Vikan


Vikan - 04.07.1963, Blaðsíða 19

Vikan - 04.07.1963, Blaðsíða 19
Ný framhaldssaga álíka atburðir hefðu átt sér stað áður.“ „Nokkrum sinnum. Harriet þráir að komast í hjónabandið. Mig tekur það sárt að verða að segja nei við þessum ráðahag. Hún bindur svo miklar vonir við giftinguna. En þetta hjónaband myndi ekki endast í sex mánuði ... Eða kannski væri réttara að segja, að það myndi endast í sex mánuði — rétt nógu lengi fyrir hann til þess að klófesta peningana hennar.“ Hann studdi annarri hendinni undir kinn, og gaut á mig augunum, en annað augað var var hálflokað af þrýst- ingi handarinnar. „Án efa sagði konan mín yður, að það eru fjár- fúlgur með í spilinu?“ „Hún minntist ekkert á hve mikið.“ „Systir mín heitin, Ada, lagði um hálfa milljón dollara inn á banka fyrir Harriet. Hún fær full yfirráð yfir þessum peningum á næsta afmælisdegi sínum. Svo fær hún sennilega helmingi meira, þegar ég . . . fell frá.“ Hann varð miður sín við til- hugsunina um sitt eigið andlát, en þær tilfinningar breyttust skjótt í reiði. Hann teygði sig fram, og sló hnefanum svo fast í skrifborðið mitt, að blekbyttan hoppaði hátt í loft. „Það skal enginn þjófur komast með kruml- urnar í þá peninga!“ „Þér virðist alveg viss um, að Burke Damis sé þjófur?" „Ég er mannþekkjari, herra Archer. Ef við getum aðeins forðað Harriet frá allri fljót- færni, þá er ég viss um, að hún sér í gegn um hann, alveg eins og ég. Og þér getið hjálpað mér með því að finna sönnunargögnin á hendur honum.“ „Ef þau eru þá fyrir hendi. Ég mun ekki taka að mér að búa til nein sönnunargögn, né velja úr þau, sem henta tilgangi yðar. Ég er reiðubúinn að gera rann- sókn á málinu, með því skilyrði, að það sem kemur fram, verði látið ráða.“ Hann reyndi að hvessa á mig augunum. Hann notaði andlit sitt eins og leikari, gerði auga- brúnirnar ægilegar, og augun að hárbeittum örvaroddum, sem skutust á mig milli hálfluktra augnalokanna. En hann varð þreyttur á leiknum. Hann þarfn- aðist aðstoðar minnar. „Vitanlega," sagði hann. „Ég hafði aðeins í huga réttláta, hleypidómalausa rannsókn. Ef yður hefur dottið eitthvað ann- að í hug, þá er það alrangt. Þér verðið að hafa það hugfast, að mér þykir mjög vænt um dóttur mína.“ „Það væri ekki úr vegi, að þér gæfuð mér svolítið meiri upplýsingar um hana. Hvað er langt síðan hún kom til baka frá Mexicó?“ „Rétt um það bil vika.“ „I dag er seytjándi júlí. Mynd- uð þér segja, að hún hafi komið þann tíunda?“ „Við skulum sjá. Það var á mánudegi. Jú, hún flaug til baka með honum á mánudegi tíunda júlí. Ég tók á móti þeim á flug- vellinum, og við borðuðum há- degisverð saman. Hann talaði mikið um málaralist, stefnur og þess háttar. Harriet hlustaði hug- fangin. Ég hreyfst ekki vitund. En það var þó ekki fyrr en í annað skipti sem við hittumst, að grunsemdir mínar vöknuðu fyrir alvöru. Hann kom í kvöld- verðarboð hjá okkur á laugar- dagskvöldið, og kom mjög rudda- lega fram við borðið. Ég minnt- ist aðeins á það, að Blackwell- nafnið næði þrjár aldir aftur í tímann, alla leið aftur í Massa- chusetts-nýlenduna. Damis til- kynnti, að sér leiddist allar ætt- artölur. Ég sagði, að ef svo væri myndi honum án efa leiðast sem tengdasonur minn, og hann sam- sinnti því. „Stundu seinna kom ég kauða að óvörum inni í svefnherberg- inu mínu. Hann tók sér það bessaleyfi, að grandskoða fata- skápfnn minn. Ég spurði hann hvað hann væri að gera. Hann svaraði reigingslega, að hann væri að rannsaka hvernig brodd- borgarar byggju af fatnaði. Ég sagði honum, að slíkt myndi hann aldrei vitnast um hjá mér né neinum í minni fjölskyldu. Ég hreint og beint rak hann út, og skipaði honum um leið að hypja sig burt úr húsinu mínu, sem hann býr í. En Harriet kom æðandi inn rétt í því, og fékk mig til þess að draga orð mín til baka.“ „Býr Damis í húsi, sem þér eigið?“ „Um stundarsakir. Harriet sárbað mig um það strax fyrsta daginn. Hann vantaði stað til þess að mála í, sagði hún, og ég samþykkti að lána honum strandbústaðinn minn. Þessi ná- ungi hefur hana algjörlega á sínu valdi. Hún sagði það á laugar- daginn, að ef í hart færi milli mín og Damis, þá myndi hún fara með honum. Jafnvel þótt ég gerði hana arflausa.“ „Kom það til tals, að gera hana arflausa?" „Ég fitjaði upp á því. Því er nú ver og miður að ég hef ekki yfirráð yfir peningunum, sem hún fær frá föðursystur sinni. Ada hefði átt að skipa mig sem fjárhaldsmann hennar.“ Ég hafði mínar efasemdir við- vikjandi síðustu orðum hans. Blackwell var leiður, lífsþreytt- ur maður, gjörsamlega sneyddur öllum hæfileikum til þess að drottna yfir lífi annarra. En því leiðari og lífsþreyttari sem þeir eru, því meira þrá þeir að vera almáttugir. Þeir, sem verst eru haldnir, trúa jafnvel að þeir séu það. ,,í sambandi við peningahliðina . . .“ sagði ég. Við ræddum um laun mín fyr- ir verkið, og hann greiddi mér tvö hundruð dollara fyrirfram, og gaf mér heimilisfang sitt i Bel Air, og á strandbústaðnum við Malibu. Hann lét mér einnig í té lykil að strandhúsinu, sem hann tók af lyklakippu sinni. Bústaðurinn stóð í afskekktu landsvæði norður af Malibu. Langt fyrir neðan aðalveginn stóðu tólf eða fimmtán hús í hnapp, eins og til sameiginlegrar varnar gegn sjónum. Ég ók yfir járnbrautarteinana og niður holóttan, malbikaðan stíg, sem skyndilega endaði í litlu torgi. Öðrum bilum hafði verið lagt þarna við hvítt grind- verkið, sem girti af síðustu brekkuna niður á ströndina. Nafn Harriet Blackwell var fest við stýrisstöng eins þeirra, sem var grænn Buick Special. Ég fann húsið, sem ég leitaði að, grátt steinhús með háu risi, og bankaði á veðurbarða hurð- ina. Karlmannsrödd svaraði að innan í nöldurtón: „Hver er það?“ „Nafn mitt er Archer. Ég var sendur hingað til þess að líta á húsið.“ „Hvað er að húsinu?“ sagði hann, um leið og hann opnaði dyrnar alveg. „Ekkert, vona ég. Ég er að hugsa um að taka það á leigu.“ „Einmitt, sendi karlinn þig hingað niður eftir?“ „Karlinn?" „Blackwell höfuðsmaður." — Hann kvað sterkt að nafninu eins og til þess að ég missti ekki af nokkru atkvæði. „Hann á kof- ann.“ „Ég þekki hann ekki,“ laug ég til. „Það var húsnæðismiðl- unarskrifstofa, sem benti mér á þennan stað. Þeir sögðu mér ekki, að það væri búið í húsinu. Mér þykir leitt að trufla yður herra ... ?“ „Damis. Burke Damis.“ Hann var linmæltur á nafninu, rétt eins og hann skammaðist sín fyrir það, eða væri óvanur að segja það. Hann stóð í miðri dyragættinni, og svart hárið féll niður um enni hans, og augna- ráðið bjó yfir tilfinningasemi, ei- lítið fjarrænt. Fljótt á litið virt- ist hann vera eins og drengur, sem reynir að þykjast óafvitandi þess, hvað hann er laglegur. Drengur var samt ekki rétta orð- ið. Ég giskaði á, að hann væri um þrítugt, og hefði séð hitt og þetta af lífinu. Hann var með blauta máln- ingu á höndunum. Andlit hans, gallabuxur, meira að segja berir fætur hans, voru útataðir í máln- ingarslettum. „Sennilega er höfuðsmaðurinn í fullum rétti sínum, ef út í þá sálma er farið. Ég er að flytja út einhvern næstu daga.“ Hann leit niður á litaðar hendur sínar, og hreyfði fingurna. „Ég verð hér aðeins þangað til ég lýk við að mála.“ „Eruð þér að mála húsið?“ Hann leit á mig með hálfgerð- um fyrirlitningarsvip. „Ég er að mála mynd, amigo.“ „Ég skil. Þér eruð listamaður.“ „Ég reyni við það. Það er bezt að þú komir inn og litist um, fyrst þú ert kominn hingað. Hvað sagðirðu aftur að nafnið væri?“ „Archer. Þetta er mjög vin- gjarnlegt af yður.“ „Það þýðir lítið fyrir betlara að setja sig á háan hest.“ Það var eins og hann væri að minna sjálfan sig á, að hann var óvel- kominn gestur þarna. Hann vék til hliðar, og hleypti mér inn í aðalherbergið. Fyrir utan eldhúskrók, sem var til vinstri handar, tók þetta her- bergi yfir alla efri hæð hússins. Þarna var hátt til lofts og vítt til veggja, loftið búið þykkum bitum, og gólfið úr eik, sem auð- sjáanlega var nýbúið að lakka. Á hægri hönd, þegar gengið var inn, sá í hringstiga, sem lá nið- ur á neðri hæð hússins. í fjarri enda hússins, sjávar- megin, innan við rennihurðir úr gleri, stóðu málaratrönur á út- sléttum segldúk. „Þetta er skemmtilegt hús,“ sagði ungi maðurinn. „Hvað vilja þeir fá í leigu?“ „Fimmhundruð dollara fyrir ágústmánuð." Hann blístraði. „Er það ekki jafnmikið og þér hafið borgað?“ „Ég hef ekki borgað neitt. Nada. Ég er gestur eigandans." Hið snögga glott hans varð að sársaukagrettu. „Ef þú vilt hafa mig afsakaðan, þá ætla ég að snúa mér að vinnu minni aftur. Skoðaðu þig um. Þú truflar mig ekki.“ Hann gekk aftur inn eftir endilöngu herberginu, og stillti sér upp fyrir framan trönurnar. Mér kom kurteisi hans algerlega á óvart. Blackwell höfuðsmaður hafði gefið mér allt aðrar hug- myndir um manninn. Ég gekk inn í eldhúskrókinn. Allt var tandurhreint og snyrti- legt, og allt nauðsynlegt virtist vera til í skápnum. Það virtist Framhald á bls. 47. VIKAN 27. tbl. — JQ

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.