Vikan


Vikan - 05.09.1963, Blaðsíða 32

Vikan - 05.09.1963, Blaðsíða 32
Verið nng: NOTIÐ SNYRTIVÖRUR ( DAGKREM NÆRINGARKREM ANDLITSMJÓLK ANDLITSKREM BODY MILK MAKE-UP STEINPÚÐUR LAUST PÚÐUR VARALITUR VARALITABLÝANTAR AUGNPOKAKREM AU GNHÁRALITUR AUGNSKUGGAR AUGNABRÚNABLÝANTAR KINNALITUR wm h /; legan á Hrútsmerkið (21.marz—20. apríl): Það hafa ekki allir úr eins mörgum tækifærum að velja og þú sérstaklega færðu gott tilboð eftir smá ferðalag sem þú ferð um miðja vikuna. í>ú þarft að leysa ýmis verkefni heima við sem þér eru ógeðfelld, vegna sérstakra aðstæðna. Nautsmerkið (21. apríl—21. maí): Margt mun verða til þess að koma þér á ÓYart, einkum á sviði ástamálanna. Næstu dagar munui að öllum líkindum verða mjög skemmtilegir. Vendur þig á að vera svolítið bjartsýnni og þú munt sanm- reyna að þér gengur hvað eina mun betur. Tvíburamerkið (22. maí—21. júní): Þótt þig langi mikið til að sýna einhverjum undii>- manni þínum yfirburði þína og vald þitt skaltu; fara varlega í allt slíkt. Sparsemi þíri hefur verið; helzt til mikil undanfarið, og jafnvel gert þig ergi- köflum, því skaltu nú venda þínu kvæði í kross og: vera verulega örlátur. Krabbainerki ð(22. júní—23. júlí): Haltu ákveðið þeirri stefnu sem þú hefur markað; þér. Gættu þín að gerast ekki hefnigjarn, einnig; skaltu varast ósáttfýsi þó þér falli ekki allskostair vel við meðbræður þína og systur. Ástarguðinm mun koma talsvert við sögu um miðja vikuna. Ljónsmerkið 24. júlí—23. ágúst): Þú ert ekkert sérlega vel fyrir kallaður og skaltu því hafa sem minnst fyrir staíni og hvíla þig vcl. Gættu þín á persónu sem reynir að veiða upp úr þér upplýsingar sem þú kærir þig ekki um að fari langt. Þú færð sérstæða heimsókn. Meyjarmerkið (24. ágúst—23. september): Þér óar hversu kostnaðarsamt það er að skemmta sér með félögum þínum, reyndu að finna leiðir til þess að þið getið skemmt ykkur á ódýrari hátt, einnig skaltu endurskoða hina persónulegu eyðslu þína. Misstu ekki kjarkinn þó ekki blási byrlega. Vogarmerkið (24. september—23. október): Skapaðu þér reglulegri starfshætti en þú hefur tamið þér, því þér mun ekki veita af öllu þreki þínu til framkvæmda. Það eru meiri líkur fyrir því að þér verði mistök á ef þú frsimkvæmir hug- myndir annarra en þínar eigin. Eyddu kvöldum vikunnar í rólegheitum. Drekamerkið (24. október—23. nóvember): Sæktu félagsskap þess fólks sem þú hefur ekki mikið umgengizt, það mun i og með létta undir lausn málefnis sem þú hefur velt lengi fyrir þér. Leitaðu skýringa á því sem þú ekki skilur og vertu ófeiminn við það. Hættu þér ekki út í neina tvísýnu á fjár- málasviðinu. Bogmannsmerkið (23. nóvember—21. dcsember): ©Þú hefur reynzt heldur óvæginn við félaga þinn og skaltu reyna að bæta úr því. Þú hefur mörg járn í eldinum um þessar mundir og mun þér verða sérlega vel ágengt með allt sem stendur í einhverju sambandi við vélar. Vertu léttbrýnni en undanfarið. Geitarmerkið (22. desember—20. janúar): AÞú óskar þér að vera leiðtogi félaga þinna, en þig skortir háttprýði. Ef þú vilt halda vinsældum iMgpJr verðurðu að virða einkamál annarra,. og vera ekki að sletta þér fram í það sem þér í rauninni kemur ekkert við. Vertu ekki of málgefinn. Vatnsberamerkið (21. janúar—19. febrúar): Eitthvað kemur þér á óvart í sambandi við ferða- lag sem þú hefur farið fyrir skörnmu. Þú hefur í bígerð smá breytingu á högum þínum sem þú skalt bíða aðeins með. Heimilislíf þitt mun verða mjög ánægjulegt og skaltu gefa þig meir að yngri meðlimum fjöl- skyJdunnar. ©Fiskamerkfð (20. febrúar—20. marz): Msnneskja sem þú hefur sízt reiknað með gerir þér, gr.'iða. Þeir sem þú hefur yfir að segja reynast dálítið erfiðir, en gættu þess bara að láta það ekki koma fram í geðsmununum. Kvöldstund með vin- um frá æskuárunum væri mjög vel varið. ■ ': ‘f. 4 m 32 — VIKAN 36. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.