Vikan


Vikan - 05.09.1963, Blaðsíða 26

Vikan - 05.09.1963, Blaðsíða 26
MacMillan dansar viO konuna sína. BARNIÐ DÓ SEX DAGA GAMALT Ég fæddist 22. febrúar 1942 í Hayes í Middlesex. Ég var aðeins tvö og hálft kíló, og hafði stóran, ljósan hárbrúsk á höfðinu, eða það hefur mamma sagt mér. Ég man ekkert eftir raunverulegum föður mínum, vegna þess, að for- eldrar mínir skildu þegar ég var aðeins þriggja mánaða gömul. Þegar ég var þriggja ára hitti mamma stjúpföður minn, og hcfur mér alltaf þótt mjög vænt um hann. Hann hefur alltaf verið mjög góður við mig. Hann er einn af þeim mönn- um, sem ég mun aldrei geta sagt styggðaryrði um. Hvað viðvíkur mömmu, þá hef ég alltaf verið í uppáhaldi hjá henni. Hún sagði alltaf: „Ekkert nema það bezta fvrir þig.“ Allir þeir foreldrar, sem hafa átt dætur á táningsaldrinum, hljóta að skilja, hvernig þeim líður út af þessu öllu saman. Ég vona bara, að enginn kenni þeim um það, hvernig ég hef lifað mínu eigin lífi. DEKURBARN. Ég var of lítil þegar við fluttum frá Hayes, til þess að muna það. Við fluttum í litla íbúð í Wraysbury, en þar bjó ég mín uppvaxtarár. Húsið var svo sem ekkert til þess að gera veður út af. Aðeins tréveggir, klæddir með asbestplötum. En fyrir mér var þetta heimili — jafnvel þótt mig hafi af og til langað til að hlaupazt að heiman — ailtaf fullt af kærleik og heimilisyl. Það er ekki ósjaldan að mig hefur langað til baka í kyrrðina og rólegheitin í Wraysbury þessa síðustu og erfiðustu daga. Og oft áður, þegar á móti hefur blásið, hefur mér verið mikil fróun í því, að aka til Wraysbury og njóta kyrðarinnar í einveru með álmtrjánum við ána bak við húsið. Sterkustu endurminningar bernsku minnar eru þær, þegar ég sat tím- unum saman undir eldhúsborðinu og lék mér við köttinn okkar. Árangur- inn af dekri mömmu við mig lét ekki á sér standa. Ég varð alger mömmu- stelpa, sem orgaði ef hún vék frá mér, jafnvel ef hún aðeins fór á bíó, eða skrapp út til grannkonunnar, eins og hún gerði oft. Stjúpfaðir minn var allt öðruvísi. Hann var við mig rétt eins og ég væri sonur hans. Hann var mjög ákveðinn — næstum því strangur. Ég er viss um, að ég á honum mjög mikið að þakka líkamsbyggingu mína og limaburð, því hann gætti þess alltaf mjög vel að ég sæti vel upprétt við matarborðið. KNATTSPYRNULEIKIR. Og ástæðan fyrir því, hve dugleg ég er að synda, er einnig sú, að hann kenndi mér það með harðri hendi — með því að kasta mér í ána, í hyl- djúpt vatnið. Hann vildi að ég lærði að bjarga mér á eigin spýtur. Hann kenndi mér til dæmis að aka bíl þegar ég var aðeins .tólf ára. Hann sagði við mig: „Keyrðu nú niður að afleggjara og heim aftur. Og ef ég sé svo mikið sem eina skrámu á bílnum þegar þú kemur til baka, þá máttu vera viss um, að þú færð skrámu líka!“ Hann fór oft með mig á knattspyrnuleiki, til þess að ég lærði að meta harða baráttu og góðan leik. Þegar hann komst að því, að ég var myrk- fælin, lokaði hann mig úti á dimmum kvöldum, til þess að venja mig við myrkrið. Einu sinni beit hundurinn minn mig. Pabbi varð alveg öskureiður, og sagði, að það yrði að skjóta hundinn. „Þú verður að fara með hann til Ég varð strax sem berg- numin af Ward. Hann fékk símanúmerið mitt hjá Ar- abanum. ENDURMINNINGAR CHRISTINE KE 26 VIKAN 36. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.