Vikan


Vikan - 04.07.1963, Blaðsíða 10

Vikan - 04.07.1963, Blaðsíða 10
ER BÓKMENNTA- ÞJÓÐIN RUGLUÐ í RÍMINU? HER ERU SÝNISHORN ÚR Mikilvirkur rithöfundur af eldri kynslóðinni. Hefur sent frá sér fjölda hóka. Yrkir líka ljóð. Fær kr. 40.000 í skálda- laun. Hundur rithöfundarins tók á móti Jóni Kára mið miklum fagnaðarlátum og lagði lappirnar á axlir hans. Rithöfundurinn var ekki síður vingjarnlegur og kon- an hans gaf honum kók að drekka. Þá var hann búinn að hafa handritið í sólarhring og kvaðst hafa haft mikla ánægju af þyí að lesa það yfir. Hvatti hann Jón Kára til að halda áfram að semja og sagðist þora að ábyrgjast, að næsta vor yrði hann kominn með frambærilega ljóðabók á markaðinn. Hinsveg- ar væri tæplega tímabært að gefa þessi ljóð út. Það væri á- reiðanlegt, að hér væri á ferð- inni mikill og góður efniviður í skáld. Sumstaðar væri þó ekki samræmt nógu vel myndsköpun og form. Fyrstu kvæðin væru yfirleitt betri en þau, sem aftar væru. Hann kvaðst ekkert hafa á móti órímuðum Ijóðum — hann væri sjálfur að yrkja þessháttar ljóð. Aðalatriðið væri að ná til fólksins með kveðskapnum. Hann gagnrýndi ekkert einstök Ijóð sérstaklega. Atómskáld. Hefur fengið birt ljóð eftir sig í þekktum bók- menntatímaritum. Hefur gefið út ljóðabækur. Fær ekki skáldalaun. Jón Kári hitti atómskáldið á Mokkakaffi og talaði við hann um stund. Hann leit á ljóðin þar á staðnum. Hann taldi ráðlegt að bíða með útgáfu, en fara heldur í tímarit. Var annars heldur fáorður. Beztu ljóðin taldi hann: Beljandi, Rot, fs- lenzkt smjör, Sundhallarvörður- ÞOKUM EFTIR JÓN KÁRA inn Svali, Hvernig kvoða?, Stefán bróðir minn, Ljóð, Tvö smáljóð um sýndarmennsku og hroka og Draumur. (Annað atómskáld taldi þau hinsvegar til þeirra allra verstu). Líka fannst honum Blóm gott, Mér er sagt og þau hefðbundnu aftast. LÓMAGNUPUR Yfir sönduni gnæfir gamall risi sem veit ekki ára sinna tal og vegmóður ferðalangur situr á þúfukolli og vettir því fyrir sér hvort þessi vinalegi liöfðingi þekki fjöllin þekki fljótin þekki fjörusteina og fimbulliraun sent um þúsundir ára hafa sofið. Þarna labbar Hannes heim til sín. Þrátt fyrir vinda og veðragný virðist risinn aldrei kveinka scr nema síður sé. Spúandi eldtungur úr iðrum jarðar liafa ekki stuggað við ró gamla höfðingjans. En stendur jtetta fjall um eilifð? Er því ekki storkað af menningunni? Þessum stóra glæp sem stuðlaberg ekki skilur. Megnar þú, maður, að mölva niður meitlað berg? Megnar þú, maður, að misþyrma móður náttúru? Megnar j)ú, maður, að murka líf úr minnisvarða jarðar? Hannes minn. Jæja góði. Þú sérð ekki þinn Lómagnúp á morgun. BELJANDI Úr holskeflum heimskunnar steig handvana dýr blóðrisa eftir glímuna við Guðinn og úr kverkum þess heyrðist kynlegt væl eins og niðurbælt óp flekkaðrar meyjar. Það lagðist flatt í fjöruna og fálmaði eftir nokkrum steinum. En það er liált við strendur minningarinnar og enginn sinnir þeim sem að landi rekur. Því leggst þetta dýr milli tveggja steina blóðrisa eftir glimuna við Guðinn. Ef þú gengur um fjörur landsins týnda gefur þar að líta náhvít bein. Fáir vita að glíman við Guðinn á sér aðeins einn endi. Það velkjast margir í beljandi brimgarðinum við landið týnda. JQ _ VIKAN 27. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.