Vikan - 10.01.1963, Blaðsíða 23
svo: Bg skil það, að þetta er þér niikið
áhugamál, svo að ég set mig ekki upp á
móti þvi. Iin eigum við ekki að segja, að
þú gerir þetta til reynslu? Ef þú verður
ánægð og börnin hamingjusöm og vel séð
um þau, þá hef ég ekkert á móti þessu. Þá
ætti ég engu síður að vera ánægður með
þetta fyrirlcomulag!
, Bergþóra.
RÁÐ UNDIR RIFI HVERJU
HOLLRÁÐ HEFUR ORÐIÐ
Barnaleikgrindin
getur komið að flciri notum en
sem geymsla fyrir barnið. Það er
hentugt að nota liana sem taugrind,
lil þess að þurrka barnaþvottinn á.
Ilún er þá lögð á hliðina og sett
þar sem hún er ekki fyrir, inni eða
úti á altaninu. Það eru furðumarg-
ar bleyjur og smáföt, sem slík grind
rúmar, og ef með þarf, má leggja
sum þunn föt hvert ofan á annað,
því að þau þorna fljótt.
Kúlupennar.
Stundum hættir kúlupenninn að
geta skrifað áður en blekið er búið
af honum. Takið þá blekfyilinguna
úr og leggið liána i pott með sjóð-
andi vatni, en slökkvið undir pott-
inum, þegar fyllingin er seil í. Lát-
ið hana liggja góða stund í vatn-
inu, og penninn verður cins og nýr,
svo framarlega sem nolckuð blek
er eftir í honum.
Laus og létt hrísgrjón.
Ef sett er matskeið af ediki eða
sítrónusafa í vatnið, þegar hrís-
grjón eru soðin, tolla grjónin ekki
saman og verða lausari og léttari í
sér.
<?
Korkplötur.
Inni i mörgum málmtöppum, t.
d. af gosdrykkjaflöskum, eru litlar
korkplötur. Þær má taka úr töpp-
unum og nota til þess að iíma und-
ir skálar og vasa, sem rispa borð-
in. Gott er að ná þeim úr töppun-
um með nál. Það fer eftir stærð
hlutarins, hve margar plötur þarf,
en á litla skál er nóg að lima
neðan á botninn á jjremur stöðum.
að má skera þær í litlar ræniur,
ef það hentar betur.
Óvæntir gestir.
Ef lítið er að gera einhvern dag-
inn i eldhúsinu, ætti húsmóðirin
að búa til nóg af smákökudeigi og
fylla með því sívalan, litinn köku-
kassa og geyma hann síðan í fryst-
inum. Svo þegar gestir koma ó-
vænt, er það auðvelt að ýta deig-
inu úr kassanum og skera jjað i
sneiðar og setja beint i ofninn.
Þannig er alltaf hægt að eiga ný-
bakaðar kökur.
Blóðugt rifjárn.
Það er ekki alltaf auðvelt að
komast hjá þvi að særa fingurna
þegar kartöflur eða annað er rifið
á ritjárninu. En gott ráð við því
er að nota fingurbjargir á þá fing-
ur, sem næst járninu þurfa að
komast.
Fitublettir.
Auðveld og litið þekkt aðfcrð
við að ná burt fitublettum, er að
strá talkúmi á blettinn og þekja
hann alveg með j)ví, og rúlla svo
tauinu saman. Næsta morgun má
svo þvo það eins og venjulega og
bletturinn rennur úr. Þetta hefur
verið reynt við bómull, dacron og
ýmis önnur efni og gefizt ágætlega.
Sé flíkin mjög fitug, hafi t. d.
sprautazt á hana heit steikarfeiti
af pönnu, verður liklega að hreinsa
a. m. k. tvisvar.
Kekkjalaus sósa.
Það er öruggt að engir kekkir
verða i sósunni, ef notað er kart-
öflumjöl í stað hveitis.
Yiðarkol.
Viðarkol taka til sín rakt og
innilokað loft, sem vill setja fúkka-
bletti á fötin i fataskápnum. Setjið
viðarkolin í gamlan nýlonsokk og
liengið hann upp í fataskápiiin eða
leggið hann inn i pianóið, eða hvar
sem þess er þörf. Þegar viðarkola-
molinn er orðinn gegnsósa af raka,
má setja hann inn í bakaraofn og
þurrka hann við lítinn hita, og
rnolinn verður aftur eins og nýr.
Þvottapumpa.
Þið þekkið þessar pumpur, sem
notaðar eru við stíflaða vaska? Þær
má nota með góðum árangri til
lsess að þvo tau með. Bezt er að
gera nökkur göt á gúmmíið á stærð
við einseyring. Þá þrýstist vatnið
upp í gegnum götin og vatnið kemst
á hreyfingu.
Drýgri sápa.
Handsápan endist miklu betur
ef hún er látin liarðna vel áður en
hún cr notuð. Þá á að taka pappír-
inn utan af hcnni og geyrna hana
þannig í nokkrar vikur. Ágætt er
að geyiiia hana i fataskápum og
skúffum, þvi að liún gefur góða
lykt frá sér um leið og hún harðn-
ar.
Peysur
Vestishálsmálið er aftur komið í
tízku, en nú er það notað mjög
flegið. Þá er aldrei verið í peysunni
tómri, heldur eru notaðar peysur og
blússur innanundir. Langvinsælast
er þó um þessar mundir að vera í
peysu með háum rúllukraga innan
undir vestispeysunni, og oft er þaö
ekki heil peysa, sem notuð er til þess,
aðeins falskt brjóst. Það er þá annað,
hvort fast við peysuna eða það stórt.
að það tollir laust fyrir innan háls-
málið. Innri peysan eða brjóstið er
annað hvort úr sama efni og ytri
peysan eða með öðrum lit. Rúllu-
kraginn er vinsælasti kraginn á
peysum í vetur og er oft ekki látinn
falla alveg að hálsinum.
Mynd. Hér er innri peysan í öðrum
lit en sú ytri. Reyndar er þetta nú
prjóna eða jerseykjóll á myndinni.
Mynd II. Þetta er ákaflega nýtízku-
iegt peysusett úr fíngerðri ull. Takið
eftir sérkennilegu vestishálsmálinu.
Mynd III. Hér er líka fallegt og sér-
kennilegt vestishálsmál, en ytri
peysan er með kraga.
VIKAN 23