Vikan


Vikan - 05.09.1963, Blaðsíða 5

Vikan - 05.09.1963, Blaðsíða 5
Það hefur undraverð og endurnýjandi áhrif þegar, Ruddaskapur ... Kæri Póstur. í þættinum „Úr umferðinni" 10. ágúst sl. í Ríkisútvarpinu var tekið upp sem dæmi slys á dreng, sem orðið hafði fyrir vörubif- reið. Voru birtar spurningar eins lögregluþjónsins, sem hann la, ði fyrir stjórnanda vörubifre’'ar- innar. Spurði hann meðal ann- ars, af hverju hann væri svona rauðeygður, hvort hann væri drukkinn eða timbraður og „Ertu nokkuð undir áhrPum eiturlyfja, ha?“ í þessum dúr voru flestar spurningar '’-g- rer'luþjónsins. Og ekki nóg með það, að hann spyrði þessara spurninga, heldur var hann bæði frekjulegur og hávær. Það ber alltof mikið á svona ruddamennsku innan lögregl- unnar hér, þó auðvitað sé mis- jafn sauður í mörgu fé. Þeir (lögregluþjónarnir) halda nærri því að það sé eitt af sky iu- verkum þeirra, að vera rudda- legir við menn ef þeir komast í klandur, jafnvel áður en þeir athuga staðhætti neitt að ráði. Ef fyrrnefndum lögreglúþjóni, þótti maðurinn grunsamleg r. hví gat hann þá ekki látið hi blása í blöðruna strax, ge hitt þangað til á eftir og ka) verið ofurlítið kurteisari, vel þó hann sé lögregluþjc Með þökk fyrir birtingun . Sigurgeli Krydd og fleira . Heiðraða Vika. Þakka þér fyrir allan binn fróleik og skemmtiefni. Allir þurfa að kvarta í póst- inum og einnig ég. Það eru met- aruppskriftirnar þínar, þær m u sannarlega freistandi, en þar er sá galli á, að hér úti á þessum Vestfjarðakjáika fæst ekkert sem heitir afbrigðilegt krydd þ. e. a. s. worcestersósa, hvít pipar- korn, timian, majoran, piparvól, púrrur, dill, lauksalt, hvítlauk' lauf, sellerí, og ótal margt i' ;r- sem of langt er upp að telja A.1.- þetta þarf að nota í uppsk . irnar ykkar jafnvel í hversdagn réttina. Hvaða leið er til úrból- ar? Svo langar mig til að vita hvað kostar að vera meðlimur í neytendasamtökunum og hvert á að leita til að fá inntöku í þau? Væri ekki ráð, að okkar góði Sveinn Ásgeirsson sendi erind- reka frá samtökum þessumútum landið. Það er þó alltaf tilbreyt- ing frá þesum eilifu fatamörk- uðum, sem ekki eru nú allir fyrsta flokks þó að þeir komi úr höfuðborginni. Það er oft lélegur maturinn, sem neytendur verða að greiða fullt fyrir hér, t. d. grænir tóm- atar í öllum stærðum á 55 kr. kg. Bjúgun stundum súr, maion- aise-salat í plastpakkningum skemmt, knasmölvað kex og þannig mætti lengi telja. Og að lokum forsíðurnar eru stórfínar hjá ykkur, kaupendur hér í þorpinu eru áreiðanlega hæstánægðir með þig og allar brellurnar, vinsamlega hafið næstu framhaldssögu rómantíska ástarsögu (t. d. íb H. Calvin). Bið svo velvirðingar á öllu rausinu. Lifðu heil um ókominn tíma. Með vinsemd og virðingu. Húsmóðir — matmóðir í smáþorpi. --------Þetta eru vissulega orð að sönnu. Þú skalt fyrir alla muni reyna að láta til þín taka í Neytendasamtökunum. Skrif- aðu til Neytendasamtakanna, Austurstræti 14, Reykjavík. Fé- lagsgjöldin eru víst smámunir einir. Hver er hún ... ? Kæri Póstur. Okkur langar mikið til að vita, hvaða stúlka er á öftustu síðu blaðsins, sem er að auglýsa sól- gleraugun í 31. tbl. 1963 1. ágúst. Fyrirfram þakkir fyrir birt- inguna. Tvær grænar í Tungum. --------Hún heitir nú Brigitte Bardot, pían sú. „Kurteisi ...“ Kæri Póstur. Mig langar til að segja þér ör- \tla sögu að gamni mínu. Ég skrapp inn á opinbera skrifstofu um daginn. Þar var ung stúlka við afgreiðsluborð, syfjuleg og stúrin. Ég sagði í mesta grandaleysi: „Góðan dag“ og fékk svarið ,,ha?“ svo að ég sagðist bara hafa sagt „góðan daginn." —* Pían leit þá upp, sviplaus og sljó og sagði: „jaá.“ Ha? Addipus. hefur náð að síast gegnum húðfrumurnar. Áhrif þess koma fljóllega fram og sijna Ijóslega hvaða kraftaverk er hægt að framkvœma með notkuii xlroltningarhlaupsins" Creme a la Gelée Royale: (Kremið) Er mjög nærandi fyrir húðina. Endur- nýjar frumurnar og heldur húðinni stöðugt ung- legri. Mýkir andlitsvöðvana og sléttir úr hrukk- Elixir a ia Gelée Royale: (Andlitsvatnið) Gefur húðinni jafnan litarhátt og styrkir hana. Sérstaklega bendum vér á notkun þess á undan andlitsíörðun. Baume a la Gelée Royale: (Hrukkusmyrslið) Dregur úr hrukkum kringum augun og er nærandi og fegrandi fyrir augna- umbúnaðinn. Er áhrifamikið og algerlega skaðlaust. Savon a la Gelée Royale: (Sápan) Henni er blandað saman við „drottn- ingarhlaupið" og kemur þessvegna i veg fyrir að húðin þorni, — en gerir hörundið aftur á móti mjúkt og bjart yfirlitum. Við bendum viðskiptavinum okkar á að nánari upplýsingar og notkunarreglur má finna í „ORLANE IIANDBÓK UM FEGRUN“ sem við höfum gefið út á íslenzku og er nú fáanleg hjá umboðs- mönnum vorum, yður að kostnaðarlausu. Bjóðið húð yðar ávallt það bezta, með því að nota ORLANE snyrtivörur. Umboðsmenn í Reykjavík: Regnboginn — Tíbrá — Oculus — Stelta. — Umboðsmenn úti á landi: Akureyrarapótek, Akureyri — Straumur, Isafirði — Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi — Kf. Árnesinga, Selfossi — Silfurbúðin, Vestmannaeyjum — Kyndill, Kcflavík. ORLANE P A R í S

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.