Vikan


Vikan - 22.08.1963, Qupperneq 19

Vikan - 22.08.1963, Qupperneq 19
KYNLEGUR HALUR HÆRUGRAR Frásögn Lúðvíks Kemp af Guðmundi „allra bezta“. Á langri lífsleið fer vart hjá því að fyrir augun beri marga sér- kennilega samferðamenn. Myndir þær, sem þeir skilja eftir í huganum, óskírast flestar og mást jafnvel alveg út, eftir því sem tíminn líður. — Einn er sá maður, sem ég hafði allmikið saman við að sælda, sem nú eftir 2G ár er jafn-ljóslifandi í minningu minni Iíkt því sem hefði ég kvatt hann í gær. Þessi maður er Guðmundur Guðnason, sem hér verður sagt frá. urnar flugu út í veður og vind, og leit hann bjartari augum á lífið. Ef áfengisskammtarnir voru endurteknir með stuttu milli- bili, fór hann að tala mikið við sjálfan sig, og hallmælti þá óvin- um sínum freklega, sem voru margir og harðsnúnir, að honum fannst, og bað þeim alls konar óbæna. Þóttist hann þá hafa í fullu tré við alla þá misindismenn, sem orðið höfðu á leið hans gegn um lífið. Það kyndugasta við áfengisnautn Gvendar var það, að þá sjald- an honum var gefið brennivín, svo að hann yrði hálffullur eða alfullur, bjó hann að því marga daga, þótt hann ekki bætti á sig, og virtist þá hálfu vitlausari en ella. Aldrei olli víndrykkja honum vinnutapi, því að Gvendur var stálhraustur fram í andlátið. Stirðvirkur var Gvendur með afbrigðum og var þungt um allar hreyfingar. Jafnframt þessu var hann klaufvirkur. Enda vissi ég ei til, að vegavinnuverkstjórar þeir, sem hann vann hjá og margir voru, notuðu hann til annars en moka upp í kerrur í malar- gryfjum. Annars var Gvendur sæmilega duglegur og alls ekki óviljugur eða svikull við verk, og þrek skorti hann ekki. Yfirleitt líkaði mér ágætlega við hann og hafði dæmalausa skemmtun af honum. Hann vann aldrei dag hjá mér öðruvísi en í vegavinnu, en dvaldi hjá mér dögum saman margoft, sérstaklega á vetrum, er hann var á sínum vegferðarreisum og skreppitúrum á milli gömlu húsbændanna. Gvendur var matmaður með afbrigðum, en lostætast þótti hon- um vel feitt hangikjöt og skyrhræringur, með nægri mjólk út á. Ekki samt svo að skilja, að hann hefði ýmugust á öðrum mat. Súr svið má telja sem einn af hans uppáhaldsréttum. Á hverju sumri, sem Gvendur var hjá mér, keypti hann sér hangnar hross- síður, vel feitar. Át hann þær í aukabita eintómar, og vanalegast hráar. Þá var hinn hvimleiði skrínukostur, er svo var kallaður. Ekkert sameiginlegt mötuneyti nema grautur og kaffi. Daglega voru gnægðir af þeim matar- og drykkjarvörum, og skorti Gvend hvorugt frekar en aðra. Eins og áður er sagt, var Gvendur „allra bezti“ trúgjarn með afbrigðum. Trúði hann frekast illu á náungann. Enda spöruðu vinnufélagar hans ekki að ala á tortryggni hans og hentu gaman að. Sem dæmi upp á trúgirni Gvendar skulu sér sagðar eftir- farandi sögur af honum: QUÐMUNDUR átti oftast nær eítt hross. Fór hann mætavel með það og þótti afar vænt um það, enda hafði hann sæmilegt vit á meðferð hrossa yfirleitt og var frekar lag- inn við þau. Eitt sumarið, sem hann var með mér í Hegranesbrautinni, átti hann gráan hest á fóðri í Garði í Hegranesi veturinn áður. — Ekki tímdi Gvendur að koma á bak á hann um vorið framan af, þótt klárinn væri í bezta lagi. Þegar við byrjuðum vegavinnuna þetta vor, bað Gvendur mig að borga þeim í Garði hestfóðrið við fyrstu útborgun og var ánægður mjög yfir útliti hestsins. En áður en sú útborgun færi fram, voru strákarnir eitt sinn eftir vinnutíma að líta eftir keyrsluhrossum, og hittu þann gráa Gvendar. Náðu þeir honum og teymdu að einu forardýi. Þar mökuðu þeir hann allan upp úr leðju. Komu svo með hann svona útleikinn heim að tjöldum og kölluðu samstundis Gvend út til viðtals. Gáfu þeir honum í skyn, að bóndinn í Garði hefði flutt á honum blautan mó allan daginn. — Gvendur var fljótur að trúa strákunum, og umhverfð- ist samstundis bókstaflega. Bölvaði hann öllum og öllu, og var ekki annað að sjá en hann væri orðinn bandvitlaus. Hoppaði hann í kringum hestinn og strákana með handapati og formælingum. Ég reyndi að koma fyrir hann vitinu, en það þýddi ekkert. — Þennan dag var enginn karlmaður heima í Garði, þeir höfðu farið upp á Sauðárkrók um morguninn. Vissi ég það vel, því að ég hafði tal af þeim í bakaleiðinni. — Við móstökkum var því alls ekki hreyft þar þennan dag, en eitthvað áttu þeir eftir af óútreiddum móstökkum. Það vissu strákarnir og Gvendur líka. Varð það með öðru til að auka á trúgirni Gvendar og fullkomna sdnnfæringu. EG SAGÐI Gvendi, eins og satt var, að enginn karlmaður hefði verið heima í Garði þennan dag og enginn fullorðinn maður nema húsfreyjan, sem var þó lasin. Gvendur sneri nú mestri sinni reiði að mér, kvað hann mig ljúga þessu öllu saman, og jafnframt það, að nú sæi hann, að ég væri í vitorði með bónd- anum í Garði að eyðileggja hestinn fyrir sér Fyrirbauð hann mér nú að greiða honum hestfóðrið og hótaði mér öllu illu, ef ég breytti út af þessu. Strákarnir tóku nú Gvend inn í tjald til sín og settu hann við veizluborð. Sátu þeir yfir honum fram á nótt með mestu vin- mælum og brutu heilann um það ásamt Gvendi, hvaða hegning væri hæfilegust á bóndann í Garði fyrir meðferðina á hestinum. Aftur um haustið léku aðrir strákar svipaðan leik við Gvend. Þeir höfðu frétt þetta Hegranesævintýri hans. — Við vorum þá í vegagerð í Laxárdal. Einn morgun ætlaði Gvendur inn á Sauðárkrók. — Hann hafði ákveðið þessa ferð daginn áður og beðið því keyrslustrákana að koma með Grána sinn með keyrsluhrossunum um morguninn heim að tjöldunum, og gerðu þeir það. Eitthvað mun áminnzt Hegranesævintýri hafa verið á heila þeirra þennan morgun, því að þvegið höfðu þeir klárnum upp úr forarpolli, borið síðan á hann lítilsháttar af leirmold, bæði með eyrum og á síðum. Leit því svo út sem hesturinn væri sveitt- ur undan hnakk. Enda spöruðu strákarnir ekki að telja Gvendi trú um það og gáfu honum jafnframt í skyn, hverjir væru lík- legir til að hafa leikið hestinn svona. Voru það menn þar af næstu bæjum, sem Gvendi var í nöp við. Varð hann nú ofsareiður og engu tauti hægt að koma við hann, hvorki af mér né öðrum. Formælti hann öllum og öllu nema hinum réttu sökudólgum (keyrslustrákunum). Við þá var hann bljúgur og þakklátur. Gvendur þverneitaði að ríða hestinum á Krókinn og heimtaði, að honum yrði sleppt, og var það gert. — Ég og fleiri margbuðum honum hest til að sitja á inn eftir, en hann var svo reiður, að slíkt var ekki viðkomandi, og fór hann því gangandi. — Eftir að hann kom af Króknum, hýsti hann hestinn á hverri nóttu, þar til hann kom honum í vetrargirðingu, eins og vanalega. ANNARS endaði þessi ferð fyrir Gvendi betur en hún byrj- aði, því að þegar hann birtist aftur heimkominn, var hann hálffullur. Skagamenn höfðu verið staddir á Sauðárkróki og skotið hesti undir Gvend út yfir Laxárdalsheiði. Hvar hann fékk áfengi, man ég nú ekki, en ferðasöguna sagði hann okkur strax um kvöldið. Framhald á bls. 43. VIKAN 34. tbl. — JQ

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.