Vikan


Vikan - 05.09.1963, Blaðsíða 30

Vikan - 05.09.1963, Blaðsíða 30
NÝI LEIGJANDINN. Framhald af bls. 29. En samt var hundurinn ekki það versta. Utvarpsfónninn var miklu verri. Eva lék stöðugt á hann ... þessar hræðilegu plöt- ur ... og hún stillti hann eins hátt og hægt var. Friðrik fannst allt húsið hristast. Hann hélt höndunum fyrir eyrun og reyndi að lesa, en þessi hræðilega tón- list smaug í gegnum allar hindr- anir ... svamlaði inn í höfuð hans og gerði honum alveg ó- kleift að hugsa. Hún gerir þetta viljandi, hugs- aði hann. Aðeins til að stríða mér. Ég þoli þetta ekki lengur. Þegar hann að lokum hafði talið í sig kjark til að fara niður, tók hún hrifin á móti honum. —- Kemurðu nú loksins niður til að lyfta þér svolítið upp? sagði hún glaðlega. — Það var fallega gert af þér ... Friðrik varð að stilla sig til að geta haldið þessum hæverska tónblæ, sem hann hafði lært að nota. — Ég er ekki að koma í heimsókn, sagði hann. ■— Ég er að koma til að kvarta. Yfir út- varpsfóninum. Hann truflar mig við vinnu mína. •—■ Ó, hvað! sagði Eva og setti stút á munninn. — Ég er að lesa, hélt Friðrik áfram, — og ég þarf að hafa vinnufrið. —• En það gæti nú verið nota- legt að fá svolitla tónlist með vinnunni, mótmælti Eva. — Eða ert þú kannski ekki söngelskur? - - Jú, ég er söngelskur, sagði Friðrik. — Ég er meira að segja inum ... hún ætti það hreinlega skilið, að henni yrði kastað út. Nú hækkaði hún fóninn ennþá meira, það heyrði hann, og reiði hans óx. Ef hún hefði ekki verið kvenmaður . . . að minnsta kosti einhvers konar kvenmaður ... hefði hann þegar hringt til hús- varðarins. En fyrir mann, sem hafði hlotið uppeldi eins og Frið- rik, var það ekki auðvelt að framkvæma róttækar aðgerðir, þegar um konu var að ræða. Karlmaður lætur aldrei til skar- ar skríða gagnvart konu, hversu lítilf jörleg kona, sem hún er ... Og enn hafði hann ekki tæmt hinn beiska bikar í botn, því að þrem dögum síðar hélt Eva svo- lítið samkvæmi ... og slíkt og þvílíkt samkvæmi hafði aldrei þekktzt í hinu ágæta tveggja hæða húsi. Friðrik hafði það á tilfinn- ingunni að gestirnir gerðu sitt ýtrasta til að mölbrjóta alla íbúðina niður. Þeir hrópuðu, sungu og dönsuðu ... og annað kastið virtist næstum eins og þeir reyndu að sparka út úr veggjunum. Klukkan var eitt að nóttu, þegar hringt var dyrabjöllunni hjá Friðrik. Það var löng og hvell hringing og Friðrik flýtti sér að ná í sloppinn sinn og inni- skóna, til að geta opnað. Slag- andi ungur maður með pappírs- hatt á höfði stóð við dyrnar og hallaði sér upp að dyrakarmin- um. Þegar hann kom auga á Friðrik í dyrunum, kallaði hann glaðlega: — Halló, halló! — Hver eruð þér? spurði Friðrik undrandi. — Hansimann, sagði slangr- andi maðurinn. — Ég heiti Hansi- mann. Og þú ert Friðrik ... er gott af að taka þátt í glaðlegu félagslífi. Og ég skal segja þér það ... og Hansimann blikkaði hann eins og í trúnaði ... Þeir eru áreiðanlega ekki allir, sem fá slíkan vitnisburð hjá Evu. Slík og þvílík frekja gerði Friðrik alveg mállausan. — Já ... ég skil það, sagði Hansimann hrærður. — Þú ert auðvitað svo hrærður að þú mátt ekki mæla og finnur ekki orð til að lýsa ,tilfinningum þínum og þakklæti. Já, já . . . það hefði ég einnig orðið í þínum sporum, en hugsaðu ekki um það núna. Náðu nú í smókinginn þinn og komdu niður til okkar. — Mér dettur ekki í hug, sagði Friðrik í ísköldum tón ... að ná í hvorki eitt eða neitt ... eins og þér segið. Þvert á móti ætla ég mér að fara í rúmið núna. Og ég vildi biðja yður að skila kveðju frá mér til Evu og fá hana til að hætta þessu ... sam- kvæmi. Ég þarf að fara snemma á fætur í fyrramálið. — Það þurfum við öll að gera, sagði Hansimann. — ... og ég þarf að sofa, sagði Friðrik og skellti hurðinni beint fyrir framan nefið á slangrandi manninum. EVA hélt þrjú slík samkvæmi og Friðrik kvartaði þrisvar sinn- um við hana yfir þeim, án þess að það hefði nokkur sjáanleg á- hrif á hana. í neyð sinni ákvað hann loksins að taka upp barátt- una á áhrifameiri hátt. Ef hún vildi stríð, skyldi hún sannarlega fá stríð. Ef hún hefði í huga að halda fyrir honum vöku, skyldi hann sannarlega sjá til þess að þeir sungu og kölluðu, stöppuðu fótunum, bönkuðu og hoppuðu og héldu hljómleika með alls konar eldhúsáhöldum ... og klukkan 3% um morguninn duttu þeir allir fimm út af hver í sinn stól, alveg uppgefnir. Þegar Friðrik mætti Evu dag- inn eftir, heilsaði hún honum glaðlega. — Skemmtuð þið ykkur vel í gærkvöldi? spurði hún. — Við höfum þá haldið fyrir þér vöku? spurði Friðrik ákafur. Nei, sagði Eva hlæjandi — ég svaf ágætlega. Svolítill hávaði gerir mér ekki neitt. Eftir þetta var Friðrik að því kominn að gefast upp. Hann hafði reynt að nota hennar eigin vopn gegn henni ... en ekkert dugði. Og þó ... hversu vonlaus sem staða hans virtist vera ... þá var þó það versta eftir. Tveim kvöldum eftir að hann hafði haldið sitt „samkvæmi“, var hringt dyrabjöllunni hjá hon- um. Alvarlegur maður á fertugs- aldri stóð við dyrnar. — Eruð þér Friðrik Hemming- sen? Friðrik varð að viðureknna að svo væri. — Nafn mitt er Haraldur Han- sen. Ég er húsvörðurinn. Ég er hræddur um að ég verði að tala svolítið við yður. Eva, hugsaði Friðrik. Hinir íbúarnir hafa kvartað yfir Evu, og nú vill húsvörðurinn vita, hvað mér finnst um málið. En málið fjallaði ekki um Evu. — Komið hafa fram nokkrar ákærur á yður, sagði húsvörð- urinn. — Alvarlegar kvartanir. Þér hafið á grófasta hátt raskað heimilisfriði og næturró annarra mjög söngelskur. En þessi hljóð ... eða óhljóð, sem koma frá þessari íbúð, eiga ekkert skylt við hljómlist. Ég fer þess fastlega á leit við þig að þú lækkir grammó- fóninn að miklum mun, ef þú endilega þarft að vera að leika á hann. Þau stóðu og litu kuldalega hvort á annað. ■— Jahá, sagði Eva að lokum. — Þú ert þá svona! En ég get sagt þér að ég leik eins hátt á grammófóninn og eins oft og ég vil ... ég geri yfirleitt það, sem mér hentar bezt í minni eigin íbúð. Þú skalt vita það! Síðan var hurðinni skellt á nefið á Friðrik, sem gekk upp til sín bæði æstur og reiður. Hann gæti klagað fyrir húsverð- það ekki? Vakti ég þig? — Hvort þér hafið vakið mig? leyfði Friðrik sér að segja mein- yrtur. — Þér virðist hafa það álit að hægt sé að sofa í þessum hávaða frá ibúðinni fyrir neð- an ... — Það er gott, ágætt, sagði Hansimann og kinkaði íbygginn kolli ... — þá hef ég sem sagt ekki vakið þig. En reyndu nú að fá lánað bros til að láta á var- irnar á þér, því að ég hef gleði- frétt að færa þér. Þér er boðið í samkvæmi. Það er Eva, sem hefur sent mig hingað upp. Farðu upp og fáðu Friðrik hing- að niður, sagði hún við mig. Friðrik er ágætur og mjög skemmtilegur strákur, sem býr hérna fyrir ofan, og hann hefur hann héldi einnig vöku fyrir henni. Og þá skyldi fólk sjá, hvort þeirra gæfist fyrr upp. Hann bauð fjórum vinum sín- um upp til sín eitt kvöldið, eftir að hafa hugsað út heljarmikla áætlun. Það voru fjórir alvar- legir og hugsandi ungir menn, sem allir höfðu sömu skoðanir á hlutunum og Friðrik. — Aðalverkefnið er að fram- kalla eins mikinn hávaða og unnt er, útskýrði Friðrik fyrir þeim. — Ómennið þarna niðri skal fá að vita, hvað það er að haldið sé fyrir manni vöku heila nótt. Þetta varð alveg einstakur við- burður. Fimm alvarlegir ungir menn kepptust við að framkalla eins mikinn hávaða og þeim var unnt, sjálfum sér til engrar gleði, íbúa hússins. — Ég! stamaði Friðrik. — Fyrir tveim kvöldum, hélt húsvörðurinn áfram, — eigið þér að hafa haldið hljómleika með pottlokum, sparkað í veggina og gólfið og orsakað svo mikinn hávaða að hann heyrðist í ná- grannahúsunum. Þér hljótið þó að skilja, hr. Hemmingsen, að svona nokkuð getur ekki gengið. — Er það Eva, sem hefur kvartað? spurði Friðrik. — Eva. — Já ... unga stúlkan, sem býr hérna fyrir neðan? Húsvörðurinn hristi höfuðið. — Hún hefur ekki sagt eitt ein- asta orð. Kvörtunin kom frá hin- um íbúunum. Húsvörðurinn gQ — VIKAN 36. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.