Vikan - 05.09.1963, Blaðsíða 15
KRISTNAHN:
Rannske ég
njóti
nú fyrri lífa
— Ég hafði gaman af að skrifa
þessa sögu, sagði Kristmann Guð-
mundsson fyrir skömmu. — Þetta er
róman, sem ristir kannski ekki djúpt,
enda ekki til þess ætlazt. Sagan er
skrifuð að öllu leyti fyrir Vikuna, og
unnin sem framhaldssaga.
— Er mismunur á að skrifa fram-
haldssögu og venjulega bók?
— Já, hann er töluverður. Maður
verður ávallt að hafa það hugfast,
þegar um framhaldssögu er að ræða,
að lesandinn les hana í köflum og
hvílir sig á milli, Þess vegna verður
spennan að vera svipuð alla tíð, og
dauðir kaflar mega helzt ekki sjást.
Þegar um bók er að ræða, getur mað-
ur stundum leyft sér að koma með
sálfræði spekúlasjónir eða annars
konar hugleiðingar.
:— Hefur þú áður skrifað fram-
haldssögur?
—■ Tvisvar fyrir útlend blöð og einu
sinni íslenzka sögu áður. Ég gerði
þetta mikið til að gamni mínu nuna,
en mest var það fyrir orð ritstjóra
Vikunnar, að ég lét verða af því.
— Var sagan lengi í smíðum?
— O-já. Það er eftir því hvernig
á það er litið. Efnið hefur verið að
brjótast um í mér í ein átta ár, tekið
breytingum og þróazt smám saman,
en aldrei var því ætlað að verða
framhaldssögu-stoff. Svo þegar ég fór
að vinna það, breyttist það aftur i
höndunum á mér og varð léttara en
upphaflega var ætlazt til. Það var
ágætt. Það tók mig um átta mánuði
að skrifa söguna. Auðvitað var ég
ekki að allan tímann. Stundum hef
ég annars brosað að því, að ég skildi
vera að skrifa gamansögu einmitt í
vetur — þessi vetur var nefnilega
ekkert tiltakanlega skemmtilegur!
— Hjúskaparmál?
— Blessaður nefndu ekki snöru
í hengds manns húsi! Og þú mátt
ekki búast við að ég ræði einkamál
mín í blaðaviðtali.
— Hvert er annars álit þitt á
hjónabandi?
— Þetta er nú efni í margar
Skrýtiö, a3 ég skildi skrifa gamansögu, einmitt núna!
bækur. Ég myndi segja að hjónabandið væri
fyrst og fremst þjóðfélagsleg nauðsyn, meðal
annars vegna barnanna. En ég er ekki viss
um að það bæti neitt sambúð kynjanna. Þú
þekkir dæmisöguna um rottuna og ostinn?
Ostur er uppáhaldsmatur rottunnar ;— en
reyndu að binda hana við hann. •— En, án
gamans, þá álít ég að menn eigi að taka fulla
ábyrgð á gerðum sínum í ástamálum, ekki
síður en öðru, og það hvort sem þeir eru
kvæntir eða ekki. Flestir kvænast aðeins
einu sinni, en taka svo framhjá maka sínum
baki brotnu alla ævi, hvert sinn er þeir hafa
tækifæri til þess — þó ekki sé nema með
hugrenningasyndum. Persónulega er ég á
móti þessháttar framferði. Ég hef verið
dæmdur miskunnarlaust fyrir að gifta mig oft. En
hugazt gæti að þeir hörðu dómarar hafi ekki litið
í sinn eigin barm. Hafa þeir staðið við sínar gerðir
og greitt kostnaðinn af þeim?
— En hvað segir þú um þá menn, sem berjast við
fréistingarnar og halda sinni tryggð óskertri, og sigla
framhjá skerjunum án þess að skilja við sína konu?
— Mér þætti gaman að hitta einn slíkan — gætirðu
kynnt mig fyrir honum?
— Geturðu nú ekki sagt mér í trúnaði einhverja
ástæðu fyrir því að þú hefur kvænzt svona oft?
Skáldið glottir. — Ég hitti fyrir skömmu mann-
eskju, er telur sig muna mörg fyrri líf sín og þóttist
hafa verið mér samtíða í Egyptalandi fyrir tvö þús-
und árum síðan. „Þú hafðir þá stórt kvennabúr“,
Framhald á bls. 50.
VIKAN 36. tbl.
15