Vikan


Vikan - 10.01.1963, Blaðsíða 24

Vikan - 10.01.1963, Blaðsíða 24
3. KAFLI. Um það leyti, sem Ben, Mary og Hettie litla Purnell komu fyrst til húss ísraels í Detroit, var allt í uppnámi í kvennabúri Mike Mills. Hin unga og fallega Bernice Bickle vildi ekkert hafa saman að sælda við þennan síðhærða saurlífsskegg, sem var meira en helmingi eldri en hún, og breytti þar engu hvort hann var himneskur sendiboði eða ekki. Bernice, sem tákna átti hlýðni, eins og áður er sagt, var nú mjög ó- hlýðin við prinsinn. Mills hafði þekkt William og Elizabet Bickle, sem áttu heima hin- um megin við Torontoána, nokkuð lengi. Þau voru vel efnaðir meðlim- ir ísraelssafnaðarins og einlægir aðdáendur hans. En það var ekki fyrr en nýlega, að hann hafði farið að veita Bernice Bickle verulega athygli, en hún var nú orðin ó- venjulega þroskuð eftir aldri. Hún spilaði á píanó og söng á fundum þeirra, og hún hafði haft djúptæk og varanleg áhrif á hann. Bernice var kringluleit með totu- munn, lík dúkku með ljósbrúnt hár- ið í hringlokkum, eins og þá tíðk- aðist. Nokkrar freknur höfðu orðið eftir á vöngum hennar, eins og til þess að minna á það, að hún var varla komin af barnsaldri. Foreldr- ar hennar höfðu lagt í mikinn kostn- að við píanó- og söngnám hennar, og leikur hennar var þroskaður og æfður og söngrödd hennar svolítið hás og ástríðufull. En það var ungur og þrýstinn líkami hennar, sem dró augu hans að sér — brjóstin, sem þöndust út í blússuna svo að stríkkaði á henni við djúpan andardráttinn milli lag- línanna í sálmasöngnum og ávalar lendarnar, sem ólögulegt og vítt 24 VIKAN pils safnaðarkvennanna gat ekki einu sinni leynt. Prins Michael hafði farið rakleitt til Guðshússins í Detroit og fallið í dá, síðan vaknað og tilkynnt, að hin fimmtán ára gamla dóttir Bicklehjónanna ætti að verða tíunda táknið í Guðshöfðinu. Um leið og hann skrifaði Bickles- hjónunum og sagði þeim fréttirnar, sendi hann þeim tíu dollara og stakk upp á því, að þau skiptu því í kanadiska peninga og gæfu Bernice þá. Hann sagði að þessir tíu doll- arar ættu að vera ímynd hinna tíu tákna í Guðshöfðinu, en í rauninni voru þetta mútur. Foreldrar stúlk- unnar urðu mjög hrifnir og fluttu strax yfir í Detroitsöfnuðinn. Biblían kennir, að heiðra skuli föður og móður, svo að Bernice hlýddi skipun foreldra sinna um að flytjast í Guðshús Mills við Hamlin Avenue, þó að sjálf byggju þau úti í borginni. En það var ekkert í Biblíunni, sem hafði búið hana und- ir fundinn við þennan síðskeggjaða mann með gráðugu augun og áköfu hendurnar. „Kæra, litla Bernice mín!“ Hann tók þétt um herðar henni. „Velkom- in í Guðshús, vina mín. Komdu nær mér!“ Hún stirðnaði og lokaði augun- um, þegar þetta loðpa andlit beygði sig niður að henni og kyssti hana á ennið, og skeggið lagðist að nefi hennar og munni. En þegar vinstri hönd hans leitaði niður með líkama hennar og gráðugir fingurnir fóru að strjúka hann af ákefð, ýtti hún honum af öllu afli frá sér og hörf- aði grátandi aftur á bak. ,,Ég vil fara heim! Ég vil ekki vera hérna!“ „Bernice!" sagði hann og hristi höfuðið. „Þú ert þreytt og óstyrk, barnið gott. Guð hefur útvalið þig til þess að verða tákn hlýðninnar hér hjá Michael, syni sínum. Þú átt að verða tíunda táknið í höfði Guðs. Allur ísraelssöfnuður öfundar þig. Auðvitað viltu vera hér áfram!“ Hún horfði á hann angistarfullum augum og leit svo undan. „Mér líkar ekki hvernig þú þrífur í mig,“ sagði hún og setti stút á varirnar. Prins Michael var þolinmóður og tillitssamur, því að hann gaf henni tvo daga til þess að venjast um- hverfinu. Fyrstu nóttina var hún látin sofa hjá konunni hans og ann- arri fullorðinni konu úr kvenna- búrinu. Aðra nóttina hjá annarri ungri stúlku, sem var nýkomin og virtist ekki vera eins mótþróafull. Um kvöldið kom hann inn á her- bergið til þeirra, sat á rúmstokkn- um hjá þeim og gaf þeim sælgæti. Hann var þar í klukkutíma og fór síðan og bauð góða nótt, en þriðja kvöldið sendi hann Bernice inn á sitt herbergi og lét hana hátta þar, en kom ekki sjálfur inn, fyrr en hann var viss um að hún væri kom- in upp í rúmið. „Kæra Bernice.“ Hann tók um hönd hennar. „Þegar ég heyrði þig fyrst spila svo fallega á píanóið, varð það einlæg ósk mín, að þú mundir einhvern tíma spila fyrir okkur hér í Guðshúsi." Hún starði tortryggnislega á hann. „Þegar þúsund ára ríkið er orðið að veruleika, munt þú spila fyrir hundrað og fjörutíu þúsund manns. Því lofa ég þér.“ Svo fór hann að afklæða sig, hratt og eins og það væri sjálfsagt, og lagðist í rúmið til hennar. „Hvað ertu að gera?“ spurði hún. Hann brosti vingjarnlega og fór að skýra út fyrir henni, að þetta væri nauðsynlegt fyrir frelsun henn- ar, veigamikið atriði til þess að verða verðug þess að taka á móti þúsund ára ríkinu. Hann lýsti því nákvæmlega, hve fögur og undur- samleg framtíð biði þeirra, sem væru sjöunda sendiboðanum trúir, dyggir og hlýðnir. Hann sagði, að það væri ekki ætlazt til þess, að hún gæti skilið til fulls allar þær leiðir, sem lægju til þess, að hún yrði verðugur þegn þúsund ára rík- isins, en benti henni á, að trúa Guðs orði eins og þjónar hans, spámenn- irnir, boðuðu það. „Þú ert tákn hlýðninnar fyrir öll- um ísraelsmönnum,“ sagði hann. „Ertu ekki reiðubúin að hlýða mér, Bernice?“ Hann leitaði fyrir sér með hendinni. ,,Nei,“ sagði hún ákveðin. „Ekki svona!“ „Kæra Bernice!" Hann hristi bros- andi höfuðið. „Þú verður að hlýða mér í öllu." Hann dró hana nær sér og strauk bak hennar. ,,Nei!“ Hún stirðnaði við snert- inguna. Hann brosti ennþá og sagði henni, að guðlegur eldur hefði brennt allt syndsamlegt úr líkama hans og gert hann hreinan. Hann ætlaði aðeins að sá þessum hreinleika í hana — ef hann gerði það ekki, mundi Sat- an gera það. Hann hvíslaði þessu í eyra hennar og varir hans kysstu hárrót hennar og færðu sig svo neðar, niður að heitum boganum á hálsi hennar og loks að brjóstunum, sem hann kyssti næstum hátíðlega í gegnum þunnan náttkjólinn. Hún reyndi að ýta honum frá sér, en hann hélt henni fastri og

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.