Vikan


Vikan - 05.09.1963, Blaðsíða 12

Vikan - 05.09.1963, Blaðsíða 12
EIGINMAÐUR HETJAN í ÞESSARI STUTTU FRÁSÖGN ER UNG OG YNDISLEG EIGINKONA, SEM AUK ÞESS AÐ FULLNUSTU, ER KONUR Á ÖLLUM ALDRI HAFA REYNT AÐ NÁ TÖKUM A MEÐ MISJÖFNUM ÁR EKKI gat hann gert sér neina grein fyrir þvi sjálfur, hvers vegna hann fór út af veginum og hélt inn í skógarkjarrið, ekki greiðara en það var þó yfirferðar. Ekki gat hann heldur gert sér grein fyrir hversvegna hann beygði á stundum til vinstri og á stundum til hægri, og enn síSur hversvegna hann fór að liætta sér út i ána, sem bæði var straumliörð og stórgrýtt í botninn. Hann skildi það ekki fyrr en hann kom auga á stúlkuna. Hún lá þarna í urð og stundi lágt. — Loksins kemurðu, sagði hún. Ég held helzt að ég hafi fót- brotnað. Þetta var ákaflega fríð stúlka með mosagræn augu og dökk- jarpt liár. Hann snart fót hennar og hún rak upp sársaukavein. Einhvers- staðar hafði hann lært að binda um fótbrot til bráðabirgða; það kom sér vel nú og hann notaði limrenglur fyrir spelkur, sem hann lagði með varúð að fætinum og batt um með dúkræmum, sem hann reif úr skyrtunni sinni. Að þvi búnu bar hann hana á örmum sér þangað, sem stigur lá um kjarrið og hljóp af stað til að sækja hjálp. ....... Þegar hann kvaddi hana við sjúkrahúsdyrnar, leit hún á hann þakkaraugum, og bað hann að heimsækja sig einhverntima á með- an hún lægi þar rúmföst. Hann var dálitið utan við sig, því að augu hennar höfðu verið svo bul og djúp, en um leið var hann ákaflega stoltur af þvi, að hugboð sitt skyldi hafa vísað sér leiðina inn í skógarkjarrið, þar sem hún lá, slösuð og hjálparþurfi. Það var ekki neitt blekking- arhvískur, það hugboð. Hann heimsótti hana meðar hún lá í sjúkrahúsinu. Færði henni rósir. Hún þúaði hann enn sem fyrr. — Ég þekki þig svo vel, sagði hún. Það skildi hann ekki fyllilega. — Ég vissi af þér i nágrenninu, þegar ég lá þarna inni i kjarr- inu, sagði hún, eins og til skýringar. — Það var hugboð mitt, sem visaði mér leiðina til þín, sagði hann stoltur. — Og ósk mín, bætti hún við. Og þeim var það báðum ljóst, að forlögin hlytu að hafa útvalið þau, hvort öðru til handa, þegar í upphafi tímanna. Fótbrot henn- ar var ekki fyrr gróið svo að hún fékk að fara úr sjúkrahúsinu, en að þau gengu í heilagt hjónaband. Ilann var á góðum launum í bankanum. Og hann sá ekki sólina fyrir henni. SVO var það dag nokkurn í maímánuði, að það kom dálítið ein- kennilegt fyrir. Hann var á leið heim úr vinnunni, þegar hann stöðvaði bilinn allt í einu úti fyrir matvöruverzlun, brá sér inn og keypti þar lítinn pappírspoka af kanel. Þegar hann kom heim, vafði hún örmum um háls honum eins og hún var vön, og hann rétti henni kanelpokann — Ég var að sjóða graut handa okkur, sagði liún, og þá mundi ég allt í einu eftir því að ég ótti ekki svo mikið sem kanelkorn i bauknum í skápnum. Hann tók að spæna í sig grautinn. — Ósköp borðarðu dræmt, sagði liún. Finnst þér grauturinn ekki góður? — Það er ekkert að grautnum að finna, svaraði hann. En hvern- ig stóð á þvi, að ég stöðvaði bilinn svona allt í einu og fór inn í búðina og keypti þar kanel, án þess nokkur hefði orðað það við mig; geturðu sagt mér það? Hún leit á hann, hálfskömmustuleg og eins og hún vildi biðja hann afsökunar. — Ég nennti ekki út í búð, sagði hún, og það var orðið of seint að hringja i bankann til þín. Ilann ýtti grautardiskinum frá sér. -— En hvernig? spurði hann, hvernig fórstu eiginlega að þessu? — Öldungis eins og þegar ég lá þarna fótbrotin inni í skógar- rjóðrinu... þegar þú komst og fannst mig. Ég hara óskaði þess. Hann starði orðlaus á hana. Þegar hann hafði jafnað sig svo, að hann mátti mæla, sagði hann: — Segðu mér nánar frá þvi, Iivernig þú ferð að þessu. — Það er alls ekki svo erfitt, svaraði hún áköf. Ég einbeiti bara öllu þvi, sem býr liið innra með mér, dreg það saman i einn ör- litinn grjótharðan hnút hérna, sjáðu. Og hún lagði lófann rétt fyrir neðan bringsmalirnar. Þaðan, frá þessari stöð, sendi ég svo ósk- ina. En það er að sjálfsögðu ólíkt erfiðara hérna i borginni, held- ur en það var þarna i skógarkjarrinu. Það eru svo margar hindr- anir hérna, sem óskin verður að komast í gegnum, óskir ótal ann- arra, fýsnir og allskonar langanir. En ég get bókstaflega ekki bragðað graut kanelslaust, elskan mín. Hún hallaði eilítið undir flatt og brosti ástúðlega. Hún var svo yndisleg — og hún var konan hans. Seinna um kvöldið varð hann enn þungt hugsi. Það var þetta með bilinn. Eitt sinn hafði hann svarið þess dýran eið, að hann skyldi aldrei á ævi sinni kaupa bíl. Hann ætlaði sér ekki að verða feitur og eldast fyrir ár fram, veikjast fyrir hj'arta og allt það. Engu að siður hafði það gerzt einn daginn, að hann fór rakleitt inn í bílaverzlun og keypti sér bíl með afborgunarskilmálum; og nú leit hann á eiginkonu sína, strangur á svipinn og spurði: — En hvernig var það með bílinn? — Hvaða bíl? spurði hún ósköp sakleysislega. — Bílinn okkar? spurði hann. Óskaðir þú þér hann kannske líka? — En okkur kom saman um að kaupa okkur bíl, svaraði hún Ekki rak hann minni til þess. Og nú vildi hann fá að vita vissu sína. Hún setti stút á munninn. — Að þú skulir geta orðið svo æstur út af einum litlum kanelpoka. Fannst þér það í rauninni til svo mikils mælzt, að það taki því að vera með þessa rekistefnu? Hugs- aðu þér bara, ef ég hefði óskað mér þess að þú gæfir mér loð- kápu. . . — Loðkápu, urraði i honum, já, þú ættir bara að reyna það. Og ég fyrirbýð þér hér með héðan í frá að freista þess að hafa þannig áhrif á gjörðir mínar. Þú verður að gera svo vel að segja mér hreinskilnislega óskir þínar, og ef þú telur þig þurfa einhvers með. Þú veizt það vel, að ég get hvort eð er ekki neitað þér um neitt, sem ég á annað borð get veitt þér. — Jó, það veit ég, svaraði hún auðmjúk. Ég get ekki hugsað mér betri eiginmann en þig. TVEIM mánuðum síðar gekk hann rakleitt á fund bankastjórans og fór fram á launahækkun. Honum til mikillar undrunar varð bankastjórinn við beiðni hans, umyrðalaust. Honum fannst þvi að vonum fyllsta ástæða til þess að gera sér nokkurn dagamun, og á heimleiðinni keypti hann bæði blóm og vín. Hún hljóp upp um hálsinn á lionum um leið og hann opnaði dyrnar og spurði: — Hvað fékkstu milda launahækkun? — Tvö hundruð krónur á mánuði, hrópaði liann upp yfir sig og lyfti henni á arma sér. En varla hafði hann sleppt orðinu, þegar hann stóð sem högg- dofa. Eins og hann hefði allt i einu orðið fyrir reiðarslagi. Hún lá í örmum hans nokkurt andartak, en svo fór hún að ókyrrast og kvika til fótunum og hann setti hana frá sér. Ilann varð gripinn einhverju ofboði, en reyndi þó sem honum var unnt að hafa fulla stjórn á sér. —• Áttu við jjað, að það hafi verið ósk þín, sem varð þess vald- andi að ég fékk þessa launahækkun í dag? spurði hann. 22 — VIKAN 36. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.