Vikan


Vikan - 05.09.1963, Blaðsíða 46

Vikan - 05.09.1963, Blaðsíða 46
Framhaldssaga, sem hófst í síðasta hlaði: 2. hluti - teikning Baltasar „Kemur þú aftur “ spurði hún kvíðin. „Til að hjálpa mér í rúm- ið?“ Jane nam staðar í dyragættinni og bar þybbinn, þéttan líkama hennar við myrkrið i ganginum. Augu hennar virtust benda til þess, að hún berðist við einhverj- ar tilfinningar, en þegar liún tók til máls, var rödd hennar dauf og ^litlaus. „Já . . . ef þú vilt . . .“ Svo hvarf liún fram á ganginn. Blanche sat lireyfingarlaus og starði fram á eftir henni. Ógn- arþung þögn virtist ná tökum á húsinu, og Blanche fannst, að ef hún kæmist fram að glugganum og gæti dregið frá honum, mundi hún geta séð nóttina og stjörnurn- ar. Hún var að seilast eftir öðru hjólinu á stólnum, þegar hún stirðnaði snögglega, af þvf að hurðinni á herbergi .Tane hafði verið skellt harkalega. Húsið virt- ist allt hrópa í reiði yfir að frið- urinn skyldi rofinn þannig. Langa stund sat Blanche alger- Tega hreyfingarlaus og beið þess, að þögnin kæmi aftur i húsið, beið þess að hávaðinn af hurðar- skellinum hætti að bergmála og óma i þreyttum og hræddum taug- um hennar. II. HLUTI. Annar kafli. Þegar fyrst var komið með hana heim úr sjúkrahúsinu var hún borin upp á loft, inn i þetta herbergi, þá hafði hún ákveðið, að nauðsynlegt væri að taka víra- virkisgrindurnar, sem voru fyrir utan gluggana, frá þeim. Næstum strax eftir slysið, hafði stóra hlið- ið fyrir aðalinnganginum, sem gert var með sama hætti, ver- ið flutt á brott og selt i brotajárn, og hún vildi ekkert hafa í húsinu, sem gat rifjað það upp, er fyrir hafði komið. Hugur hennar hafði þó verið fullur af ýmsu öðru, því að hún var sem dofin af vissunni um það, að luin mundi aldrei geta gengið framar, og þess vegna hafði svo farið, að grindurnar voru aldrei teknar frá glugganum. Nú voru svo mörg ár liðin, og augu hennar voru orðin svo þjálfuð f að horfa út á milli viravirkisgrindanna, að hún vissi naumast af þeim leng- ur. Þennan morgun var glugginn opinn, og Blanche hafði ekið stól sínum að honum, því að liana langaði til að komast i snertingu við svalandi andvarann úti fyrir, þennan þurra vordag. Þegar hún laut fram, féll sólargeisli á vanga hennar, og þá varð hún aftur bjarthærða stúlkan, sem svo margir höfðu þekkt fyrir þrjátíu árum. Og þetla var enginn hug- arburður, því að Blanche hafði í rauninni aldrei glatað fegurð sinni. Nærri fullkomlega jafnir drættir liennar höfðu staðizt tím- ans tönn furðulega vel. Það kom meira að segja stundum fyrir, að fötlun Blanche virtist gæða liana sérkennilegum þokka og yndis- leik, sem var fremri æskufegurð hennar. Henni varð ósjálfrátt litið á næsta hús, sem byggt hafði verið í sama eða svipuðum stíl endur fyrir löngu, af smekkleysi pening- anna. Henni varð þá allt i einu ljóst, að á undanförnum þrjátiu árum var umhverfið orðið gamal- legt og sóðalcgt. Hana langaði allt í einu til að komast úr þessu húsi, verða laus við þetta her- bergi, sleppa við þá tilfinningu, að hún væri kviksett í fortíðinni. Það voru tilfinningar hennar, sem réðu því, að hún hafði hald- ið dauðahaldi í húsið öll þessi ár. ILún hafði raunverulega gert sér læss grein frá upphafi. Eftir slysið hafði lnin sárlega þarfnazt einhverrar áþreifanlegrar stað- festingar á þeim tíma áður fyrr, þegar hún hafði verið eitthvað meira — miklu, miklu meira — en ])essi aumingi, scm hún var nú orðin. Með því að halda dauða- haldi í húsið, hafði hún einnig haldið dauðahaldi í fortíðina. Þá sömu fortíð, sem henni fannst nú svo nauðsynlegt að slíta sig úr tengslnm við. Blanche kinkaði kolli einarðlega. Hún ætlaði að láta verða af þvf, hún ætlaði að hfingja til Berts Hanleys og biðja hann um að auglýsa, að húsið hennar væri til sölu. Bert var einn fárra tengiliða Blanche við umheiminn. Hann var einn þriggja félaga í fyrirtæki því, sem liaft hafði á hendi stjórn fjármuna hennar. Það var Be-rt, sem hafði af hyggindum komið sparifé hennar fyrir kvikmynd- irnar í góð, arðbær verðbréf, svo að hún og Jane hafði ekki skort neitt á umliðnum árum. Eftir slysið hafði Bert gert ráð fyrir, að Blanche mundi selja húsið, og hann hafði orðið mjög undrandi, ])egar hún neitaði að gera það. Hann liafði bent á ýms- ar ástæður fyrir því, að hún ætti að selja, húsið væri of stórt, of kostnaðarsamt í viðhaldi, of óþægilegt fyrir litla fjölskyldu og mundi falla ört i verði. Þar við bættist, að það gengi brjálæði næst fyrir fatlaða konu að búa á annarri hæð. En hann hafði orð- ið að gefast upp á fortölum sin- um, þvi að engu tauti varð við hana komið. „Þú munt sjá eftir þessu,“ hafði Bert hrópað í gremju sinni. „Sá dagur mun koma! Mundu það!“ Síðan liafði Bert ekki sinnt málefnum Blanche að neinu ráði, og liann hafði um síðir alveg hætt að nefna húsið, þegar þau ræddust við. Það voru raunar tvö ár, síðán Bert hafði síðast komið í heimsókn í Hillside Terrace, og samband þeirra hafði með tímanum orðið svo litið, að það var aðeins fólgið i fáeinum formlegum bréfum með upplýsingum um hag Blanche, en þó kom stöku sinnum fyrir, að þau töluðust við í síma. Andvarinn ýtti við hávöxnu eukalyptus-trénu við húsvegginn, svo að ein af greinum þess snerti gluggakarminn, eins og fingur hefðu klappað á hann. Blanche brosti með sjálfri sér að ein- beitni þeirri, sem liún fann sér svella i brjósti. Á morgun — eða hinn daginn i siðasta lagi — mundi hún hringja til Berts og segja honum að selja húsið fyrsta manni, sem gæfi sig fram, og fyrir hvaða verð, sem liægt væri að fá fyrir það. Ilún yrði að sjá sér fyrir bústað, þegar húsið hefði verið selt, og það mál yrði hún einnig að ræða við Bert. Bezt væri að flytjast þarna ofan úr hæðunum, því að það mundi gera minni kröfur til krafta Jane. Hún yrði að komast í nýja og bjarta íbúð, sólrika og skemmtilega, frá- brugðna þvi heimili, sem þær höfðu átt undanfarin þrjátiu ár. Blanche varð skyndilega ljóst, að vonbrigði hennar varðandi fortíðina, vonbrigðin sem sprott- in voru af að horfa á gömlu kvik- myndirnar, áttu einnig sína góðu og uppbyggilegu hlið. f dauðan- um gat endurfæðing einnig verið fólgin. Um leið og hún sagði þetta við sjálfa sig, tók hún eftir hreyf- ingu hjá húsinu við hliðina á, svo að hún laut fram til að sjá betur. Um leið og hún gerði það, var — VIKAN 36. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.