Vikan


Vikan - 22.08.1963, Blaðsíða 18

Vikan - 22.08.1963, Blaðsíða 18
sínum og rak þegar í hann broddstafinn. GUÐMUNDUR „allra bezti“ var Guðnason, ættaður vestan frá ísafjarðardjúpi, fæddur 7. júlí 1887. — Aukanefnið „allra bezti“ hlaut Guðmundur ekki fyrr en smarið 1927, að hann var í fyrsta skipti í vegagerð með höfundi þessa þáttar. Það sumar voru þrír Guð- mundar með mér, Guðmundur Rafnsson frá Ketu á Skaga, Guð- mundur Jónsson frá Asparvík í Strandasýslu og fyrrnefndur Guð- mundur Guðnason, sem að verðleik- um eftir fárra daga viðkynningu hlaut nafnið „allra bezti“, og fylgdi það honum úr því. •— Þarna var margt um manninn yfir sumarið og gleðskapur ærinn með slögum. • Guðmundur „allra bezti“ var meðalmaður á hæð og þrekinn, sér- staklega mikill um kvið og sitjanda. ■— Gekk hann jafnan álútur og slett- ist til sitt á hvað við hvert fótmál. Allur var maðurinn því hinn kynd- ugasti í sjón og reynd. Hann gaut jafnan augunum upp á þann, er hann talaði við, í lok hverrar sagðr- ar setningar. — Var hann þá fast- mæltur og sannfæringarkrafturinn voðalegur í málrómnum. Honum fannst sem fleirum að hann hefði ætíð á réttu að standa. Var því auð- velt að fá hann í stælur, enda var það ekki sparað. Varð oft af því prýðileg skemmtun á meðal vinnufélaga hans. — Þá var ekkert útvarp, og bætti Gvendur það upp með skringilegum viðræðum. Guðmundur allra bezti ílendist hér nyðra. — Var svo að árum skipti, viðflæktur á Hafragili í Skefilsstaðahreppi hjá Guð- varði bónda þar Magnússyni, eða til vors 1918, að Guðvarður hætti að búa þar, og jafnvel lengur eftir að Guðvarður flutti bú sitt að Þorbjargarstöðum. — Annars var hann á fyrrtöldu árabili mjög víða, bæði á Sauðárkróki og frammi í Skagafirði. Hann var laus í vistum, þótt ekki bagaði honum gjálífið, því að konur yfirleitt voru engin tálbeita. GVENDUR var þrekskrokkur og þaulvanur ferðalögum og baggaburði, bæði fyrir sjálfan sig og aðra. — Annan dag hvítasunnu 1916 var einhver mesta leýsing, sem ég man eftir að vori til hér nyrðra. Þá var nýliðinn hinn alkunni snjóavetur hér, (1915—1916). Um hvítasunnu var orðið nokkurn veginn autt í lægstu sveitum, en afskapleg fönn til fjalla. Þennan dag voru því allar ár alófærar mönnum og skepnum. Um hádegi kemur Guðmundur fram í Illugastaði til mín utan frá Hafragili, því að þar hafði hann gist um nóttina. Kvaðst hann vera á leið til Sauðárkróks, en hvergi hafa komizt yfir helvítis Laxána, — sem ekki var von, því að hún var alófær, og sagði ég Gvendi það. — Gvendur kvað það ekki saka, því að allt af væri þó hægt að ganga fram fyrir „helvítið", og eins væri það með Gönguskarðsána. —• En báðar þessar ár þurfti hann að kom- ast yfir til þess að komast á Sauðárkrók. Að vanda var settur matur fyrir Gvend, og gerði hann honum góð skil. Ófáanlegur var hann til að setjast um kyrrt og bíða næstu daga, þar til árnar yrðu færar, heldur þrammaði af stað fram afrétt með talsvert þungan bagga. Af Gvendi er það að segja, að morguninn eftir kom hann á Sauðárkrók, sundblautur og illa til reika, en vel hraustur. Hafði hanrí þá komizt yfir Laxá frammi í Tröllabotnum, sem þar heitir Tröllá. Var hún þar á nægilega sterkri snjóbrú fyrir Gvend. Ekki þorði hann að fara niður Kálfárdalinn, sem er þaðan styttri leið á Sauðárkrók, enda þá eina þverá yfir að fara, Heiðarána, sem kemur norðan af Laxárdalsheiði niður Gönguskörð og fellur fyrst í Kálfána og þær síðan báðar saman í Gönguskarðsá að norðan- verðu. Gvendur fór því suður úr Tröllabotnum og fram á Víðidal, þar framarlega komst hann yfir Gönguskarðsá og þverár þær, sem í hana falla. Þá lagði hann leið sína niður Stakkfellið og þaðan niður svo kallaða Hálsa til Sauðárkróks. Allar hafa ár þessar hlotið að vera með öllu óvæðar þennan dag, og Heiðaráin líka, enda sagðist Gvendur hafa farið þær allar á snjóbrúm. Þennan dag var landsunnan blíðuveður og færi því argvítugt. En vegar- lengd sú, sem Gvendur hefur farið, er allt af um 60 kílómetrar. Á þessu sést, að karl hefur ekki verið fótfúinn, þótt stirður væri. EINS OG áður er skýrt frá, var Gvendur mörg sumur í vega- vinnu og tolldi þar frekast, jafnvel þótt hann tæki sér smá skreppitúra, sem hann svo kallaði, til að hitta sína gömlu húsbændur, er hann átti oft í útistöðum við, að hans eigin sögn, vegna kaupgreiðslu og fleiri ágreiningsefna. Gvendur mun fyrst hafa verið í vegavinnu 1911 í Skagafjarðar- brautinni suður frá Sauðárkróki. Líkaði honum misjafnlega við verkstjóra sína og húsbændur yfirleitt, enda fremur óstöðugur hjá flestum, þar sem hann var bæði afar tortrygginn og dásam- lega illmálgur, líka trúgjam og óforskammaður með afbrigðum við hvern sem var, ef hann reiddist. — Velvild til nokkurs manns varð ég aldrei var við hjá Gvendi, nema ef frekast væri til Kristjáns Hansen verkstjóra á Sauðárkróki, enda reyndist Krist- ján honum prýðilega. Hjá honum var Gvendur mörg sumur í vegavinnu, og sá Kristján bæði um Gvend sjálfan og fjármál hans síðustu árin, sem Gvendur lifði. Samt líkaði honum ekki alls kostar vel við Kristján, því að vorið 1927 fór hann í vegavinnu til höfundar þessa þáttar, og var hjá honum í vegavinnu sumurin 1927, 1928 og 1929. Talaði hann þá oft rækilega illa um Kristján, og hentu vinnufélagar hans gaman að, sérstaklega vegna þess að þeir vissu, að Kristján átti alls ekki fyrir slíku af Gvendi. Frekar var Gvendur „allra bezti“ hófsamur á allar munaðar- vörur, samt reykti hann talsvert, og sumur þau, sem hann var með mér, keypti hann sér vindlakassa á hverju vori, sem hann treindi sér yfir sumarið. Þótti honum þeir vindlar beztir, sem voru stærstir, enda áleit þá matarmesta. Annars reykti Gvendur daglega úr pípu. BRENNIVÍN þótti Gvendi gott, en lítið keypti hann af því, en stöku maður varð til að gefa honum það. Honum varð ætíð gott af slíkum inntökum, fjörgaðist fljótlega og varð þá lipur og líkamsléttur eins og línudansari. — Áhyggj- jg _ VIKAN 34. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.