Vikan


Vikan - 05.09.1963, Blaðsíða 35

Vikan - 05.09.1963, Blaðsíða 35
J®ðj s> S/ð />„ G'^/r„6/^0 /S%ÓA.',°'"'e%/'"/'®i y°rd pðs^Stn °g ra, % ,, ^s,. °*cs*» /3d- ' Ve§na , 'Hii 0.. G///( e^e r ^ <%%£ *ot* **" **W. * ^C&- , ’ |S 5 blöð aðiens Kr. 20.50 •:•:::: ® Gillette er skrásett vörumerki Gillette raksturinn óviðjafnanlegi koma heim, kom konan á harða- hlaupum í áttina til mín með uppreiddan eldhúshníf. Maður- inn stóð skelfingu sleginn fyrir aftan hana. Ég gekk inn til þeirra og reyndi að koma kon- unni í skilning um, að á milli mín og manns hennar væri elrk- ert. Fyrst í stað skildi ég hvorki upp né niður í hegðan hennar, en smám saman tókst mér að sannfæra hana, og það málið var úr sögunni. DRAUMASTARFXÐ. Síðan fékk ég mér starf við barnagæzlu, og þá komst ég að raun um hvernig fullkomnir herramenn haga sér. Einn af feðrunum hafði mjög mikinn áhuga á að kyssa mig. Nú fann ég, að ég var orðin stór stúlka. Ég reyndi að hegða mér eins og ég hélt að stórar stúlkur gerðu. Ég fór inn á barina, en þeir hentu mér strax út. Eins og margar aðrar stúlkur á þessum erfiða aldri, komst ég loks að raun um, að ég varð að komast að heiman. Ég fór til Slough, og leitaði mér að vinnu. Gestg.jafinn á gistihúsinu, þar scem ég bjó, lét mig aldrei í friði, svo ég varð að flytja. Síðan fékk ég starf, sem mér fannst svo mikið til um, að ég hafði aldrei þorað að láta mig dreyma um það. Það var hjá litlu tízkusýningarfyrirtæki við Poland götu í Soho. Ég átti að vinna á skrifstofunni — en jafn- framt að vera sýningarstúlka! Ég hélt helzt að ég væri í himna- ríki. Þarna var ég í fimm mánuði. Fyrstu vikuna heppnaðist mér að brjóta stóran spegil og hella sjóðheitu vatni yfir móður eig- andans. En ég hélt samt starfinu. BARNSFÆÐING. Þegar ég vann þarna hitti ég marga nýja kunningja, meðal annarra nokkra skemmtilega pilta úr bandaríska flughernum. Bezt leizt mér á liðþjálfa einn, sem leigði stórkostlega skemmti- legt hús skammt frá þar, sem ég bjó. Það var að hans tilstilli að ég í fyrsta sinn tók þátt í sam- kvæmi, sem flugmennirnir stóðu fyrir. Við eyddum saman heilu helg- unum, og skemmtum okkur dýrðlega. En vitanlega gat það ekki varað um eilífð. Við rif- umst, og ég var svo reið, að eitt livöldið brauzt ég inn í húsið hans, og braut vínflöskur og hljómplötur í þúsund mola. Mér fannst þá stundina, að þessir hlutir væru eins mikið mín eign og hans. Ennþá barði ógæfan að dyrum. Ég varð þess vísari, að ég var ófrísk. Ég mátti þola allt það kvalræði og hugarvíl, sem þjáir allar ungar stúlkur, þegar þær komast að raun um, að þær ganga með óskilgetið barn. Barnið fæddist mörgum vikum fyrir tímann í byrjun apríl 1958. Hann var skírður Peter. Hann dó úr gulu sex dögum seinna. Allan tímann, meðan ég gekk með hann, reyndust foreldrar mínir mér dásamlega. Þau stóðu með mér allan tímann, í stað þess að ávíta mig og ásaka. Ég átti annan góðan vin, en það var piltur, sem bjó í ná- grenninu við okkur. Hann er ein af þeim beztu og heilsteypt- ustu manneskjum, sem fyrir- finnast. Strax og hann komst á snoðir um það, hvernig ástatt var fyrir mér, bauðst hann til þess að kvænast mér. En ein- hverra hluta vegna vildi ég alls ekki gifta mig. Þar að auki var stjúpi minn á móti þeim ráða- hag. Þetta fékk allt saman mjög mikið á veslings piltinn. Hann fékk taugaáfall af öllu saman. Hann var sá fyrsti, sem þurfti reglulega að líða fyrir ást sína á mér. Sá fyrsti af mörgum. Löngu seinna gekkst ég inn á það í augnabliksveikleika að trúlofast honum. En ég verð að viðurlcenna, að ég sveik hann herfilega. Ég mætti ekki í trú- lofunarveizlunni. ÓFRAMFÆRNI. Daginn eftir að Peter dó, fór ég til London. Þar hitti ég grísk- an pilt, sem hjálpaði mér að fá starf sem þjónustustúlka á veit- ingastað við Baker Street. Þar kynntist ég stúlku, sem sýndi í Murrays Cabaret Club, einum af bezt þekktu nætur- klúbbunum í West End. Þetta var staður sem hafði upp á að bjóða glæsilegar sýn- ingar og fallegar stúlkur. Stað- urinn var þekktur sem samastað- ur ríkra manna í ævintýraleit. Ég varð yfir mig hrifin af lýs- ingunum, sem vinkona mín gaf mér af starfi sínu, og það varð úr, að ég gekk eitt kvöldið með henni inn í klúbbinn, og bað um vinnu. Eftir stutt samtal var ég ráðin sem sýningarstúlka. Ég kom fram á hverju kvöldi í litl- um bikinisundbol og með stórar plómur á höfðinu. Þetta fannst mér stærsta skref í lífi mínu til þessa. Fyrst náði sviðsóttinn alveg tökum á mér. Ég þorði alls ekki fram á svið- VIKAN 36. tbl. — gg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.