Vikan


Vikan - 04.07.1963, Blaðsíða 33

Vikan - 04.07.1963, Blaðsíða 33
Miðglugginn. Framhald af bls. 31. sem ég hef hingað til þekkt. Það er ekki bara ást, það er lífið sjálft. Ég elska Ian ekki ein- göngu sem mann, heldur elska ég starf hans, heiminn, sem hann lifir í, og allt, sem honum við- kemur ... Ég er eitt með því öllu .. . Ég hef alltaf verið það og mun alltaf vera það.“ Það varð löng þögn. ,,Er þetta allt og sumt?“ spurði Charles á endanum. „Já .. . Ó, Charles, þú hlýtur að hata mig ... heldurðu, að þú getir skilið eitthvað í þessu? Ég get ekki afborið það, ef þú skilur ekkert í því.“ „Ja, ég hef svona einhvers kon- ekkert heimili án húsbúnaðar laugavegi 26 simi 209 70 litiö husbúnaðinn hiá husbúnaði SAMBAND HÚSGAGNAFRAMLEIÐENÐA HVERNIG DÆMIR t>Ú? Það vantaði járn á þakið Jón Jónsson auglýsti eftir einbýlishúsi. Eftir að hafa litið á nokkur, festi hann kaup á einbýlishúsi Torfa Tryggvasonar. Var þar um að ræða hæð, ris og kjallara. Þeir Jón og Torfi komu sér saman um kaupverðið og alla aðra skilmála varðandi eignaskiptin. í afsali stóð m. a. „Eignin selst í því ástandi, sem hún nú er í. Það ástand hefur kaupandi kynnt sér og sætt sig við“. Flutti nú Jón í hið nýkeypta hús með Bentborgu sína og börn. Þetta gerðist í ágústmánuði. Þegar líða tók á september, gerðu haustrigningar vart við sig í ríkum mæli. Fór þá að gæta verulegs leka í risinu hjá Jóni Jónssyni. Hann lét fag- raenn athuga, hverju þetta sætti. Kom þá í ljós, að ekkert járn var á þaki hússins, heldur eingöngu tjörupappi. í hvass- viðri um vorið hafði hluti járnsins fokið af húsinu, en af- gangurinn fjarlægður í öryggisskyni. Nú varð Jón fokvondur. Hann kallaði Torfa fyrir sig og heimtaði skaðabætur af framangreindum ástæðum. Torfi svar- aði illu einu. Sagði hann, að Jón hefði athugað húsið, áður en kaup fóru fram. Hann hefði í afsali kynnt sér ástand húss- ins og sætt sig við það. Salan hefði verið miðuð við ástand hússins á söludegi. Vísaði hann því öllum fébótakröfum Jóns á bug. Jón sagði það að vísu rétt, að hann hefði ritað undir framan- greinda yfirlýsingu. En hann sagðist hafa staðið í húsakaup- um áður, og ekki hefði það verið vani sinn að brölta upp á húsþök til að gæta að járni. Þá hefði þak hússins verið mjög flatt og illa sýnilegt að utan, hvort járn væri á því eða ekki. Jón sagði, að kaupverðið hefði ákvarðast af því, að um full- gert íbúðarhús væri að ræða. Raunverulega væri ekki hægt að kalla hús fullgert, ef þakjárn vantaði. Hann taldi, að Torfi hefði átt að benda sér á þetta atriði. Torfi staðhæfði hins vegar, að Jón hefði haft nægileg tæki- færi til að kanna, hvort járn væri á þakinu eða ekki. Hann hefði a. m. k. getað spurt sig um þetta atriði. Vanræksla hans í þessum efnum ætti að koma Jóni sjálfum í koll. Spurning Vikunnar: FÆR JÓN JÓNSSON BÆTUR? Sjá svar á bls. 45. ar hugmynd um, hvað þú ert að fara.“ Hann stóð upp og gekk burt frá henni án þess að líta við. Hún horfði iðrandi á eftir honum. „Ó, Charles, verðurðu að fara?“ „Nú, ég hélt, að það væri aðal- atriðið í málinu." „Já,“ svaraði Judy hægt. „Lík- lega hefurðu rétt fyrir þér.“ Hann neyddi sig til að líta við og brosa til hennar. „Jæja, ég óska þér alls góðs, Judy. Guð blessi þig og svoleiðis allt.“ „Charles, tekurðu þetta mjög nærri þér?“ „Tja, ég veit ekki . . . Ætli ég missi matarlystina? Ég ætla að skreppa hérna upp í lautina fyrir ofan. Bless á meðan.“ „Charles, skilurðu mig pínulítið bara?“ „Drottinn minn dýri, hvernig þetta kvenfólk getur suðað!“ „Gerirðu það?“ „Já, telpa mín. Ég botnaði ekki í öllum þessum háfleygu bolla- leggingum þínum, en ég sé, að þú ert búin að finna þína réttu hillu.“ Hann brosti. „Það er góð tilfinning að finna sína réttu hillu. Ég man, þegar ég byrjaði í hernum — það var fínn dagur.“ „Charles, þú ert draumur." „Já, er það ekki? Jæja, þetta er víst betra svona — hafðu eng ar áhyggjur af mér. Ég gref þetta í kyrrþey ... Blóm afbeðin." Hún horfði á eftir honum, með- an hann gekk fyrir enda stöðu- vatnsins og áleiðis til fjallsins. Hún hafði samvizkubit. Auðvitað myndi hann brátt jafna sig ... Hann gæti aldrei staðizt góða og indæla, en einbeitta stúlku, sem ætlaði sér að klófesta hann ... Það ■ myndi taka Jean hálft ár eða svo .. . Já, þau myndu verða mjög hamingjusöm hjón, róleg, hóglíf, löt og feit . . . En samt hafði hún ofurlítið samvizkubit. HÚN gekk heim að húsinu gegnum garðinn. Hún var dauð- þreytt, en ætlaði sér ekki að fresta málinu. Bezt að ljúka því af fyrir hádegisverð. Það yrði seinasta sprengjan. Foreldrar hennar sátu í borð- stofunni. Lady Cameron leit upp með gremjusvip. „Judy, hvað ertu að gera hér? Ég sagði, að þú ættir ekki að fara á fætur.“ „Já, elskan.“ „Og þú hefur óhlýðnazt mér af ráðnum hug?“ „Já, elskan. Ég fór út að labba. Það var yndislegt eftir rigning- una.“ „Það kemur ekki málinu við. Ég sagði, að þú ættir ekki að fara á fætur.“ „Já, elska<. Ég heyrði til þín.“ Sir James ræskti sig. „Þú hefð- ir ekki átt að óhlýðnast móður þinni, Judy.“ „Nei, það er satt. En ég gerði það samt.“ „Jæja, hvað ætlaðirðu að segja, barn?“ „Eg var að segja Charles upp.“ Það varð löng og óheillavæn- leg þögn. „Líkleg hefurðu gert rétt í því,“ sagði Sir James mildilega. Judy leit á hann með þakklátu augnaráði. Alltaf skildi hann hana bezt. Hún þurfti aldrei að eyða tímanum í útskýringar, þeg- ar hann var annars vegar. Lady Cameron var bálreið. „Judy, ég veit ekki, hvað í ósköp- unum hefur komið yfir þig! Það er meira að segja búið að ákveða brúðkaupsdaginn, og hvað eigum við að gera við gjafirnar, sem þér hafa verið sendar? ... Ham- ingjan góða, og ég pantaði brúð- arkökuna í morgun!“ „Ó, mamma mín, hvaða máli skiptir það?“ „Hvaða máli? Nú, það skiptir sannarlega miklu máli! Þetta er hræðilegt, Judy. fmyndaðu þér bara þau óþægindi, sem þú bakar okkur öllum. Hvað heldurðu, að ættfólkið segi? Og hvað þá vesal- ings Charles, blessaður drengur- inn!“ „Hann tók því mjög vel. Hann jafnar sig fljótt. Ég ætla að gift- ast Ian Macdonald." „Þú ert gengin af vitinu, Judy,“ sagði Lady Cameron. „Þeim ná- - 33 VIKA.N W. «bL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.