Vikan


Vikan - 10.01.1963, Blaðsíða 29

Vikan - 10.01.1963, Blaðsíða 29
II 4 'hUPÍDQP Stjörnuspáin gildir frá fimmtudegi til fimmtudags. ©Hrútsmerkið (21. marz—20. apr.) Þessi vika verð- ur mjög viðburðarík, einkum og sér í lagi, ef tilfinningar eru þar með í spili. Maður, sem Þú Þekkir lítið sem ekkert, kemur mikið við sögu þína og það á dálítið óvenjulegan hátt. Þú munt una þér bezt heima við, en undanteknihg frá þessu er þó föstudagurinn. NautsmerkiÖ (21. apr.—21. maí): Þú verður fyrir mikilli freistingu í vikunni, og kann það að virð- ast i fyrstu sem svo, að ekkert geri til þótt þú látir undan, en þú skalt vara þig á því. Fimmtu- dagurinn er tvímælalaust mesti heilladagur vik- u.nnar, ekki sízt fyrir konur. Talan 6 skiptir þig afar miklu. Tvíburamerkiö (22.' mai—21. júni): Það bendir allt til þess, að þessi vika verði allt öðru vísi en þú hafðir gert ráð fyrir. Það verður til þess að valda þér einhverjum vonbrigðum, en vissu- lega er engin ástæða til vonbrigða, þvi að vikan verður hin ánægjulegasta í alla staði. Heillatala karla 8, kyenna 4. Krabbamerkiö (22. júní—23. júlí): Persóna, sem er í fjölskyldu með Þér eða maka þínum er í miklum vanda stödd, og getur þú næstum einn orðið til að hjálpa henni, og þú skalt gera allt, sem i þinu valdi stendur til þessa. Það hefur borið allt of mikið á eigingirni í fari þínu undanfarið. Þú getur hæglega breytt betur. ©LiónsmerlíiÖ (24. júlí—23. ág.): Þú lest eitthvað, sem hefur mikil áhrif á þig, og verður til þess að Þú leggur út í eitthvað, sem verður mjög skemmti- legt, Þegar fram í sækir. Félagar þínir eru ekki sem heiðarlegastir við þiv þessa dagana, en þú skalt endilega ekki fara að gjalda líku líkt. MeyjarmerkiÖ (24. ág,—23. sept.): Þú lendir í ýmsum skemmtilegum ævintýrum í vikunni. Eitt Þessara ævintýra verður til þess, að þú ferð að hugsa miklu meira um framtíðina en þú hefur gert undanfarið, og er gott til þess að vita. Um helgina verður lögð fyrir þig gildra, sem þú virðist ætla að kunna að verjast. Voffarmerkiö (24. sept,—23. okt.):Þú ferð að heiman eitthvert kvöldið, líklega um helgina, og munt þá kynnast persónu, sem gæti haft mikil áhrif á gerðir þínar næstu vikurnar, og kannski lengur. Nokkuð er farið að bera á minnimáttar- kennd hjá þér. en til þess er sízt ástæða núna. Skiljanlegra væri ef þú værir ro^mnn. Drekcimerkið (24. okt,—22. nóv.): 1 sambandi við merkisatburð í fjölskyldunni gerist eitthvað, sem á eftir að draga dilk á eftir sér. Þú vinhur að afar skemmtilegu verkefni þessa dagana, en ætl- aðu þér umfram allt ekki of litinn tíma til þess að Ijuka því. Það sannast vel um helgina, að þú kannt að taka gamni. ©Bopmannsmerkið (23. nóv.—21. des.): Þú færð hugmynd í vikunni, sem ekki er vert’að hrinda í framkvæmd fyrr en að nokkrum vikum liðn- um um.Vinur þinn sýnir hér, að hann er sannur vinur, og að þú hefur vanmetið hann til þessa. Eauo-ardagurinn er undarlegur dagur — ekki er ljóst hvern- í" en vertu við öllu búinn. QeitarmerkiÖ (22. des.—20. jan.): Þú lendir í skemmtilegu ævintýri um helgina. Þá munt þú ™ ij og kunningjar þínir nokkrir ..gera mikla lukku“ '****’ einhvers staðar þar sem þið hafið ekki komið áður. Þú virðist venju fremur svartsýnn þessa en engin ástæða er til þess, nema síður sé. Heilla- dagana, tala 7. sér að Vatnsberamerkiö (21. jan.—19. febr.):Þér berst góð gjöf í vikunni, og í sambandi við það gerist eitthvað skemmtilegt. Þú munt skemmta þér óvenjumikið i vikunni. Vinur þinn hverfur af sjónarsviðinu um stundarsakir, og kemur það ýmsu levti mjög illa. Á vinnustað gerist dálítið leiðinlegt atvik. ©FiskamerkiÖ (20. febr,—20. marz.): Af einhverj- um misskilningi verður þú bendlaður við mál, sem þú hefur í rauninni ekki komið nálægt, eða því sem næst. Vinur þinn oæti 0rðið til þess að leið- rétta þennan misskilning. Þú sérð eitthvað eða he^rir. sem verður til ^ess að þú tekur afdrifaríka ákvörð- un. Heillatala 4. Ávallt eitthvað nýtt frá Karíter's Brjóstahaldari tegund 8296 er með stoppuðum skálum, sérstaklega gerður fyrir V-hálsmál. Biðjið urn og þér fáið það bezta.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.