Vikan


Vikan - 04.07.1963, Blaðsíða 27

Vikan - 04.07.1963, Blaðsíða 27
inu. Eftir stríðið reyndi hann að „vinna fyrir sér á heiðarlegan hátt“, eins og hann orðaði það. Hann steypti sér út í „auglýsinga- bransann", en gafst fljótlega upp á honum. Þá reyndi hann að græða á útvarpsstarfsemi, en „um leið og ég heyrði í fyrstu flugvél- inni yfir Madison Avenue, vissi ég, að þar átti ég ekki heima.“ Árið 1949 uppgötvaði hann gamla og laskaða Sopwith Camel, fræga brezka flugvélategund úr fyrra stríðinu í gamalli hlöðu í New Yersey. Hann fékk ágirnd á þessari flugvél, hóf leit að eig- anda hennar og gafst ekki upp, fyrr en hann fann hann. Sá seldi honum leifarnar af þessari vél ásamt fimm öðrum forngripum Iúr fyrra stríðinu. Skömmu eftir þetta fór Frank ) til Evrópu í leit að fleiri fágæt- um vélum og komst þá meðal annars yfir Blériot-vélina frá 1909, sem var fyrsta flugvélin, sem flaug yfir Ermarsundið. Af öllu þessu fór hann að verða harla blankur. Til þess að ráða bót á því, tók hann að fljúga fyr- ir kvikmyndaver, og það var ekkert venjulegt flug. í kvik- myndinni „The Last Time I Saw Archie“ lét hann sig hrapa á Fairchild-flugvél til þess að full- nægja kröfum kvikmyndahand- ritsins, og í „Wake Me When It‘s Over“, brotlenti (,,crash-landed“) hann P-51 á einu hjóli átta sinn- um, áður en kvikmyndaleikstjór- inn var ánægður. Þar fyrir utan flaug hann svo undir brýr og gegnum flugskýli og gerði yfirleitt hvað sem var, til þess að fullnægja kröfum þeirra, sem þurftu á ofurhuga fluglistarinnar að halda. Þó tók fyrst fyrir alvöru í hnúkana, meðan á töku kvik- myndarinnar „It‘s a mad, mad, mad, mad world“ stóð. Þá flaug hann í gegnum kóka kóla skilti, flaug fast upp að flug- turninum, renndi flugvélinni á 160 mílna hraða gegn um flug- skýli, og síðast, en ekki sízt, renndi flugvélinni á mikilli ferð inn í matsölu á flugvellinum. Fleiri fást svo sem við að bjóða hættunni byrginn á flugi. Judy Cole, smávaxin, fíngerð og lag- leg kona, hefur atvinnu af því að standa á flugvélarvæng, með- an eiginmaður hennar, Duane Cole gerir kúnstir sínar á flug- vélinni, flýgur á hvolfi, fer ó- hæfilega nálægt mannvirkjum og svo framvegis. Og svo væri ekki úr vegi að nefna allra nýjasta sportið í flug- inu. Það er fólgið í því, að fara úr bíl, sem ekur á fullri ferð, upp í flugvél, sem flýgur yfir bíln- um og fer með sama hraða og hann. Þetta gerist þannig, að úr flugvélinni lafir kaðalstigi, sem ofurhuginn verður að ná í og handlesa sig upp eftir, þangað til hann er kominn nógu hátt til þess að geta notað fæturna líka. Það þarf víst ekki að taka það fram, að við þetta sport er ekki hægt að koma við neinu öryggi, svo sem að festa fimleikamanninn með böndum við vélina eða ann- að slíkt. Það er ekki um annað að ræða en að bíta á jaxlinn og trúa á sjálfan sig. * Og Tallman enn. Hér flýgur liann á Blériot-flug- vélinni frá 1909, og í för'með honum er annar brezk- ur forngripur, Lockheed Vega frá 1927. Að standa á vængjunum er vinsælt sport. Jafnvel, þegar flugvélin er á hvolfi. Hér er á ferðinni lítil og fíngerð kona, Judy Cole, og það er maður hennar, Duane Cole, sem flýgur vélinni.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.