Vikan


Vikan - 22.08.1963, Side 26

Vikan - 22.08.1963, Side 26
Christine Keeler er 21 árs og kom til London fyrir 6 árum. Síðan hefur gengið á ýmsu fyrir henni. Eftir að hún komst í kynni við „fína menn“ fór hún að lifa í vel- lystingum praktuglega. Rússinn Ivanov: „Ó- venjulega sjarmerandi maður af Rússa að vera“, sögðu brezkar aðalskonur um diplo- matinn Ivanov. Sannur karímaður, sagði Miss Keeler. Vel menntaður njósnari, eldheitur föð- urlandsvinur. Kallaður til Rússlands strax eftir hneykslið. Enginn veií hverju hann fékk áork- að. Stephen Ward var 43 ára, þekktur læknir (sérfræðingur í beina- brey tingum). Ágætur teiknari og kunningi ýmissa úr fínustu ætt- um Englands. Kvæntist 1848, en skildi fljótt. Átti íbúð við Harley streed, þar sem hann hélt kynórasamkvæmi fyrir aðalsfólk og Rúss- ann Ivanov. Sakaður um að hafa rekið vændi. ENDURMINNINGAR MISS KEELER: allsnakin. Ég átti aðeins einn kost. Við fjarlægari enda laugarinnar vó ég mig uppúr, og greip pentudúk, sem lá þar á bor'ði, og sveip- aði honum um mig. Það mátti ekki tæpara standa, þvi að nú voru mennirnir komnir langleiðina til mín. Mér er enn í fersku minni þegar Bill Astor kynnti mig fyrir Jack Profumo. Mér leið.vægast sagt mjög illa, þar sem ég stóð þarna, og vatnið draup af mér. Lítill pentudúkurinn gerði engan veginn nóg til þess að skýla nekt minni. En ástandið átti eftir að versna enn. Fleiri raddir heyrðust og inn að lauginni komu hinir gestirnir úr kvöldverðarboðinu. Þar birtist kona Bills, fyrrverandi sýningar- dama, Browen Pugh, og Valerie Hobson, kona Jack Profumo. Ég get enn heyrt orð Valerie, sem (eftir það sem siðar átti eftir að ske milli okkar Jack) stungu mig illþyrmilega. Valerie sagði: „Eigið þér engin föt?“ Ég hefði getað sagt henni, að Stephen hefði kastað sund- bolnum mínum í burtu, en ég eftirlét henni ánægjuna af þvi að reyna að finna skýringar á því, af hverju ég væri að synda þarna alls- nakin. Ég drúpti bara höfði, gekk á brott og fór í sundbolinn. Þá kom í Ijós, að Valerie átti hann. Fyrsta kvöldið, sem ég hitti eiginmann hennar, tók ég einnig sund- bolinn liennar traustataki... En ekkert ef þessu, sem þarna skeði, var að mínum ráðum, það varð bara einhvern veginn svona, bæði þá og síðar. Nú, það talaði enginn um að halda áfram að synda, svo ég klæddi mig og Bill bauð okkur heim á hið fræga óðalssetur sitt. Frá þeirri stundu var ekki um neitt að efast: Jack Profumo varð hrifinn af mér við fyrstu sýn. Og ég verð að játa, að mér fannst maðurinn aðlaðandi. Eftir eigin uppástungu sýndi Jack mér allt húsið. Karlmennirnir höfðu ífært mig frumleg klæði, sem særðu siðgæð- istilfinningar kvennanna, en vöktu kátínu þeirra sjálfra. Það var í einu herbergjanna, sem Jack greip mig í fang sér. Ég hélt fyrst að það væri meira í galsa og gríni, en verð að viður- kenna, að mér var það alls ekki á móti skapi. Hvað um það, það var skeð. Um tvöleytið yfirgáfum við Stephen staðinn, og ókum til London. Áður höfðum við þegið heimboð Astors lávarðar til gleð- skapar næsta dag. Það voru margir, sem lögðu leið sína til óðalssetursins þennan dag. Það voru nokkrir gamlir vinir Stephen með honum í bilnum, og ég sat við hliðina á þeim, sem við höfðum heyrt svo oft minnzt á upp á síðkastið, Eugen Ivanov. Seinna um kvöldið stóðum við aftur við sundlaugina. Það var þennan eftirminnilega dag, að Ivanov hitti í fyrsta sinn brezka varnarmálaráðherrann, Jack Profumo. Ég kunni mjög vel við Ivanov. Hann var sannur karlmaður. Hann var sterklega vaxinn, loðinn á bringunni, og allur hinn karlmann- legasti. En þegar við ákváðum að fara i riddaraslag i vatninu, þá var það af hreinni tilviljun, að ég hafnaði á öxlum Profumo. Það var hinn verklegasti bardagi í vatninu, og að lokum ákváðu Eugen, Jack og Bill að fara í kappsund. Þeir áttu að synda án þess að hreyfa fæturna þannig að það mætti merkja. Allt saman gerðist þetta á mjög skemmtilegan og friðsamlegan hátt. Jack Profumo átti sinn þátt í því. Hann var alltaf mjög kurteis og þægilegur í umgengni. En það var ekki með Jack, sem ég yfirgaf staðinn á undan hin- um. Það var með Eugen, Bússanum, manninum með hárið á bring- unni. Þegar við kvöddum bað Jack mig um sinanúmerið mitt. „Hvenær getum við hitzt aftur?“ spurði hann. Ég flýtti mér að svara: „Talaðu við Stephen Ward. Hann hefur símanúmerið mitt.“ Það var raunar símanúmerið, þar sem ég bjó í íbúðinni lians um þessar mundir. Ég hugsaði ekki meira um þetta eftir að við vorum farin. Ég tók eftir því, að Eugen Ivanov hafði Vodka flösku meðferðis i bílsætinu. Þegar við komum á leiðarenda, tók liann flöskuna með sér upp í íbúðina. Meðan við sátum og drukkum úr flöskunni, töluðum við um ensk- una og ensk orð og orðtök. Þar bar margt á góma, sem hann ekki skildi. Hann vissi ekki hvað queer (einkennileg manneskja = kyn- villingur) þýddi, og þegar ég útskýrði það fyrir honum,, þá sagði hann: „Svona lagað fyrirfinnst ekki í Rússlandi.“ Ég skellihló, og sagði að það hlyti að vera til í Rússlandi, alveg eins og alls staðar 20 — VIKAN 34. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.