Vikan


Vikan - 05.09.1963, Blaðsíða 31

Vikan - 05.09.1963, Blaðsíða 31
þagnaði andartak. — Því miður hr. Hemmingsen, en ég er hrædd- ur um, að þér verðið að ílytja héðan. Friðrik ætlaði ekki að trúa sín- um eigin eyrum: ■— Flytja? Húsvörðurinn kinkaði kolli. — Smáveizla svona við og við kem- ur ekkert að sök ... en þetta leit út fyrir að vera hreinn leikara- skapur ... strákapör. Það var eins og þið hefðuð svona hátt að yfirlögðu ráði. Að sjálfsögðu verð ég að tala við hina íbúana fyrst, en ég er hræddur um, að það endi með skriflegri uppsögn innan hálfs mánaðar. ÞAÐ fyrsta, sem Friðrik gerði, þegar húsvörðurinn var farinn, var að fara niður til Evu. Þetta var nú allt saman hennar sök. — Það er líka þér að kenna ... hvæsti hann, þegar hún opnaði dyrnar. — Hvað er mér að kenna? — Að það á að segja mér upp íbúðinni. — Er búið að vísa þér á dyr ... út úr þinni eigin íbúð? spurði Eva vantrúuð. Síðan sagði hann henni alla söguna, frá upphafi til enda ... hikandi og stamandi ... síðan alveg bálvondur. — Heyrðu ... komdu innfyrir, sagði Eva. — Við reynum að komast að niðurstöðu með, hvað bezt er að gera. Og það var alls ekki sem verst að tala við hana, ekki eins og hann hafði haldið. Samúðarfull var hún líka... og mjög reið við húsvörðinn. Samtali þeirra lauk með því að Friðrik bauð Evu út um ÞRIÐJA kvöldið fann Eva lausnina á vandamálinu. — Þú getur bara flutt inn til mín, stakk hún upp á. Friðrik starði á hana: — En hvað myndu allir nágrannarnir segja? — Ja ... auðvitað verðum við að gifta okkur fyrst, sagði Eva fljótmælt ... — Mig hefur reynd- ar lengi langað til að giftast þér ... — Ert þú að biðja mín? spurði Friðrik alveg forviða. — Nei, svaraði Eva blíðlega. — Þú átt að biðja mín. Og Friðrik bað hennar, því að hvað er hægt að gera, þegar maður stendur uppi alveg hús- næðislaus og það á þessum hús- næðisleysis tímum? Jæja . .. en það kom svo í ljós, að það hefði í rauninni aldrei verið nauðsynlegt fyrir Friðrik, því að hann fékk aldrei þessa væntanlegu skriflegu uppsögn. En Friðrik var maður, sem aldrei gengur á bak orða sinnai Og þar að auki var honum alls ekki á móti skapi að kvænast Evu, þeg- ar allt kom til alls. Þau giftu sig tveim mánuðum síðar, og í brúðkaupsveizlunni fékk Friðrik síðasta og stærsta áfallið. Hann gekk um meðal gestanna, tók í hönd þeirra og svoleiðis, þegar hann snögglega uppgötvaði að hann var að hrista hönd húsvarðarins. — Góðan dag, gððan dag, sagði húsvörðurinn ... — og til ham- ingju með daginn. Friðrik dró sig í hlé og náði í Evu. — Heyrðu, sagði hann æstur, — er þér ljóst að húsvörðurinn FJARSTÝRÐUR EIGINMAÐUR. Framhald af bls. 13. ekki étandi nema á haustin. — Þá er það samkomulag okk- ar á milli, sagði hann. Þú hættir þessum töfrakúnstum þínum. -— Það eru ekki neinar töfra- kúnstir, maldaði hún í móinn. — Ivallaðu það því nafni, sem þú vilt, en þú beitir þeim bara ekki framar. Hálfum mánuði síðar kom hann heim með loðkápu og gaf henni. -— Hvernig í ósköpunum gaztu vitað að mig langaði til að eign- ast loðkápu? spurði hún. Og einmitt úr minkaskinni. . . — Já, hvernig i ósköpunum gat ég vitað það, endurtók hann ásakandi. Það var ekki fyrr en nú, að hann minntist þess að liann hafði alls ekki ráð á að gefa henni loðkápu, og alls ekki loðkápu úr minnkaskinni. Og um leið var liann ekki lengur í neinum vafa um að liún liafði náð einliverju óskiljanlegu valdi yfir honum, sem hann mátti ekki rísa gegn, hversu feginn sem hann vildi. Eftir þetta gerðist hann stöð- ugt alvarlegri og fámálli. Álit hans og velmegun jókst stöðugt, en hann gerði sér um leið ljóst, að sú frekja og dirfska, sem hann beitti í stöðugt rikari mæli, var lionum alls ekki eiginleg. Hann eignaðist sitt eigið hús. Hann var af öllum talinn sjálf- sagður eftirmaður bankastjór- ans. Árangurslaust reyndi hann að sannfæra sjálfan sig um, að — Það var ósk þin, sem gerði að ég vaknaði, varð honum að orði. — Eg gat ekki með neinu móti sofnað, umlaði í henni. En nú er það i lagi, nú sofna ég elsk- an min. — Helvízka galdranornin þín, æpti hann. Er ég þá ekki einu sinni sjálfráður fýsna minna? — Ég er kona, sagði hún. Þú ert karlmaður. Á stundum þráir þú mig og á stundum þrái ég þig. Er nokkuð eðlilegra en það? Hann varð að viðurkenna að óskir liennar hefðu rétt á sér hvað þetta snerti. Engu að síður þraut hann alla karlmennsku til að uppfylla óskir liennar upp frá þvi. Sjálfur skildi hann það raunar sem merki um það, að kynferðislegar óskir hennar liefðu ekki áhrif á hann lengur, og skoðaði það í rauninni sem nokkurn sigur. Ég er karlmaður samt sem áður, sagði hann. Og hann varð gamall fyrir ár og undi þvi illa að vera karlmaður á þennan liátt. Það var einn daginn, að banka- stjórinn stefndi lionum inn í einkaskrifstofu sína, til að votta honum aðdáun sína og þakklæti fyrir tillögur, sem hann hafði borið fram. — Hún enn einu sinni, hugs- aði hann gramur. Áður en hann kynntist henni, kom lionum aldrei til hugar að leggja fram neinar tillögur. Og allt í einu . . . allt í einu fann hann til einhvers annarlegs fiðrings i lófunum, og um leið vaknaði með honum ákaflega sterk löng- un til að myrða bankastjórann. Bölvaður feiti götlurinn þinn, kvöldið .. . bara til að geta í ró og næði rætt málið nánar. Eða kannski var það Eva, sem fékk hann til að bjóða sér út ... Frið- rik var ekki alveg viss um það. En þau fóru nú út að minnsta kosti ... og ekki einungis þetta eina kvöld, heldur einnig tvö næstu kvöld, og það fór reglu- lega vel á með þeim. Friðrik fannst þetta vera orðið ærið léttúðarlegt líf, þegar litið var nú á að segja átti honum upp íbúðinni, og smám saman rann það upp fyrir honum, að hið fyrra álit hans á konum var ekki ævarandi. Ung stúlka ætti reynd- ar að vera falleg og eðlileg, en einnig röggsöm og skemmtileg og sjálfstæð, það fannst honum orðið. er hérna? — Hvaða vitleysa, sagði Eva. — Jú, þarna, sagði Friðrik og benti. — Þetta er ekki húsvörðurinn, sagði Eva. — Þetta er hann Kristján ... uppáhaldsfrændinn minn. Hann gerir alltaf það, sem ég bið hann um ... mjög skemmtilegur náungi skal ég segja þér. En húsvörður er hann nú ekki. Og Friðrik leit á brúði sína með óútreiknanlegum svip og hugsaði sitt af hverju ... en upp- hátt sagði hann ekkert. Það er nú svo, að það er ekkert skemmtilegt að koma af stað rifrildi á sjálfan brúðkaupsdag- inn. * BB. allt yæri þetta hans eigin dugn- aði og hæfileikum að þakka, en hann vissi of vel hvað var til þess, að sú viðleitni bæri nokkurn árangur. Hann var eins og hver önnur strengbrúða, sem liagaði sér samkvæmt þvi sem óskir liennar kipptu i hverju sinni, og hann megnaði ekki að brjótast undan álirifavaldi henn- ar. Nótt eina vaknaði hann allt i einu, hrökk upp við það að hann þráði liana svo ákaft, að liann varð að njóta hennar. Hún lá vakandi við lilið honum, lét umsvifalaust að vilja hans og veitti honum allan unað. En þeg- ar þvi var lokið, og liann var að þvi kominn að sofna, datt hon- um skyndilega nokkuð í hug. liugsaði hann; eiginlega er það mitt sæti, sem þú situr í . . . . það ert þú, sem heldur fyrir mér sætinu. Hann fann að hann bar ekki minnstu virðingu fyrir banka- stjóranum lengur; fann að öll heilbrigð skynsemi var allt i einu fokin út í veður og vind, fann að hann var ekki lengur með sjálfum sér. Og hann reis á fæt- ur. — Þér verið svo einkennileg- ur að sjá, svo allt í einu, varð bankastjóranum að orði. Þér hljótið að vera eitthvað lasinn. Hann hneig aftur niður á stólT in. Þerraði kaldan svitan af enni sér. Enn er það hún, hugsaði liann. hann. Nú vill hún að ég myrði VIKAN 36. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.