Vikan


Vikan - 22.08.1963, Side 5

Vikan - 22.08.1963, Side 5
öllum stéttum, að það er óhagg- andi „prinsíp“ hjá þeim að vera aldrei ánægðir með laun sín. Hversu mikið sem þjóðfélagið reynir að hlúa að vissum stétt- um, verður raunin ávallt sú, að menn í þessum sömu stétt- um halda sífellt áfram að berja sér. Svona hugsunarháttur er rotinn og lítt til eftirbreytni. En mér blöskraði fyrst núna um daginn, og mætti þetta fá- tæklega bréf mitt gjarna hafa verið innifalið í fyrrnefndri grein ykkar, og vona ég, að það verði birt sem nokkurs konar eftirmáli eða viðskeyti. í grein ykkar minntuzt þið á nokkrar stéttir manna, sem fyr- irhafnarlaust moka inn kaupi, sem fer langt fram úr kaupi langskólagenginna manna, svo sem lækna eða lögfræðinga hjá hinu opinbera. En ef ég man rétt, þá minntust þið ekki á leigubílstjóra. Ég hef þurft að taka mér bíl nokkrum sinnum síðustu daga, og ég gerði það þá að gamni mínu að forvitnast um kjör leigubílstjóranna hjá þeim, sem mér óku. Að vísu voru margir tregir til þess að láta neitt í ljós, en upp úr nokkrum tókst mér að draga sannleikann: Þeir voru flestir sammála um, að hægðar- leikur væri fyrir einn leigubíl- stjóra að krækja sér í 4.000 krónur á viku og upp í 6.000 krónur með stífri vinnu. Ekki nóg með það, heldur njóta þeir ýmissa fríðinda, svo sem þeirra, að bílar þeirra eru hræódýrir í innkaupi, svo að eitthvað sé nefnt. Ekki þannig að ég sé neitt að öfunda leigubílstjóra, en eitt- hvert réttlæti finnst mér að ætti að ríkja í þessu blessaða þjóðfélagi okkar. Eftir þessa vitneskju hefði ég fullan hug á því að gerast leigu- bílstjóri, en gallinn er bara sá, að ég þekki ekki manninn, eða manninn, sem þekkir manninn, sem þekkir . .. Kær kveðja. Strúllmundur. Meira af slíku ... Kæri Póstur. Þessar myndir eftir Baltasar eru alveg snilld. Meira af slíku. Það er alltaf leiðinlegt, þegar þið þurfið að „fá lánaðar" mynd- ir úr erlendum blöðum til að skreyta sögur ykkar, en mér liggur við að segja, að þetta hafi verið ill nauðsyn, því að góðir „illustratörar" eru ekki á hverju strái hér. Mér finnst, að þið ætt- uð að virkja þennan Baltasar, láta hann gera fleiri forsíðu- myndir, og þá helzt í stíl við dönsku vikublöðin eða banda- rísku blöðin, t. d. Post. Baltasar sýndi það með þessari einu for- síðu sinni, að hann er vel fær um slíkt og skýtur allflestum, ef ekki öllum íslenzkum kolleg- um sínum á þessu sviði, illilega ref fyrir rass. Sem sagt: meira af slíku. Golliwogg. Og hér kemur syo pínulítið skáld, sem segir ... : Kæra Vika! Ég sendi þér smá ,,ljóð“ sem mér datt kylliflatt í hug í tilefni af því að mér datt ekkert ann- að í hug um daginn. Er ég virkilega orðinn skáld? Það er nú svo komið að skáldin vita það ekki sjálf, hvort þau eru skáld eða ekki, þangað til að fólkið sem ekki er skáld segir þeim það. Ef þið birtið þetta þá kemur Þokuruðningur út bráðlega. Takk og bless. Molli. RÓNADANS. Ég lít yfir farinn veg allrar veraldar en sé ekkert nema einmana sál með sólgleraugu sem býður eftir brennivínsrigningu úr heiðskíru lofti. Og nú er ég orðinn svo blautur að mér er sama hvort það styttir upp eða niður. En meðan ég geng stend ég ekki á gæsinni af mæði. Nú held ég áfram ennþá á tveim fótum með tvær hendur tómar og reyni að leggja saman tvo og tvo. O R.LAN E P A R í S r jjyTiY e*nu s*nrn býður ORLANE - Paris íslenzkum konum aðstoð sína. Látið sérfræðing okkar rannsaka húð yðar og aðstoða yður við val á réttum snyrtivörum. Þjónusta þessi er yður al- gerlega að kostnaðarlausu og tekur aðeins fáeinar mínútur og er framkvæmd til leiðbein- ingar og hjálpar því fólki, sem er annt um að halda fegurð sinni og ungu útliti. VIKAN 34. tbl. — g

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.