Vikan


Vikan - 04.07.1963, Blaðsíða 25

Vikan - 04.07.1963, Blaðsíða 25
Hann var viti sínu fjær vegna þess að honum fannst, að nágrannar hans hefðu fyllt íbúðina hans af sýklum. að hún sé með í sainsærinu. Slík hug myndabrengl eru kölluð ofsóknarbrjál- æði og geta verið einkenni á flestum geðsjúkdómum. Suavitil hefur engin áhrif á það. Af þvi, sem hér hefur verið sagt, er ljóst, að fólk, sem heldur að það sé geðveikt er það ekki. Tilraunir við að finna áhrifaríkar töflur gegn óttatilfinningu liófust 1952 á rannsóknarstofum Medicinalos lyfjagerðarinnar. Hópur vísindamanna, efna- fræðingar, lyf jafræðingar, sálfræðingar og geðveikralæknar, gekk að þvi með oddi og egg að gera átak á móti taugaveikluninni, þessum algengasta sjúlí- dómi nútimans. Að vísu höfðu áður verið notaðar sálgreiningar, en það eru þriggja stund- arf jórðunga langar viðræður milli læknis og sjúklings í 20—50 skipti, og gefa þær góða raun. En það liggur i augum uppi að það eru dýrar og erfiðar að- ferðir, þar sem hver læknir getur aðeins liaft fáa sjúklinga. Þar að auki voru líka notuð meðul við ákveðnar kringuinstæður, en það voru aðallega svefn- meðul, sem deyfa og gera sjúklingana oft og tíðum liáða meðölunum, svo þeir geta ekki án þeirra verið og endaði það oft með þvi, að þeir urðu algjörir ræflar líkt og morfínneytendur. Það var þvi eklci seinna vænna að vísindamennirnir liæfust handa. Það voru 60 efni, sem voru tekin til rannsóknar, og reyndust livert á fætur öðru ónot- hæf, þar til aðeins voru eftir hvítir kristallar, beiskir á bragðið, sem leyst- ust upp í vatni. Þetta var benzilsyre-diæthylaminoæthylesterhydroklorid. En þar sem þetta er fremur óliandhægt nafn voru töflurnar kallaðar Suavitil. Þetta er ekki nýtt efni. Það hefur þekkzt síðan 1935. Það er notað við þarmakrampa, en tekið aftur úr notkun vegna þess að það hafði óheppileg áhrif að ýmsu öðru leyti. Engum hafði liugkvæmzt að nota það gegn hræðslu. Nú er konúð í veg fyrir liin óheppilegu áhrif með því að gefa minni skannnt. Það hafa verið gerðar tilraunir, meðal annars, á u. þ. b. 600 sjúklingum á geðveikisdeildum sjúlcrahúsa á Norðurlöndum. Það hefur komið í ljós, að 50—80% sjúklinganna hafa gagn af Suavitil. En það eru aðeins sjúklingar með taugaveildun, sem meðalið hefur áhrif á — við geðveiki gagnar það ekki og heldur ekki við móðursýki. Meðal sjúklinganna, sem reyndu meðahð, var 27 ára gömul hár- greiðslukona, sem í nokkur ár hafði þjáðst af magnaðri en óljósri hræðslu- tilfinningu. Hún fór eftir vissum reglum með allar sinar athafnir, því henni fannst hún verða að hafa ná- kvæma stundaskrá fyrir daginn til að vera viss um að gera allt rétt. En þrátt fyrir það varð liún alltaf að vera að hugsa aftur í tímann og rifja upp fyrir sér, livort liún liefði gert allt á réttan liátt fyrr um daginn. Þetta varð til þess, að hún gat aldrei setið róleg, t. d. í kvikmyndaliúsi eða í veizlum. Henni fannst liún sí- felit verða að standa upp og hlaupa út. Þetta var að eyðileggja líf hennar. Hún fékk 6 Suavitiltöflur á dag, og eftir stuttan tíma sagði hún við lækn- irinn: „Ég Iief það blátt áfram yndis- legt!“ Meðan á lækningunni stendur lief- ur sjúklingurinn það á tilfinning- unni, að það rísi veggur upp á milli hans og vandamálanna. Vandamálin eru enn fyrir hendi, en þau þvinga Ennþá liggur það í landi, að huglægir sjúkdómar séu eitthvað til að skammast sín fyrir. Það er ógjarna minnzt á slíka sjúkdóma við menn, sem orðnir eru albata af þeim. Þrátt fyrir fordóma hafa verið stigin merkileg skref til að draga úr og lækna þessa erfiðu kvilla. hann ekki lengur. Þannig áhrif hafði meðalið á mann, sem ekki hafði get- að sofið i 12 ár, nema hafa ljós hjá sér. Hann hafði óljósan beyg af þvi, að í skotunum kynni að leynast fóllv, sem vildi honum illt. Suavitil varð til þess að slökkva ljósið. Aðrir verða oft fyrr varir við bat- ann en sjúklingurinn sjálfur. 1 byrj- un vilja margir sjúklingar ekki við- urkenna hann. Þeir finna ekki bein áhrif af meðalinu, en þó eru margir, sem spyrja lækninn, hvort nú sé ekki kominn tími til að hætta að taka Suavitil, því þeim finnist þeir Framhald á bls. 43. VIKAN 27. tbl. — 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.