Vikan


Vikan - 05.09.1963, Qupperneq 39

Vikan - 05.09.1963, Qupperneq 39
er aðförin var gerð að þeim haustið 1054. Sumum var gefið líf að nafninu til, en voru ým- ist blindaðir, tunguskornir eða handhöggnir, og síðan fluttir að Bæ í Borgarfirði, en þar áttu Krýsar mikið land og gengu nokkur kaupskip þeirra jafnan í Hvítá. Var svo látið heita að með þessu tiltæki hefði „munka- regla“ stofnuð verið að Bæ í Borgarfirði. Þrír Krýsar komust þó undan ómeiddir og lögðust í óbyggðir, lágu í Hallmundar- hrauni og Arnarvatnsheiði næstu missiri, en komust þá í skip með írskum kaupmönnum og af landi brott. UM LÆRISVEINA KOLSKEGGS. Kolskeggur vitri hafði ritara sína og lærisveina í tveim flokk- um. Var annar flokkurinn (helm- ingur liðsins) á Vífilsstöðum undir forustu Ioans Kiarualar- sonar „inns gamla“, en hinn í Krýsavík undir forustu Kol- skeggs sjálfs. En yfirumsjón með báðum stöðunum hafði Kol- skeggur. Alls voru hinir lærðu Krýsar og nemar þeirra 26 tals- ins, 13 í hverjum stað. Kolskegg- ur og allir lærðir Krýsar fóru ávallt hvítklæddir. Sagður er Kolskeggur hafa átt 12 hvíta hesta, mikla fáka, blendinga af arabisku og norrænu kyn og báru allir Faxanöfn. Hafði Kolskegg- ur sex þeirra á Vífilsstöðum en 6 í Krýsavík og skipti jafnan um, er hann reið í milli. Hundar tveir, hvítir og stórir, eltu hann og runnu með honum hvert er hann fór. DÝRALÍF Á DÖGUM KOLSKEGGS. All fróðleg er frásögn Kol- skeggs um dýralíf hér á landi, fyrir og eftir landnám norrænna manna. Hann segir, að enn sé mikið af villtum geitfénaði í fjöllum og skógum, einkum í Reykjanesfjallgarði og enn verði vart villisvína, sem norrænir menn hafa ekki flutt inn og hann veit engan uppruna að. Segist hvergi hafa séð þau á ferðum sínum utanlands. Þau temjist ekki og séu skæð viður- eignar. Um það er sagt eitthvað á þessa leið: „Áður runnu dýr þessi í stærri og minni flokkum frá skógi og í fjörur og svo ill viðskiptis að víggirða varð nokkra bæi á Suðurnesjum fyrir ásókn þeirra. Þau voru eigi stór- vaxin, en höfðu vígtennur eða skögultennur í kvofti og beittu þeim sem vopni.“ Kolskeggur gaf fyrstur Is- lendingum stafrof, (latneska stafrófið). Kolskeggur orti Háva- Nlvea lnnlheldur Eucerit — efnl skylt húSUtunni — frá þvi stafa hln góSu áhrlf þess. ÉG NOTA NIVEA EN ÞÉR? NúlS Nlvea á andlltiS aS kveldl: Þá verSur morgunraksturinn þægllegrl og auSveldari. Og eftir raksturinn hefur Nivea dásamleg áhrif. GOTT ER AÐ TIL ER NIVEA! LátiS NIVEA fullkomna raksturinn. mál og reit sjálfur ina miklu bók: Brenna“, (Þrísögn. Gunn- ars, Höskuldar og Njálssaga). Auk þess er Kolskeggur sagður hafa ritað með eigin hendi: Lax- dælu, Gunnlaugssögu, Hrafn- kelssögu og Ófeigssögu (Banda- mannasögu), er var síðust rit- verka hans og kostaði hann lífið. Eins og gefur að skilja hefur lítið sem ekkert varðveizt ó- breytt af ritum Krýsa. Fornsög- urnar, íslendingasögurnar og fornkvæðin voru flestar endur- ritaðar og endursamdar um daga Snorra Sturlusonar, fyrir og eft- ir lok þjóðveldisins. En margt var þá þegar glatað eða affært og margt hefur misfarizt síðan. Frásagnir af Krýsum hafa varðveitzt í gegn um aldirnar á mörgum tugum stafrófa af „galdrarúnum“. Jochum Egg- ertssyni hefur tekizt að finna lykla að og ráða nær 30 tegundir af dulrúnum af nær 100 stafróf- um er hann hefur í sínum fórum auk allmargra ,,kerfa“ af mál- rúnum, „viðkenndum" og „óvið-- kenndum“. Mun Jochum vera fróðastur allra núlifandi íslend- inga í þýðingu galdrarúna svo- nefndra. Það mun sennilega vera al- gjörlega ókannað mál, hvað Pap- ar á írlandi og Suðureyjum hafa ritað um ísland og Islendinga til forna og vissulega verðugt rann- sóknarefni, og vissulega stendur íslenzka þjóðin í mikilli þakkar- skuld við þá menn, sem leggja fram annan eins skerf og Jochum Eggertsson hefur gert á þýðingu fornra rúna. Þór Baldurs. ERU ÍÞRÓTTA- STJÖRNUR GALLA- GRIPIR? Framhald af bls. 11. virkir íþróttamenn að meðal- tali? — Glimumennirnir lengst, eða 17 ár. Skíðagarparnir liafa að meðaltali verið virkir i sinni iþróttagrein í 12 ár; knatt- spyrnumennirnir i 13 ár. — En ekki hafa þeir verið í fremstu röð allan þann tíma. — Nei, að meðaltali liafa þeir verið það í sex ár. — En veldur það ekki ósam- komulagi í hjónabandinu, þegar eiginmaðurinn — ef liann er t. d. glímumaður —■ verður að halda sér í stöðugri þjálfun og haga sér samkvæmt því í full tíu ór eða lengur? —■ Jú, sumar af eiginkonum þessara iþróttagrapa virðast liafa verið afbrýðisamar gagn- vart íþróttunum. — Hjónabandið hefur þá ekki verið hamingjusamt? — Jú, yfirleitt held ég að i- þróttagorpum hafi tekizt að vera hamingjusamir, bæði í VARALITI R ILMKREM avoh hjónabandinu og sem einstakl- ingar. — Slíkt fer að sjálfsögðu mest eftir manninum sjálfum? — Já. — Þeir iþróttamenn, sem hér um ræðir, hafa lagt stund á iþróttir frá þvi þeir voru um tvítugt og til 30—35 ára aldurs. Sumir mun lengur. Hvernig hef- ur þeim gengið, að stunda at- vinnu sína, ásamt íþróttunum? — Svo er að sjá, sem þessir menn liafi ekki sjálfir orðið sér úti um fast ævistarf, fyrir en í- þróttaferill þeirra var að miklu leyti á enda. — Er hugsanlcgt að þeim hafi orðið betur til með vel launaða vinnu, einungis fyrir það, að þeir voru kunnir íþróttagarpar? —-Hversvegna„einungis“? Það er mín skoðun, að ungur inaður, sem leggur sig allan fram i þvi skyni, að ná sem mestum árangri i íþróttunum, muni líka leggja VIKAN 36. tbl. 39

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.