Vikan


Vikan - 04.07.1963, Blaðsíða 15

Vikan - 04.07.1963, Blaðsíða 15
ARMANN SNÆVARR rl ALDRAR- SPEGLI 3|| WjSM IJ&J alhliða lærðasti lögfræðingur hér á landi á fræðilega vísu. Hann er sannkallaður lögspekingur. Þekking hans stendur á traustum fræðilegum grunni. Aftur á móti hefur hann að mjög litlu leyti fjallað um hin raunhæfu lögfræðilegu vandamál hins daglega lífs eða lausn á þeim. Þegar litið er til hinnar geysilegu víðfeðmu lagaþekkingar Á. Sn., er áhyggjuefni manna aðeins þetta: Kemur Ármann Snævarr til með að leysa það viðfangsefni á viðunandi hátt að miðla öðrum af þekkingu sinni og gera þekkingu þessa að al- menningseign, þótt ekki væri nema að nokkru leyti. Þetta er áhyggjuefni af þeim ástæðum, að hann á torvelt með að takmarka viðfangsefni sín í ræðu og riti, eins og áður hefur verið greint frá. RMANN SNÆVARR er fremur lágur maður vexti og fíngerður. Framgangan er sérstaklega ljúfmannleg. And- litið ber vitni um góðmennsku, skarpskyggni og sterkan vilja. Hann er alþýðlegur og viðmótið er hið sama, hvort sem í hlut á stórmenni eða lítilmagni. Þó kann hann vel að umgangast „höfðingja“. Kurteisisreglum beitir hann, eins og hverjum öðrum réttarreglum, eftir því sem við á hverju sinni. Hugtökin hroki og dramb eru honum framandi. Sá, sem þessar línur ritar, dregur mjög í vafa, að Á. Sn. eigi nokkurn óvin. Ármann Snævarr hefur aldrei haft nein afskipti af stjórnmál- um. Þó fylgist hann mjög vel með sérhverri hreyfingu á þeim vettvangi. Hann hefur yndi af að bollaleggja um persónuleika og ráðagerðir einstakra stjórnmálamanna. Lætur hann þá hvem njóta sannmælis. Neikvæða dóma yfir mönnum kveður hann aldrei upp, nema fýrir liggi lögfull sönnun. Miklu fremur gerist hann verjandi fyrir fjarstadda menn, sem á kann að vera hallað. f stjórnmálum fer Ármann ekki dult með andúð sína á öfga- stefnum. Ármann Snævarr er sannkristinn maður. Hann ber virðingu fyrir trúmálum og helgisiðum kirkjunnar, enda kirkjurækinn. Hann er kvæntur Valborgu Sigurðardóttur, uppeldisfræðingi, Þórólfssonar, skólastjóra á Hvítárbakka. Þau eiga fimm börn. Heimili þeirra er frábært. Ármann er bróðir sr. Stefáns, prests að Völlum í Svarfaðardal og Árna, hins athafnarsama verkfræð- ings, forstjóra Almenna byggingarfélagsins h.f. Ármann Snævarr er ekki aðsópsmikill maður við fyrstu sýn og vekur ekki mikla athygli. Hann er ekki framgjam og hefur sig ekki í frammi á mannfundum að tilefnislausu. Hlédrægni háir honum þó engan veginn. En strax við fyrstu sam- ræður koma í ljós hinar slcörpu gáfur og hinn ljúfi persónuleiki. Sumir halda því fram, að Á. Sn. geti ekki um annað talað en lögfræði. Þetta er rangt. Auðvitað er honum lögfræðileg vandamál hugleikið umræðuefni. En þeir, sem hefðu til að bera þekkingu hans á þjóðfélagsmálum, bókmenntum og listum, þyrftu yfir engu að kvarta. ÁRMANN er maður, er ávinnur sér traust hvers, sem á þess kost að kynnast honum. Hann er enginn áhlaupsmaður. En meðfæddir eiginleikar ásamt þrotlausu starfi hljóta að færa honum sigur eftir því, sem tíminn líður. Hann hefði því ungur getað sagt, eins og Njáll forðum: „Kemsk, þó at seint fari“. Þeir, sem þekktu til mannkosta og starfa Ármanns Snævars, voru öruggir í þeim efnum, að sá dagur myndi koma, að hann yrði æðsti maður Háskóla fslands. En þessi dagur kom miklu fyrr, en menn bjuggust við. Þess munu vart dæmi, að háskóla- rektor hafi áður verið undir fimmtíu ára aldri. Þegar prófessorarnir völdu Á. Sn. til rektorsstarfans, vantaði Háskólann aðeins 7 mánuði upp á hálfrar aldar afmæli sitt. Ljóst var, að geysimikla vinnu þurfti að leggja í undirbúning væntan- legra hátíðarhalda. Og í umræðum, þar sem spjallað er um vinnufrekt starf, hlýtur nafn Ármanns Snævars að bera hátt. Fræðimennska hans er hafin yfir deilur, eins og áður hefur verið sýnt fram á. Hann hefur og til að bera virðuleika, slétta og fellda Framhald á bls. 51. VIKAN 27. tbl. — 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.