Vikan


Vikan - 05.09.1963, Blaðsíða 47

Vikan - 05.09.1963, Blaðsíða 47
önnur franska hurðin á húsinu opnuð til fulls, og nýi eigandinn, kona, gekk út í sólskiniS. Kona þessi var húin eins og venjulega til garðyrkjustarfa, klædd slopp og með barðastóran hatt. Þetta var frú Bates. Blanche vissi, að konan hét þvi nafni, en gat ekki komið því fyrir sig rétt i svip, hvernig hún hefði orðið þess á- skynja, að hún hét þvi nafni. Þetta var frú Bates frá Iowa- fylki. Blanche hafði fylgzt með hinni nýju grannkonu sinni næstum daglega undanfarna þrjá mánuði, síðan hún flutti inn, meðan hún sýslaði í garðinum, upprætti ill- gresi af ýmsu tagi, sneri jarðveg- inum og bylti, setti niður lauka og alls konar fræ og gerði ýmsar breytingar. Konan starfaði þann- ig, að það var eins og hún hefði fengið köllun, og Blanche hafði notið þess að taka þátt i þessu stari'i hennar, þótt í fjarslca væri og konan vissi ekkert um það. Henni fannst eins og það væri einhver skyldleiki með þeim frú Batles, þótt þær hefðu aldrei talazt við eitt orð, hvað þá fleiri, frú Bathes hefði aldrei séð grannkonu sina, og fundum þeirra mundi að líkindum aldrei bera saman. Þegar frú Bates gckk lengra út í garðinn, seildist Blanche til viravirkisgrindarinn- ar og dró sig nær glugganum til að sjá betur. Svo heyrði hún eitt- hvert þrusk að haki sér, og þá sleppti hún taki sínu og leit aftur inn i herbergið. „Afsakið mig, ungfrú Blanche." Þegar augu Blanche höfðu jafn- að sig á rökkrinu i herberginu, kom hún auga á stórvaxna, beina- hera konu, sem stóð í dyragætt- inni. í dag var föstudagur. Ræst- ingardagurinn hennar frú Stitt. Blanche liafði alveg verið búin að gleyma því, að ræstingarkon- an mundi koma. „Gerðu svo vel að ganga inn- fyrir, Edna,“ sagði hún. „Langar þig til að byrja hérna?“ Þegar hún virti frú Stitt betur fyrir sér, rjótt andlit liennar og svipinn allan, sá hún, að konunni' var eitthvað sérstaklega mikið niðri fyrir. Blanclie tók um hjól- in á stólnum og ók honum frá glugganum og lengra út á gólfið í herberginu. „Er eitthvað að?“ Þetta var allsendis óþörf spurn- ing. Frú Stitt hafði nú komið af trúmennsku á hverjum föstudags- morgni um þriggja ára skeið til þess að taka til í húsinu, skipta á rúmum og lijálpa Jane við ýmis- konar eldamennsku. Blanche hafði orðið þess áskynja á þessu timabili, að það hafði alltaf verið sérstakt stolt frú Stitt, hvað sem fyrir kom, að láta sér aldrei bregða, Það varð að gera mjög mikið á hluta hennar til þess að hún léti á nokkurn hátt í ljós, að henni mislíkaði að einhverju Framhald á næstu síðu. l' * ! ' f | }/& L „ ? í ' . ■ .• ). ■ Það. sem áður er komið: - Blanche Hudson var áður þekkt og dáð leikkona, Jane systir hennar var áður barnastjarna, og kölluð Baby Jane. Þegar þær stálpuðust, skyggði frægð Blanche á frama Baby Jane. Síðan lenti Blanche í slysi og varð öryrki. Eftir það var hún í umsjá Blanche, en þóttist iðulega verða vör við það, að Baby Jane bæri til hennar haturshug. Þegar sagan hefst, eru þær systur að horfa í sjónvarp á gamla mynd, sem þær léku í, meðan báðar voru heilar, en Baby Jane slekkur á sjón- varpinu, áður en myndin er á enda. Síðan gekk hún út, en Blanche seildist í annað hjólið á stólnum sínum og sneri honum ... VIKAN 36. tbl. — ^rj Á,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.