Vikan


Vikan - 04.07.1963, Blaðsíða 35

Vikan - 04.07.1963, Blaðsíða 35
þú ferð. Líf mitt er þjónn þinn, barn þitt og þræll. Líf mitt er eign þín út yfir gröf og dauða“. Dyrnar opnuðust og lokuðust. Ian stóð við gluggann fyrir fram an hana með hendur í vösum. Hann minntist ekkert á lagið, sem hún var að syngja, og virtist svo sjálfum sér líkur, að eitt andartak óttaðist hún, að hann hefði ekkert dreymt um nóttina. „Ég vonaði, að þú yrðir ein inni,“ sagði hann. „Ég komst ekki fyrr; það var svo margt að gera. Hvernig líður þér?“ „Ég er svo ringluð. En þú?“ „Ég líka.“ Hún leit eftirvæntingarfull á hann. Mundi hann það? „Hversu langt er lífið?“ spurði hún lágt. Þá ljómaði andlit hans, og hann rétti úr sér. Nú var hann miklu líkari manninum á málverkinu: hamingjusamur og öruggur, allri feimni blásið á brott, og hann svaraði henni með sigurgleði: „Maður, sem lifir hér, er eins og rithöfundur að skrifa bók. Ef til vill hættir hann um stundarsakir eftir nokkra kafla, en hann kem- ur aftur og heldur áfram, þangað til bókinni er lokið.“ „Og heldurðu, að við komum aftur og aftur hingað til dalsins okkar, þangað til við erum búin að byggja hér paradís á jörðu? Ó, en Kinmohr hlýtur að verða ósköp leitt á okkur!“ „Nei, við tilheyrum því, og það verður ekki leitt á börnunum sín- um.“ Judy hló og dansaði um gólfið í gleði sinni. „Við þurfum ekki að fara lengra," sagði hún. „Við munum það bæði.“ „Auðvitað. Við erum sama fólkið. Við héldum, að þetta væri ásókn. hinna framliðnu, en það var rangt. Við erum hinir fram- liðnu.“ „Nei, við erum hinir lifandi. Það eru engir framliðnir menn til.“ „Geturðu sagt mér, hvað kom fyrir þig í nótt?“ spurði Ian. „Já. Ég endurlifði hluta af lífi mínu hér fyrir rúmum tvö hundr- uð árum.“ „Nákvæmlega það sama kom fyrir mig.“ „Hvernig byrjaði það hjá þér?“ Ian brosti. „Það byrjaði, þegar ég var kominn upp í herbergið mitt í kránni. Allt í einu — ég man ,að ég stóð eins og stein- runninn, mér brá svo mikið — virtist mér ég standa fyrir utan sjálfan mig, laus úr fjötrum tím- ans. Ég horfði aftur í fortíðina, og um nóttina endurlifði ég allt, sem gerðist fyrir tveim öldum.“ „Ég líka.“ Hún gekk að honum og horfði fast í augu hans. „Þú vissir, að það var ég, sem skaut þig?“ „Já. 'f viðvörunarskyni." „Þess vegna hafði miðglugginn svona hræðileg áhrif á mig. Ég hélt, að ég yrði sturluð af harmi ... En nú skil ég, hvernig í öllu liggur, og þá líður mér ekki leng- ur illa ... Og við skulum opna miðgluggann aftur.“ Hún þaut í faðm hans og hjúfr- aði sig fast að honum. f seinasta sinn greip gamla skelfingin hana. „Ég ætlaði ekki að gera það, Ian, ég ætlaði ekki að gera það,“ hvíslaði hún. „Kjáninn þinn! Það er löngu liðið ... Hugsaðu heldur um framtíðina, sem bíður okkar, björt og heillandi." Hann hló og faðmaði hana ást- úðlega. Og í styrkum örmum hans skynjaði hún ósigrandi mátt ástarinnar, er varað hafði um ótaldar aldir og teygði hendur sínar inn í ókomna framtíð ... Hún andvarpaði af sælu og dásamlegri öryggiskennd. Þau höfðu sigrazt á myrkrinu og erf- iðleikunum. Nú voru þau aftur saman, og framtíðin beið þeirra, lokkandi og full af fögrum von- um. Ben Caorach gnæfði við himin fyrir utan gluggann, og hún horfði á slóðina, sem hvarf sjón- um hennar í fjarska. Drauma- landið beið þeirra. Sæluríkið, sem þau þráðu í fortíðinni, Utópía ... „Við eigum eftir að sigra, Ian!“ hrópaði hún himinlifandi. „Við munum hrinda hugsjónum okkar í framkvæmd.“ „Já,“ svaraði hann. Síðan brosti hann og laut nið- ur að henni. „Judith, þú ert sólin og tunglið og stjörnurnar yfir dalnum, kertið og hlýr loginn í hjarta þess.“ Angus, sem stóð á hleri við skráargatið, blygðunarlaus og sæll í sinni, dró sig nú í hlé. Það veitti víst ekki af að fara að fægja silfrið ... Endir. Dægur óttans. Framhald af bls. 29. ann, því að það er helzt hægt að anda niðri við gólfið og tröpp- urnar.“ En allt virtist um seinan, því að þegar þau þumlunguðust nið- ur, sá hún eldsbjarma fyrir neð- an sig. Eldurinn var kominn neðst í stigann, svo að undan- komuleiðin virtist lokuð. Þá fann hún allt í einu, að vatn lék um þau, vatnsmúrinn, sem slökkvi- liðsforinginn hafði sagt mönnum sínum að mynda, svo að þau ættu afturkvæmt út úr húsinu. Svo hrundi stiginn undir þeim, en slökkviliðsmenn voru fyrir neðan reiðubúnir til að grípa þau og bera út, þar sem þau voru lögð á gangstéttina. Um leið sortnaði Catherine fyrir augum. Þegar hún opnaði þau aftur, vissi hún, að hún hafði aðeins fallið í öngvit, og nú sá hún, að einn af aðstoðarlæknum Martins Ash laut ofan að börum, sem gamli maðurinn hafði verið lagð- ur á. VXKAN 27. tbl. — gjj herraföt buxur jakkar peysur frakkar skyrtur

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.