Vikan


Vikan - 05.09.1963, Blaðsíða 29

Vikan - 05.09.1963, Blaðsíða 29
Húsið var tveggja hæða með fjórum íbúðum samtals. Friðrik bjó á efri hæð til vinstri. Það var tveggja herbergja íbúð með ágætu eldhúsi, og hún var alveg nógu stór fyrir hann. Sambýlisfólkið var eins og sagt er alltaf „ágætt og viðkunnanlegt fólk“, og þar sem Friðrik var líka viðkunnanlegur ungur mað- ur, fór vel á þessu öllu saman. Hann var tuttugu og tveggja ára, las líffærafræði og notaði mest allan frí- tíma sinn til að lesa. Það var mjög sialdgæft að hann færi í kvikmyndahús. .. í mesta lagi á tveggja vikna fresti. Annars átti hann eitt húsdýr, en þar sem það var skjaldbaka að nafni Hansen ... og var gædd þessum sérstöku rólyndis- hæfileikum, sem einkennir skjaldbökur ... þá var hún nábúunum ekki til neinna óþæginda. Þriðjudag einn í febrúar flutti frú Gorder, sem hingað til hafði átt heima á hæðinni fyrir neðan. Tveim dögum síðar kom nýi leigjandinn. Það kom á daginn að það var ung stúlka, og Friðrik hafði það á tilfinningunni frá fyrstu stundu, að hann kærði sig ekki um hana. Skoðun hans á stúlkum einkenndist af nokkuð gamaldags mælikvarða. Þær áttu að vera feimnar og hlédrægnar, hræddar við mýs og þrumuveður. Nýi leigjandinn uppfyllti engin þessara skilyrða. Hún virtist ráðrík og sjálfs- örugg. Hún notaði andlitskrem . .. „smínk“ eins og Friðrik kallaði það . .. á þann hátt, að Friðrik gat ekki annað en kallað það áberandi og hneykslan- legt. Sér til mikillar skelfingar sá hann, að meðal muna þeirra, er hún flutti með sér, var heljarstór og kraftmikill útvarpsgrammófónn. Þegar hún þar að auki var hamingjusamur eigandi að hræðilegum og stöðugt geltandi hundi, var mælirinn fullur, og Friðrik fór að renna grun í að fram- tíðin kvnni að fela í sér vissa erfiðleika. Hann mætti henni þegar daginn eftir að hún flutti. Friðrik var á leið niður stigann fram hjá dyrum hennar .. . hann var að fara í eina af þessum venju- legu kvöldferðum sínum . . . þegar hún opnaði dyrnar. — Halló! Ég er nýi leigjandinn hérna. Komið þér ekki innfyrir og heilsið upp á mig svona til að sjá, hvernig ég bý? Nú var Friðrik vanur því að heiman að sýna kvenfólki alltaf hina mestu hæversku. og því var hann í mestu vandræðum með að afsaka sig. Hún gekk á undan honum inn í stofuna. — Ég er hrædd um að ekki sé allt komið í röð og reglu ennþá hjá mér. Ég vona, að þér takið það ekki illa upp fyrir mér. Friðrik gat ekki þolað óreglu á neinum hlutum, en í þessari íbúð var allt á öðrum endanum, sem á annað borð hafði einhvern enda. Auðvitað .. . það varð hann að viðurkenna með sjálfum sér ... að hún hafði aðeins átt þarna heima í einn dag . . . En samt ... það var ekki að sjá að hún hefði nokkuð gert til að taka til. Hún kastaði nokkrum bókum og öðru á gólfið, svo að hann kæmist fyrir í :sófanum, og síðan rétti hún honum vínglas. — Setiizt niður ... svo ætla ég að laga tesopa fyrir okkur. Hún bjó til gott te. Reglulega gott, vel blandað te. Dýrt te. Auðvitað, hugsaði Friðrik, auðvitað :sóar hún peningum líka. — Eigum við ekki að þúast? spurði hún. — Ég heiti Eva. Og þú heitir Friðrik . .. það veit ég af því að það stendur á nafnspjaldinu þínu uppi. — Hinir leigjendurnir eru ágætt og viðkunnanlegt fólk, sagði Friðrik örlítið ■þurrlega. Hún fitjaði upp á nefið. Já, ég bjóst nú við því. Það er annars gott að það ert þú, sem ert fyrir ofan. Þessir gamlingjar þola sennilega ekki, að maður skemmti sér svolítið annað veifið, svona ekki alveg hljóðalaust. Þú getur verið alveg rólegur haft eins mikinn hávaða og þú vilt, ég hef ekkert á móti hávaða svona annað kastið ... — Þökk fyrir, sagði Friðrik ennþá þurrlegar, — en ég er ekki vanur að hafa neitt hátt. Hann bjóst við hinu versta eftir þetta sam- tal, og hræðsla hans varð að fullum veru- leika. í fyrsta lagi var það þessi hundur, sem gelti alveg sérstaklega hátt og stingandi, ekki hvað rninnst, þegar Eva var að heiman fyrir hádegið. Áður sat Friðrik oft heima og las, en honum var algjörlega ómögulegt að einbeita sér þegar þetta leiðinda kvikindi var að hamast. Hann reyndi að tala við Evu um þetta, en hún tók þetta nú ekki hátíðlega. — Þetta er bara vani, áleit hún. — Ég er viss um, að eftir tvær vikur getur þú alls ekki einbeitt þér við lesturinn, ef hann geltir ekki. Nei, en góði bezti, stattu ek! i þarna utandyra ... komdu inn og fáðu þér kaffisopa. Þá getur þú einnig kynrr'f hundinum betur. -—• Nei, takk fyrir, sagði Friðrik. — Ég get þakkað hundinum fyrir að eiga heilmikið eftir að gera af því, sem ég átti að ljúka í þessari viku. Framhald á næstu síðu. i dr Ég var að flytja, sagði hún. Komið þér og sjáið hvernig ég bý. GAMANSOM SMASAGA eftir HELGE HAGERUP VIKAN 36. tbl. 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.