Vikan


Vikan - 04.07.1963, Blaðsíða 18

Vikan - 04.07.1963, Blaðsíða 18
HNAPPURINN um. Mark þarfnast þess, að geta treyst mér fullkomlega. Ég gæti ekki hugsað mér að gera neitt á bak við hann.“ „En samt eruð þér hér?“?“ „Já, hér er ég.“ „Og þá erum við komin aftur að byrjuninni, hvers vegna?“ „Ég skal vera fullkomlega hreinskilin við yður. Herra Arc- her, mér líkar alls ekki við ásetn- ing mannsins míns. Leyfið Harriet að giftast manninum, ef hún endilega vill. En Mark lítur allt öðrum augum á þetta mál. Hann er alveg staðákveðinn í því, að ekkert verði úr þessum ráðahag, og ég er hrædd um, að hann geri einhverja hræðilega hluti í þeim tilgangi.“ „Og ég er einn af þessum hræðilegu hlutum?“ „Þér eruð einn þátturinn í áætluninni. Það hefur einnig ver- ið minnzt á hnútasvipur og byss- ur.“ Hún flýtti sér að bæta við: „Ekki það, að ég taki allt alvar- lega, sem hann segir.“ „Ég tek það alltaf alvarlega, þegar talað er um skotvopn. Hvernig barst talið að byssum?" „Fyrir um það bil fimm vik- um fór Harriet til Mexico. Ástæð- an, sem hún bar fyrir, var að heimsækja móður sína, sem býr í Lake Chapala, og til þess að vinna að málverkum. En í raun og veru kemur þeim mæðgunum ekkert sérlega vel saman, og hvað viðvíkur listahæfileikum hennar, þá eru þeir satt að segja ekki túskildings virði. Ég held, að aðal tilgangur ferðarinnar til Lake Chapala, hafi verið að kló- festa karlmann. Til allrar ham- ingju fyrir hana, fyrir okkur öll, þá var þessi veiðiaðferð árang- ursrík. Hún fann sér vin, og kom með hann til baka, bráðlifandi.“ „Hefur þessi lifandi bráð nokk- uð nafn?“ „Hann heitir Burke Damis. Hann er ungur listmálari. Þrátt fyrir það, að hann sé enginn hefð- armaður, — maðurinn minn legg- ur svo mikið upp úr hefðar- mennskunni, — þá er hann mjög viðkunnanlegur, og það er ekki að villast um listahæfileika hans. Þeir eru að miklum mun meiri en hjá Harriet, og hún gerir sér fullkomlega grein fyrir því. Nú, hvað sem því líður, þá kemur Harriet til með að hafa nóga peninga fyrir þau bæði, og með hæfileikum hans og . . . lífsþrótti og peningana hennkr og hollustu, þá myndi ég vilja halda fram, að þarna væri mjög góður grund- völlur fyrir giftingu." „Þér sögðuð, að hún myndi hafa nóga peninga.“ „Mjög mikið, og mjög fljótlega. Ein af frænkum hennar arfleiddi hana að álitlegri fúlgu, sem hún fær yfirráð yfir, þegar hún verð- ur tuttugu og fimm ára.“ „Hve gömul er hún núna?“ „Tuttugu og fjögurra. Nógu gömul til þess að losna undan yfirdrottnun Marks ...“ Hún þagnaði, eins og tilfinningarnar hefðu hlaupið með hana í gönur. Ég leitaði fyrir mér: „Yfir- drottnun er nokkuð sterkt orð, finnst yður það ekki?“ „Ég missti það út úr mér óvart. Það var alls ekki ætlun mín, að rægja manninn minn á bak. Hann er góður maður á sína vísu, en eins og mörgum karlmönnum, hættir honum til þess að láta til- finnihgasemina ráða gerðum sín- um. Þetta er svo sem ekki í fyrsta sinn, sem hann reynir að stía karlmanni frá Harriet. Hon- um hefur alltaf tekizt það áður. Ef honum tekst í þetta skipti, þá er ég hrædd um, að við sitjum uppi með niðurbrotna dóttur. Harriet er svo auðsærð, og Mark getur verið svo grófur, stundum." Eins og til þess að undirstrika þessa síðustu athugasemd, heyrð- ist karlmannleg rödd byrsta sig í fremri skrifstofunni. Ég þekkti röddina aftur frá símtalinu. Blackwell höfðsmaður kallaði í gegn um skyggða rúðuna í hurð- inni: „Isobel, ert þú þarna inni?“ Hún stökk upp af stólnum, eins og eldingu hefði lostið niður við hlið hennar, og það ekki í fyrsta sinn. Síðan reyndi hún að gera eins lítið úr sér og hún gat. Maður hennar var eitthvað að eiga við hurðina, og sást hann óljóst í gegnum glerið. „Ekki vissi ég hvað ég átti að halda, þegar ég sá bílinn þinn á stæðinu hérna fyrir utan, Isobel?“ Hún svaraði honum ekki. Hún færði sig út að glugganum, og horfði niður á Sunset Boulevard í gegnum hansagluggatjöldin. Hún virtist mjög grönn og lítil- sigld, þar sem hún stóð þarna, og skuggarendurnar af glugga- tjaldinu féll á hana. Hún vakti hjá mér einhverja vemdaratil- finningu. Ég lauk upp hurðinni eins lítið og ég gat, skáskaut mér útfyrir, og lokaði á eftir mér. Þetta var í fyrsta skipti, sem ég stóð augliti til auglits við Blackwell höfuðsmann. Eina skiptið, sem ég hafði talað við hann áður, var þegar hann hringdi til mín. Ég hafði leitað mér upplýsinga um hann strax á eftir, og komizt að raun um, að hann var ósköp venjulegur herforingi, sem var kominn á eftirlaun eftir viðburðasnauða herþjónustu. Hann var nokkuð hávaxinn, og var auðséð, að hann barðist von- lítilli baráttu við ellimörkin, sem voru að byrja að segja til sín. Sólbrennt andlit hans stakk mjög í stúf við hvítt hárið. Augabrún- irnar voru eftirtektarverðasta einkenni hans. Andstætt hári hans voru þær kolsvartar, og runnu saman í eina stóra auga- brún, sem myndaði eins og jám- ramma fyrir neðan enni hans. Þar fyrir neðan bar að líta flökt- andi augnaráð, og vakti það undrun mína. Hann reyndi að dylja fátið, sem á honum var, með því að hálf- öskra á mig: „Ég vil fá að vita hvað eiginleSa gengur á þarna inni. Konan mín er þarna inni, er ekki svo?“ Dyrnar að innri skrifstofunni opnuðust. Frú Blackwell virtist hafa náð jafnvægi sínu aftur. „Ég verð að biðja yður inni- lega afsökunar, fyrir hönd okk- ar beggja. Ég veit, að ég hefði ekki átt að koma hingað. Það gerir aðstöðu yðar heldur ein- kennilega.“ „Ég er vanur því að vera í ein- kennilegri aðstöðu, og ég verð að segja, að mér þykir heldur gaman að því en hitt.“ „Þakka yður fyrir, þér eruð mjög almennilegur." Reiðisvipurinn var runninn af andliti höfuðsmannsins, og vand- ræðasvipur kominn í staðinn. Augnaráð hans var sært, eins og honum fyndist kona sín hafa sýnt sér lítilsvirðingu, með því að tala vingjarnlega við mig. Hann reyndi að dylja þessar til- finningar með breiðu vandræða- legu brosi. „Eigum við ekki að byrja aftur í lægri tóntegund?" spurði hann. „Lægri tóntegund myndi henta mun betur fyrir mig, höfuðs- maður.“ „Gott.“ Það virtist hafa góð áhrif á hann, að vera titlaður með her- tigninni. Hann renndi augunum rannsakandi um skrifstofuna mína, rétt eins og hann hefði í huga að endurskipuleggja hana. Síðan leit hann á mig, sams kon- ar augnaráði, og sagði: „Ég sé yður fljótlega aftur hér á skrif- stofunni. Fyrst ætla ég að fylgja konunni minni út í bíl.“ „Það er alveg óþarfi, Mark. Ég get alveg ...“ „Ég krefst þess.“ Hann bauð henni arminn. Hún tók undir handlegg hans og strunsaði út. Einhvern veginn hafði ég á tilfinningunni að það væri hún, sem styddi hann, þótt hann væri mikið stærri vexti. Ég kunni vel við Isobel Black- well, en samt vonaði ég, að mað- ur hennar kæmi ekki aftur inn. Ekki varð mér að ósk minni. Hann kom til baka, og virtist fulikomlega rólegur. Hann sett- ist stirðlega í stólinn, þar sem kona hans hafði setið áður. „Ég veit, að þér getið ekki ímyndað yður, hvað á mig er lagt í lífinu,“ sagði hann. „Þegar tvær konur sameinast um að ...“ Hann hætti í miðjum kliðum, og ákvað að ljúka ekki setningunni. „Kona yðar var að enda við að segja mér, hvað á yður er lagt. Mér skilst, að ykkur komi ekki fullkomlega saman um tengdasoninn tilvonandi.“ „Burke Damis er ekki tilvon- andi tengdasonur minn. Ég er staðráðinn í því, að ekkert verð- ur úr þessum ráðahag.“ „Af hverju ekki?“ „Ég hef grun um, að hann sé einn af þéssum mönnum, sem gera það að ævistarfi sínu að giftast örvæntingarfullu kven- fólki.“ „Hafa þessar grunsemdir yðar við einhver rök að styðjast?“ „Sannanirnar eru í andliti hans, í fasi hans, og í sambandi hans við dóttur mína. Harriet býður honum allt — peninga sína, ást sína, og svo lítur hún alls ekki svo illa út heldur. Dam- is á ekkert, og býður því ekki upp á neitt. Hann þykist vera listamaður, en enginn virðist hafa heyrt neitt um Burke Dam- is. Ég er þegar búinn að spyrj- ast fyrir um hann.“ „Hve nókvæmar voru þær f yrirgrennslanir? “ „Ég spurði mann á listasafn- inu. Hann veit allt um unga mál- ara í nútímalist, og hann hafði aldrei heyrt nafnið Burke Damis. Já, ég held meira segja að þetta sé alls ekki hans rétta nafn, bara eitthvað nafn, sem hann hefur gripið úr lausu lofti. Þegar ég spurði hann um fortíð hans, reyndi hann að eyða talinu, eða breyta um umræðuefni. Hann þykist vera munaðarleysingi, og segist ekki eiga neina ættingja á lífi.“ „Það kann vel að vera, að svo sé. Fátækir listamenn verða oft hörundssárir, þegar þeir eru teknir í yfirheyrslu.“ „Hann er enginn listamaður, og ég yfirheyrði hann alls ekki. Þar að auki held ég að hann eigi ekki til tilfinningasemi frekar en villi- svín.“ „Það virðist sem svo, að ég geti lítið lagt til málanna, höf- uðsmaður.“ Hann hallaði sér aftur á bak í stólnum, og strauk hendinni yfir höfuð sér. Hann gætti þess vandlega að róta ekki liðunum, sem auðsjáanlega voru lagðir í hvítt hárið af mikilli umhyggju. „Þér gefið fyllilega í skyn, að yður finnist ég ekki taka rétta afstöðu í þessu vandamáli. Ég fullvissa yður um, að svo er ekki. Staðreyndin er sú, að dóttir mín, sem ég ann mjög mikið, er hálf- gerður kjáni í ástamálum.“ „Kona yðar minntist eitthvað á,“ sagði ég varfærnislega, „að Jg — VXKAN 27. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.