarð í honum, þar sem höggið hafði lent á honum. Málmurinn í honum var svartur af elli og hann var allur í dældum af áratuga notkun. „Þessi pottur," sagði Adan, „var hann i eigu föður þins?“ „Já, Adan, faðir minn átti hann og faðir hans á undan honum, og þar á undan var hann í fjölskyldu minni, þegar allir karlmennirnir voru hermenn. Ég held að hann komi frá Egyptalandi.“ „Það er hverju orði sannara," sagði Adan. „Og þú þarft ekki leng- ur að hafa áhyggjur vegna folalds- ins. Sá, sem tók það, gerði þér mik- inn greiða. Sjáðu, hérna er skarðið eftir sverðið ..Hann rétti Baruch pottinn. Það glampaði skært á sárið. „Þetta,“ sagði Adan, ,,er ekki neinn venjulegur litunarpottur. Þetta er gull, hreint gull — einhver af forfeðrum þínum hefur sennilega rænt honum í Egyptalandi. Þakk- aðu forsjóninni, Barueh, fyrir að folaldinu þínu var stolið, svo að þú varðst að koma til borgarinnar, því að þessi pottur mun bjarga konu þinni og barni og gera þig að rík- um rnanni." Baruch horfði á pottinn í hendi sinni og allt í einu fylltist hjarta hans heitri gleði og hann sá í hug- anum konuna sína, dökkhærða og fallega, sitja undir olivutrénu bak við húsið hans, með fyrsta barnið þeirra í fanginu. ★ Nýjar hljómplötur. Framhald af bls. 18. nafn á söngkvartett. Einn þeirra syngur einsöng í síðara laginu og „púa“ hinir undir. Þetta er mjög rólegt lag og segir minna en ekki neitt. En líklega gæti Sherry náð augnabliksvinsældum hér á landi ef það kæmi stöku sinnum í dans- lögum útvarpsins. VeeJay-hljóm- plata, sem fæst í Drangey, Lauga- vegi 58. The Highwaymen: Cindy Oh Cindy og The Bird Man. Og þá eru Highwaymen komnir aftur með plötu. Cindy er einmitt sama Cindy og var vinsælt hér á landi fyrir fimm árum. Söngur Highwaymanna er þokkalegur en varla má búast við að lag þetta eigi eftir að ná vinsældum aftur, það var mun skemmtilegra í sinni upprunalegu mynd, sem við heyrðum áður. Burt Lancaster talar á hinni hlið plöt- unnar meðan Highwaymen syngja. En lagið ber sama nafn og kvik- mynd, sem Burt lék aðalhlutverkið í. Lífstíðarfangi kynnti sér allt um fugla meðan hann tók út refsingu sína og varð heimsfrægur fugla- fræðingur meðan hann sat í fang- elsi. Líklega er myndin forvitnileg, en lagið er leiðinlegt. United Artists hljómplata. — Fálkinn, Laugavegi. Hún liggur í bleyti.. Framhald af bls. 7. Sigurður gerði síðar af atburðum þessum — á hörðu og kjarngóðu sjóaramáli, svo og við handrit Geirs Sigurðssonar skipstjóra. Við léttum af Seyðisfirði 23. september kl. 04.30, gott veður, en þegar við komum út fyrir fjörðinn, fengum við S.V. storm rétt á móti — við unnum lítið þann dag, segir í lýsingu Sigurðar í upphafi. 24. september er logn, en nokkur sunnansjór og var Fanny þá 4 míl- ur af Horni. Þann 25. gerir vestan storm og næstu daga er harður vestan, eða suðlægur stormur, með grófu sjólagi. Þann 29. gerði OSO vind og sigldi Fanney þá vestur á bóginn, utan við Hvalsbak sem leið liggur, en sú dýrð stóð ekki lengi, því vindur snérist fljótt aftur í mótdrægar átt- ir, með illum sjó. Komst skútan þá vestur undir Ingólfshöfða. Þann 3. október er skútan enn í námunda við Ingólfshöfða, og var hún flóð- lek, því við máttum til að sigla svo mikinn, til þess að okkur drifi ekki upp i Meðallandsbugtina, við vent- um úteftir kl. 8 e.m.“, skrifar skip- stjórinn um þann dag. Og enn held- ur mótdrægur vindur áfram með miklum sjó. Litla skútan heggur upp og niður grófar öldurnar og á klukkustundar fresti verður að dæla, því hún er orðin flóðlek. Þrettán dagar eru liðnir frá því að lagt var af stað frá Seyðisfirði og látlaust óveður allan tímann. Þann 5. október var stormur af VSV, og er þá snúið undan og hugsað til að ná höfn á Seyðisfirði. Sjólag var vont og klukkan 7:30 verða þeir að leggjast til drifs „á tómu svikk- inu“. Sjórinn var orðinn slíkur, að hann virtist þá og þegar ætla að færa skipið í kaf, en um nóttina snerist vindur til norðvesturs og lægði svolítið en síðan hvessir von bráðar í stefni og var sjólag óskap- legt, eins og verða vill, þegar hvass vindur snýst snögglega og margsjóað verður, eins og sjómenn nefna það. ANN 10. október sjá skipverj- ar land; sem ekki hafði þá sézt í 9 daga samfleytt. Var skipið þá 4 mílur út af Austur-Horni. Hafði vindur þá enn snúizt til austurs og birt svolítið vpp. Þessi austanvindur stóð ekki lengi, heldur hvítrauk hann upp af vestri og vra þá enn reynt að lensa undan til Seyðisfjarðar. Þegar komið var fyrir Eskifjörð, snérist vindur enn og nú í norðvestur og út af land- inu. Var stýrður beitivindur norð- urmeð, meðan bjart var, en látið hala með stórsegli og stágsegli norður Seyðisfjarðarflóa um nótt- ina. Um þann 11. október skrifar skipstjórinn svo: „Klukkan 12 um nóttina gerði hann það óttalegasta norðanrok, sem ég nokkurn tíma hef séð, því hann ætlaði rétt að senda skútuna um af roki. Við firuðum seglin niður á bómuna og þó lá hún alltaf með lunningu í kafi, þetta stóð allan daginn. Blindbylur og frost var líka. 12. október: Kl. 12 um nóttina fengum við þann brotsjó yfir, sem tók þrjá menn sem uppi voru og kastaði skútunni á hliðina. Tveir mennirnir, Jóhannes og Þórður, náðu í enda og gátu bjargað sér, en sá þriðji, sem hét Jón Þórðar- son (frá Steinum í Rvk, piltur um tvítugt), varð frá laus og drukknaði, og sáum við hann aldrei framar.“ Þó ekki séu hér mörg orð höfð um, hefur þetta verið ofurhvass strengur. „Brotnaði allt ofanþilja, sem brotnað gat, því sjórinn fór langt uppfyrir segl. Skútuna fyllti nær af sjó og lá við sjálft að hún sykki. Enda var hún með 15.000 fiska innanborðs. Bar nú skútuna til hafs. Svo tókum við það ráð, að fíra seglinu niður og reyna að lensa niður á Færeyjar á tómu mestrinu, ef að við með því kynnum að halda lífinu“,' segir Sigurður. Sami „geniral-stormur" hélzt og „grófheita sjór“. Þann 14. fær skip- stjóri sólarhæð og er þá kominn á það sem hann nefnir „Færeyja- breidd“, en ekki var með vissu vit- að, hvort skipið væri vestan, eða austan Færeyja, því svo glórulaust óveður hafði verið. Og það varð ekki fyrr en 19. október, að þess- um langa hrakningi var lokið, en þá setti færeyzkur bátur þá inn á Þórshöfn. Það kostaði 10 krónur. Sigurði og skipshöfn hans var feiknavel tekið í Færeyjum og róm- ar hann móttökur. Fengu þeir allt, sem þá vanhagaði um. Var Fanny síðan um veturinn í Færeyjum, en þeir Sigurður og félagar hans tóku sér far með póstskipi heim til fs- lands þann 22. nóvember það ár.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.