Vikan - 05.09.1963, Síða 51
snöggvast til þín, ég var að aka
síðasta elskhuganum mínum
heim. Hann var leiðinlegur,
greyið, og mig langar til að
rabba svolítið við þig.“
„Vertu velkomin, Lóa mín,“
svaraði Ása. „Ég var einmitt að
hugsa um þig og þú hittir vel
á; Herjólfur B. Hanson er á leið-
inni hingað. Hann segist vera
timbraður og aumur á allan hátt
— ég vona að þér lítist samt vel
á hann.“
„Ókei, blómið mitt! Ég kem
í einum grænum!“
Herjólfur B. Hanson var venju
fremur fölur þetta kvöld og hafði
eltki fyrr setzt, en hann bað
vinkonu sína að gefa sér í bjór-
kollu. „Ég var að rökræða við
tvö atomskáld og það er alltaf
þorstlát skemmtun," sagði hann
afsakandi. „Olið hennar mömmu
þinnar er indælt, ég vona að þú
kunnir líka að brugga það? Þegar
við flytjum saman ætla ég að
kaupa stóra eikartunnu í Áfeng-
isverzluninni og svo sjáum við
um, að hún verði alltaf full.“
„Þú ert bjartsýnn í kvöld, vin-
urinn,“ sagði Ása. „Og það vill
nú svo vel til, að mamma er
nýbúin að brugga, en ég er ó-
sköp hrædd um, að ég verði
aldrei eins flink og hún, hvorki
í því né öðru.“
Hún sótti öl í könnu og tvö
glös fram í eldhúsið og settist
hjá honum í rauða plussófann.
i.Ég á von á henni Lóu vinkonu
minni,“ sagði hún. „Þið eruð eins
og sköpuð hvort fyrir annað."
„Það held ég að varla geti ver-
ið,“ anzaði sálfræðingurinn og
nennti ekki að fara um það fleiri
orðum, en saup úr fyrsta glasinu
og hellti í það aftur. ,,Gott,“ sagði
hann. „Ágætt.“
í sama bili hringdi dyrabjallan
og Ása fór fram að taka á móti
vinkonu sinni.
Þegar hún kom inn aftur, var
í fylgd með henni frekar hávax-
in, ljóshærð stúlka, með óreglu-
lega andlitsdrætti, stóran, nautna-
legan munn, snjóhvítar tennur
og stór, blá augu. Hún var mjög
grannvaxin, en brjóstamikil, há
til hnésins og leggjafögur.
„Lóa Dalberg, vinkona mín —
Herjólfur B. Hanson,“ kynnti
Ása og bauð vinkonu sinni sæti
við hlið piltsins í sófanum. Því-
næst sótti hún glas fram í eld-
húsið og skenkti á það handa
henni, settist síðan gegnt þeim
við borðið.
Framhald í næsta blaði.
EINANGRIÐ./
GEGN HITA
OG KULDA
Þér fáið einangrunarkostnaðinn
endurgreiddan á fáum árum
í spöruðu eldsneyti.
Það borgar sig bæði fyrir yður
sjálfa og þjóðfélagið í heild
að spara eldsneyti svo sem unnt
er, og þar að auki er hlýtt hús
(vel einangrað) mun notalegri
vistarvera en hálfkalt (illa
einangrað).
STEINULL H.F.
Lækjargötu - Hafnarfirffi - Simi 50975
1
VI KAN 36. tbl. - gj