Vikan


Vikan - 04.07.1963, Blaðsíða 16

Vikan - 04.07.1963, Blaðsíða 16
gi Iliifc ém0i glliii É|| ';i handleggnum, og reyndi að snerta sem minnst af stólbríkinni. „Ég geri ráð fyrir, 'að hingað- koma mín geti litið svolítið ein- kennilega út. Þér megið ekki ímynda yður, að manninum mín- um og mér komi ekki vel saman. Það er ekki það. Ekki í aðalat- riðum að minnsta kosti. Mér finnst það bara svo hræðilega eyðileggjandi, sem hann hefur í hyggju að gera.“ „Hann gaf mér engar útskýr ingar, þegar hann hringdi í mig. Er það skilnaður, sem hann hef- ur í huga?“ „Drottinn minn dýri, nei. Það eru engir þess háttar erfiðleikar í hjónabandi okkar.“ Mér fannst hún ef til vill leggja of mikla áherzlu á þessi síðustu orð. „Það er dóttir mannsins míns, sem ég ber umhyggju fyrir — sem við berum bæði umhyggju fyrir.“ „Stjúpdóttir yðar?“ „Já, jafnvel þótt mér hafi aldrei líkað það orð. Ég hef reynt að vera henni meira og betri, heldur en hin alræmda stjúp- móðir. Því miður kom Harriet mjög seint undir minn handar- jaðar, og það hefur ekki verið margt, sem ég hef getað gert fyrir hana til þess að gera henni lífið bærilegra. Hún er orðin fullorð- in, og hefur sínar grunsemdir í minn garð.“ „Af hverju?“ „Það verður alltaf þannig, þeg- ar menn giftast í annað sinn. Það hefur alltaf verið mjög náið sam- band á milli Harriet og föður hennar. Ég náði alltaf betur til hennar áður en ég giftist honum.“ Hún hreyfði sig, vandræðalega. „Ég kemst ekki að efninu, og það er von á Mark hingað eftir nokkr- ar mínútur.“ Ég bauð henni sígarettu, en hún afþakkaði, og fékk ég mér þá eina sjálfur. „Hef ég rangt fyrir mér, ef ég álykta, að þér séuð hrædd við hann?“ „Algerlega rangt,“ sagði hún, ákveðinni röddu, en hún virtist vera í vandræðum með að halda áfram. „Það, sem ég er helzt hrædd við, er að bregðast hon- Framhald á bls. 18. ROSS MACDONALD Eins og til þess að undir- strika athugasemd heyrðist karlmannleg rödd byrsta sig í fremri skrifstofunni. Ég þekkti röddina aftur frá símtalinu. Blackwell höfuðsmaður kallaði í gegn um skyggða rúðuna í hurðinni: „Isobel, ert þú þarna inni?“ Hún sat í biðstofunni minni, þegar ég kom frá því >að fá mér morgunkaffi. Hún var á aldur við mig, og það var auðséð, að undir vel snyrtu andlitinu bjó sterkur persónuleiki. Það brá fyrir mæðubliki í augum hennar. Þetta voru augu, sem einhvern tíma höfðu komizt í kynni við sorg, og mér virtist, fljótt á litið, að hún væri í þann veginn að endurnýja þann kunningsskap. „Ég er frú Blackwell,“ sagði hún. „Þér hljótið að vera herra Archer.“ Ég staðfesti, að sá væri mað- urinn. „Maðurinn minn á að mæta hjá yður hér eftir um það bil hálf- tíma eða svo.“ Hún leit á arm- bandsúrið sitt, sem var alsett demöntum og eðalsteinum. „Ná- kvæmlega tuttugu og fimm mín- útur héðan frá að telja. Ég er búin að bíða eftir yður góða stund.“ „Mér þykir það leitt. Ég átti ekki von á þessari ánægjulegu heimsókn. Blackwell höfuðsmað- ur er eini viðskiptavinurinn, sem ég á von á fyrir hádegi.“ „Gott. Þá getum við talað saman.“ Það var ekki beint hægt að segja, að hún reyndi að nota sér töfra sína. Töfrar hennar voru bara þarna, henni ósjálfráðir. Ég vísaði henni gegn um dyrnar merktar „einkaskrifstofa“ inn í skrifstofu mína, þar sem ég dró fram stól handa henni. Hún sat teinrétt í stólnum, með svart leðurveskið undir

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.