Vikan


Vikan - 05.09.1963, Blaðsíða 4

Vikan - 05.09.1963, Blaðsíða 4
!‘Jyrir hauslið fáum við mikið úrval af regnkápum, með og án kuldafóðurs. Einnig léttar úlpur með hettu. Kápan hér á myndinni er úr vatnsþéttu poplin með kuldafóðri. Tízkuverzlunin Guðrún Rauðarárstíg 1 - Sími 15077. Ósvífni ... Heiðraði Póstur! Hérna um daginn kom ég í bæinn og fór þá, eins og gefur að skilja á vertshús. Ég hef svo- sem komið áður á svoddan hús, og labbað mig þar inn afskipta- laust. En nú brá svo við, að dyra- vörðurinn benti mér á stúlku, sem sat úti í horni, og sagði: „Þú borgar þarna.“ Ég gekk til stúlk- unnar sem spurði: „Fyrir einn?“ „Já, fyrir einn,“ svaraði ég. — „Það eru 25 krónur.“ Síðan reif hún tvo miða úr rúllum, sem stóðu á borði fyrir framan hana. Á öðrum miðanum stóð: Að- göngumiði að vínveitingahúsi. Skemmtanaskattur . . kr. 8.00 Menningarsj.gjald .... — 2.00 Samt. — 10.00 Álag hússins allt að . . — 5.00 Samtals allt að .........— 15.00 Þetta er nú allt gott og blessað, en sagan er ekki' öll. Á hinum miðanum stóð: Snyrti- og fata- gjald, og sá miði kostaði kr. 10.00. Nú þetta gera kr. 25.00. En þar sem ég var nú ekki í neinum frakka leyfði ég mér að gera athugasemd við seinni mið- ann. En takk fyrir, mér var tjáð, að þetta yrði ég að borga, ef ég vildi fá inngöngu. Gott og vel, mig munaði nú ekki svo mikið um tíkallinn. Þegar ég kom upp á snyrting- una, fékk ég lánaða rakvél og renndi yfir kjammana á mér, og hélt að ég hefði nú fengið eitt- hvað fyrir minn snúð, en því var nú ekki að heilsa. Ég varð að gera svo vel og borga kr. 15.00 fyrir rakvélarlánið. Skóburstun- in kostaði kr. 10.00 svo loksins þegar ég komst á barinn var ég fimmtíukrónum fátækari. Segðu mér nú, Póstur góður, hvernig svona lagað getur gengið? Skagamaður. ---------Eins og ég segi alltaf, þegar utanbæjarmenn eru aff óskapast yfir ósiffum höfuffstaff- arins: „Þetta er nú ekkert“. Þetta er bara pínulítiff dæmi upp á ósvífnina í öllum þjónustu- málum íslendinga. En þaff er gott aff hamra á þessu — þótt flest bendi til þess, aff þvílíkur og annar eins ósómi verði ekki upprættur í dag effa á morgun. Þess ber þó aff geta, aff hér í höfuffstaffnum eru a. m. k. tvö veitingahús, sem ekki heimta fatagjald fyrir ekki neitt — þ. e. a. s. enga yfirhöfn. Þau eru Naust og Hótel Saga. Svar til „Hafrúnar“ ... Mér virðist á skriftinni og framsetningunni, að þú sért enn ung að árum og því óreynd og ólíkleg til stórátaka á skáldskap- arsviðinu enn sem komið er. — Áður en þú ferð nokkuð að hugsa um að gefa þessa bók út, skaltu leggja hana undir álit einhverra, sem þú veizt, að vit hafa á. Þeir geta svo gefið þér góð róð um það, hvað vel er gert, og hvað betur mætti fara. Ef þú vilt endilega gefa bókina út, skaltu vita, að þú græðir ekki á þeirri útgáfu — nema þá þér takist að vekja upp eitthvert hneyksli með bókinni. Endurtekning ... Póstur minn. Ég fékk allt í einu óviðráðan- lega löngun til þess að skrifa þér. Það, sem mér liggur á hjarta, er sosum ekki nein ný bóla, en þó bóla, sem losna verð- ur við. Ég hef líklega farið svona fjór- um sinnum í eitt kvikmyndahús hérna í bænum, síðan í maí eða júní. Þarna hafa verið til sýnis ágætis aukamyndir á undan að- almyndinni, eða nánar tiltekið fréttamyndir. Gallinn er bara sá, að í þau fjögur skipti, sem ég hef farið í þetta kvikmynda- hús, hef ég aðeins séð tvær mis- munandi fréttamyndir, enda þótt fréttamynd hafi verið sýnd þar í hvert einasta skipti. Það má öllu ofgera. Ég vil miklu frekar vinna það til að fá minna fyrir peningana mína en þurfa að horfa upp á sömu myndina tvisvar, kannski í sömu vikunni. Ég vona, að kvikmyndahúsin fari nú að venja sig af þessum ósið. Kveðja. Biologus. Má ... ? Kæri Póstur. Má maður giftast bróður fyrr- verandi mannsins síns? — -—• — Jájá, ef maffur bara vill — og hann vill. 4 VIKAN 37. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.