Vikan - 05.09.1963, Blaðsíða 9
KRÝSAR.
Kolskeggur vitri þ. e. kölski samkv. þjóðtrúnni, var 5. liður frá Vífli
Kormákssyni, þeim er með Ingólfi var, en þó ekki í beinan karllegg,
því Vífill átti engan son, en 4 dætur, sem upp komust.
Kolskeggi var veitt það bezta uppeldi og sú hæsta menntun, sem
hugsanleg var. Kolskeggur var í frændsemi við þá Njálssonu á Berg-
þórshvoli og í búð með þeim á Þingvelli þegar rætt var um vígsmálin,
vorið á undan Njálsbrennu. Hann segist hafa verið 16 ára þá um haustið,
er brennan var framin. Ætti þá Njálsbrenna að hafa gerzt haustið 1012.
Segir Kolskeggur að það hafi verið í annað sinn er hann hafi komið
á Lögberg á Alþingi, en var þá búinn að vera nokkra vetur í klaustur-
skóla á eynni Iona á Suðureyjum.
Árið eftir Njálsbrennu fór Kolskeggur til Suðureyja aftur og þaðan
til Skotlands og Englands. Eftir það fór hann til Frakklands og var
í Svartaskóla næstu árin. Síðan hélt hann til Miklagarðs, Grikk-
lands, Egyptalands og Jórsala. Um Danmörk, Garðaríki, Bjarmaland og
Norðurveg fór hann á heimleiðinni. Er hann kom úr þessum miklu
leiðöngrum af Austurvegi, lét hann þó ekki staðar numið, heldur brá
sér til Vesturheims, til Grænlands og Vínlands og var þar á skipi, er
hann stýrði sjálfur. Var hann tvö ár í þeim leiðangri. En að því loknu
hóf hann margra ára ferðalag um Island, þvert og endilangt. Var hann
þá að afla sér gagna og staðfæra ýmislegt viðkomandi frumlandnámu
og fornsögu. Árið 1044 hafði hann fullgert frumlandnámu sína („Gull-
bringu“, ,,Gullskinnu“) og tekur þá til óspilltra málanna að skrá forn-
sagnirnar, fornkvæðin, konungasögur o. m. fl. jafnframt því sem hann
stjórnaði stórum skóla og stórbúi í Gömlu-Krýsavík og hafði yfirum-
sjón með öllum ritstörfunum og samræmdi þau, bæði í Krýsavík og
Vífilsstöðum. Allar voru sögurnar settar saman úr fjölda þátta og
skiptu þeir hundruðum. Ætt og uppruni og lífshlaup hvers einasta
landnámsmanns og afkomenda þeirra allt fram til 1030, var skráð í þátt-
um og svo vísur, sem ortar höfðu verið um atburðina. Allt var þetta
skráð á papyrus og biblos, og því allt sem nokkurs konar uppköst,
en tilætlunin að koma öllu á kodex (bókfell, skinn), þegar fullsamið
væri og fullkarrað og til þess hafði Kolskeggur mikinn útbúnað síð-
ustu misserin, en entist ekki aldur til að koma því í verk.
Sigrún, móðir Kolskeggs, stóð fyrir búi með honum í Gömlu Krýsa-
vík og sýndi hann móður sinni jafnan slíka kurteisi og virðingu, sem
væri hún konungborin. Hún er sögð hafa bjargað öllum handritunum
og komið þeim í jarðhýsi eitt um leynigöng, neðanjarðar, en látið sjálf
lífið í reyknum og svælunni og fundist dauð í þessum undirgangi, löngu
síðar; því þeir, sem að sóttu létu sér ekki nægja minna, en brenna
staðinn til kaldra kola, áður en frá var horfið. En þessari miklu dáð
þessarar stórbrotnu konu var þó ekki meira' á lofti haldið en það, að
hún var, að minningum verka sinna, kölluð: „Sigrún kelling", eða
„Krýsa kelling, sú er í svælunni kafnaði11.
Helztu samstarfsmenn Kolskeggs vitra, voru fyrst og fremst fyrir-
rennari hans, meistarinn Ioan „inn gamli“ Kjarualarson, höfundur
Völuspár og Land-Erna-Sögu, þríleiksins mikla, sem var afmáður eftir
að norræna höfðingja-, kirkju- og konungsvaldið náði tökum og
yfirráðum.
Ioan „inn gamli“ var sagður hafa legið dag og nótt, við arineld, er
vaktaður var, að aldrei kulnaði. Hann neytti engrar fæðu utan lítið
eitt fuglaeggja og sýrðrar mjólkur, en drakk jurtaseyði. Engum manni
veitti hann áheyrn eða viðtal nema Kolskeggi einum og var enginn
viðstaddur samræður þeirra. Þjóna sína ávarpaði hann aldrei, en gaf
allt til kynna með táknum og merkjum. Hann mun hafa verið orðinn
mjög gamall, er hann orti Völuspá, og var þá enn í gömlu Krýsavík.
En þeir Krýsar og aðalrithöfundar, sem næstir gengu Kolskeggi voru
þeir Grímur Hrafnsson og Rymskati Asklaugarson.
Grímur Hrafnsson tók saman Egils-Sögu Skallagrímssonar og fleiri
sögur og þætti og orti skáldkvæði. Hann var fæddur árið 999, af
Mýramannaætt, laungetinn. Var ungur tekinn í fóstur af Krýsum og
naut þar kennslu og menntunar. Það var Grímur þessi, er reit fræði
mikil með tánum fóta sinna, að Bæ í Borgarfirði, eftir að hann hafði
vreið fluttur þangað og búið að tunguskera hann og handhöggva.
Rymskati Asklaugarson. Hann var sagður mesta hamhleypa til rit-
starfa og efnilegasta skáld allra þeirra yngri krýsostómasa (gullmunna).
Réðst ungur á kaupskip Krýsa og í siglingar með kaupmönnum þeirra.
Fór uppkominn í skóla til þeirra Krýsa og reyndist afburðamaður að
námsþroska og gáfum. Hann var örlagatrúarmaður meiri en Grímur
Framhald á bls. 36
Q>jt 2 jj í
í rt' T D
$
ti W- 'V
M- H rf Li 1
Qí # $ í
Gí í ar n
st-G' <0. ■1
O-T ítt i
öí á ií
Gí feT
í & ¥■
G Jl NÍ
Oí ET X 1
^ J & i \ * . £ i lv 1
Kolskeggur
hinn vitri
Ýrberason varö
fyrstur til að
gefa íslending-
um stafróf.
Það var latínu-
stafróf.
En hér til
vinstri eru
hinsvegar
nokkrar
gerðir af
galdraletri
sem „Skuggi“
hefur þýtt.
VIKAN 36. tbl. — 0