Vikan


Vikan - 22.08.1963, Qupperneq 20

Vikan - 22.08.1963, Qupperneq 20
BeraÞóra skrifar: HAKHÁ ! LÚXUSKOHU Hún er lúxuskona, segir fólk. Þá meinar það: Eiginmanninum er vorkunn, liann verður að þraila fyr- ir peningunum, sem hún eyðir í föt og skemmtanir. Það er nú það, en skyldi nokkrum hafa dottið i hug, aS ef til vill er það einmitt það, sem hann óskar sér! Ef hann vill og getur borgað fyrir það, að eiga vel klædda og fallega konu, sem þar að auki nýtur þess sjálf — hver ætti þá að fetta fingur út í það? En það er venjulega talað með dálítilli fyrirlitningu um þessar svo- kölluSu lúxuskonur. Það er litið á þær, sem ónytjunga, sem ekki vinna ærlegt handtak. Þær bara heimti allt, sem þær geti og mergsjúgi manninn sinn. En það er dálítið teygjanlegt, hverjar kallaðar eru lúxuskonur. Það eru ekki bara þær, sem eru ríkar. Móðir margra smábarna, sem sjálf vinnur úti, talar um konuna, sem aðeins þarf að sinna heimilisstörfun- um, sem lúxuskonu, þó að hún sé önnum kafin allan daginn við þau verk, sem sú sem vinnur úti borg- ar öðrum fyrir að írera. Það má gera ráð fyrir, að öfunds- sýkin liggi á bak við þessa nafngift. Það eru margir, sem ekki þola að sjá, að aðrir hafi það gott — þ. e. a. s. betra en þeir sjálfir. Meiru úr að spila, fallegri húsgögn, fínni föt — og þá er hún orðin lúxuskona. En það er ekki hægt að neita ])ví, að til eru lúxuskonur. Þrátt fyrir alla þá möguleika, sem stúlka nú á dögum hefur til að mennta sig, og þrátt fyrir þá útbreiddu skoðun, að hver stúlka eigi að læra eittlivert það starf, sem hún geti séð fyrir sér með, eru þúsundir ungra stúlkna á skrif- stofum og í verksmiðjum, sem ekki nenna eða vilja stunda og læra starf sitt, þvi að þær híða hara eftir því að einhver komi og sjái fyrir þeim. Stúlkur, sem svara þegar þær eru spurðar um framtíðarhorfurnar: „Ég Framhald á bls. 36 PEYSAN. Stærð: 38 — 40 — 42 — 44. — Brjóstvídd: 88 — 92 — 96 — 100 sm. Sídd: 56 — 58 — 60 — 62 sm. Efni: 450 — 500 — 550 — 600 gr. af grófu fjórþættu ull- argarni, eða fíngerðu garni, sem prjónast tvöfalt. Prjónar nr. 4% og 5Va. Fitjið upp 20 1. á prj. nr. 5/4, og prjónið prufu með mynzturprjóni. Verði þver- mál prufunnar 10 sm, má prjóna eftir uppskriftinni ó- breyttri, annars er nauðsyn- legt að fækka eða fjölga lykkjum eða breyta prjóna- eða garngrófleika, þar til rétt hlutföll nást. Mynztur: Réttan, 4 1. sl. *, takið eina lykkju óprjónaða fram af prjóninum, og látið garnið liggja á röngu, 1 1. sl., bandinu brugðið um prjóninn og með því mynduð lykkja. Steypið síðan óprjónuðu lykkjunni yfir prjónuðu lykkjuna og bandið, 4 1. sl. * Endurtakið frá * til * um- ferðina á enda. 2. umf. prjón- ast brugðin. Endurtakið síðan þessar báðar umferðir til skiptis, og myndið þannig mynztrið. Bakstykki: Fitjið upp 88 — 92 — 96 — 100 1. á prj. nr. 4V2, og prjónið stuðlaprjón, 1 1. sl. og 1 1. br., 4 sm. Takið þá prjóna nr. 5Va, og prjónið mynzturprjón. Byrjið að prjóna mynztrið á stærð 40 og 42 með 3 — 2 1. á undan *, prjónið síðan eftir mynztur- uppskriftinni og endið með 3 — 21. Prjónið þar til stykkið mæl- ist 36 — 37 — 39 — 40 sm, mælt frá uppfitjun. Fellið þá af fyrir handvegum 4 — 5 — 6 — 7 1. og síðan 1 1. báðum megin, í annarri hv. umf., 4 sinnum. Þegar stykkið mælist 55 — 57 — 59 —.61 sm, er fellt af fyrir öxlum báðum megin, 5 1. í byrjun prjóns, 4 sinnum og2 — 2 — 3 — 3 1. einu sinni. Um leið og tekið er úr fyr- ir 1. axlarúrtöku, eru 12 — 14 — 14 — 16 miðlykkjurnar látnar á þráð og önnur hliðin prjónuð fyrst. Takið úr þeim megin 2 1. í annarri hv. umf., 4 sinnum. Prjónið eins hinum megin, en á gagnstæðan hátt. Framstykki: Fitjið upp, og prjónið eins og á bakstykkinu, þar til stykkið mælist 50 — 52 — 54 — 56 sm mælt við miðju. Látið þá 14 — 16 — 16 — 18 miðlykkjurnar á þráð fyrir hálslíningu, og prjónið aðra hliðina fyrst. Takið úr við hálslíningu 1 1. í annarri hv. umf., 7 sinnum. Þegar stykkið mælist 56 — 58 — 60 — 62 sm, er fellt af fyrir öxl eins og á bakstykkinu. Prjónið eins hinum megin,. en á gagnstæðan hátt. Ermar: Fitjið upp 44 — 46 — 48 — 50 1. á prj. nr. 4V2,. og prjónið stuðlaprjón, 4 sm. Takið þá prjóna nr. 5% og prjónið mynzturprjón.. Byrjið mynztrið á stærðir 38 — 42 — 44 með 3 — 2 — 3 1. á undan * í prjóninu, og endið einnig með 3 — 2 — 3 1. Aukið nú út 1 1. báðum megin með 3ja sm millibili, 10 sinnum. Þegar ermin mæl- ist 38 — 38 •— 39 ■— 40 sm frá uppfitjun, eru felldar af 5 L báðum megin og síðan 11. tek- in úr, einnig báðum megin, í annarri hv. umf., þar til ermin mælist 48 — 48 — 49 — 51 Framhald á bls. 40, 20 — VXKAN 34. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.