Vikan - 05.09.1963, Blaðsíða 6
✓
ÞÓR ÐALDURS TÓK SAIVIAN
JOCKUM
EGGERTSSON (SKUGGI)
ER ALLRA HÉRLENDRA MANNA
FRÓÐASTUR UM GALDRALETUR FRÁ
FORNRITÍÐ. HANN HEFUR KOMIZT YFIR
GALDRASKRIF, SEM SEGJA FRÁ KRÝSUM,
SEM BJUGGU í KRÝSAVÍK OG NÁGRENNI
ÁÐUR EN LANDNÁMSMENN KOMU. ÞAR
SEGIR EINNIG FRÁ ÞVÍ, AÐ ÞEIR SKRÁÐU
SI'ÐAR ÍSLENDINGASÖGUR, EN KOMUST
í ANDSTÖÐU VIÐ KIRKJUVALDIÐ
OG VAR NÁLEGA EYTT MEÐ
AÐFÖR ÁRIÐ
1054.
Fyrir skömmu síðan bárust mér í hendur
bækur nokkrar sjaldséðar, en að sama skapi
merkilegar. Þær eru skrifaðar af Jochum
Eggertssyni, skáldi og fræðimanni. Hann er
einn af þeim sjaldséðu ágætismönnum, sem
troða ekki hefðbundnar slóðir, heldur ryðja
nýjum skoðunum rúm í samfélagi mannanna.
Hann hefur varið miklum hluta ævi sinnar
til rannsókna á íslenzkum bókmenntum,
rúnaletri og náttúru landsins. Það sem ég
geri hér að umtalsefni er þáttur Papanna,
sem bjuggu að Krýsavík, í sköpun fornsagn-
anna samkvæmt þeim heimildum, sem koma
fram í einu ritverki Jochums er hann nefnir
,Skammir“. Jochum Eggertsson hefur ferð-
azt mikið um Vestfirði og víða um landið
og hefur komizt yfir gömul handrit og hand-
ritaafrit, sem hann telur fjalla um frum-
landnám Austmanna og einnig um dvöl Vest-
mannanna eða Papanna, sem hingað voru
komnir miklu fyrr. Aðalheimildarritið er
Gullbringa eða Gullskinna, sem gengið hef-
ur undir ýmsum nöfnum á undangengnum
rúmum 900 árum síðan hún var færð í letur
af Kolskeggi Ýrberasyni frá Krýsavík, má þar
meðal annars nefna Gráskinna, Rauðskinna
og ýms önnur nöfn, sem yið galdra eru tengd.
Eigendur bókarinnar eða handhafar þóttu og
jafnan fjölkunnugir, að undanteknum bisk-
upum þeim er fyrst varðveittu hana að Skál-
holti eftir víg Kolskeggs Ýrberasonar árið
1054. í galdrakveri, sem er í einkaeign, af-
rituðu eftir skinnbókarslitri frá 13. öld stend-
ur eftirfarandi málsgrein með „brimrúnum",
opnuðum með dverglykli, III. skerðingar, og
hér færð til nútímamáls.
--------„Kolskeggur Krýs orti Hávamál, var heiðinn sagður, for-
dæmdur af helgum mönnum og kirkjustoðum. Hans nafni útskúfað.
Kristinn mun þó Kolskeggur verið hafa. Mestur var hann kunn-
áttumaður; lifði eftir þann tíma er upp var tekinn Christum og
sankti Maríá, (þ. e. kristni lögtekin) aflifaður áður ísleifur vígðist.
Stórvitur var Kolskeggur og langglygginn, hans sporningar ógengi-
legir. Marga hluti hann fullfurðulega gerði, svo sem af litum letur
og stafi, að eigi kunni fölna eður aflýsast. Af kunnáttu (sinni) sauð
hann efni saman af jurtum og dýrum og svo af steinum og málmi;
rauð á skinn og gerði af bækur að eigi kunni granda feyskja, vatn
eður eldur. Þá bók (eina) hafði hann fullkomna, þá hann aflézt,
þar á öll in fornustu fræði, og svo vitur að biskupar og fróðustu
klerkar fá eigi af numið. Sú bókin segir um alla landsbygging og
sköpun og skifting jarðarinnar, nafngiftir og örnefni og áttvísi, frá
Krýsum og Vestmönnum og landvættum þeirra, þá Austmönnum
öllum, þeirra áttum og uppákomu. Helgir menn vilja eigi þessa
bókina upp taka vegna villu og galdurs. Nú er þessi bókin Kolskeggs
sögð undir Skálholtsbiskup og afturreirð, að eigi uppljúkist. Snorri
(Sturluson í Reykholti) fékk hana eigi léða eður keypta þó marg-
leitaði til með miklum fjármunum. Þessi Krýsabókin Kolskeggs
vitra, hefur Arinbjörn prestur mér sagt, að héti Gullbringa eður
Gullskinna.
ÖNDVEGISSÚLUR INGÓLFS.
í Gullbringu skýtur nokkuð öðru við í frásögnum af landnáminu
heldur en kemur fram í síðari tíma afritum á Landnámabókum. í
Landnámabók þeirri, sem Guðni Jónsson sá um til prentunar segir:
„Þá Ingólfur sá ísland, skaut hann fyrir borð öndvegissúlum sínum
til heilla. Hann mælti svá fyrir, at hann skyldi þar byggja, er súl-
urnar kæmi á land.“ í næsta kafla segir: „Þau misseri fundu þeir
Vífill ok Karli öndvegissúlur hans við Arnarhvál fyrir neðan Heiði.“
Enda þótt Ingólfur Arnarson yrði fyrstur norrænna víkinga til að
staðfesta ráð sitt á þessu landi, verður þó, sannleikanum samkvæmt,
varla hægt að kalla hann landnámsmann í þessa orðs fyllstu merk-
ingu. Suðvesturströnd landsins var löngu numin af Vestmönnum
og margar kynslóðir lifað og dáið í „Landnámi Ingólfs" á undan
honum. Hér var fyrir friðsamt fólk og vopnlaust, en úrval af mann-
kcstum. Hér voru fyrir framsýnir menn og vitrir, er sáu þann kostinn
vænstan, að taka þeim víkingum, er setjast vildu að, með opnum
ömrum, gera þá að höfðingjum sínum og allan veg þeirra sem
virðulegastan.
Allt Norðurlandið ásamt Vestfjörðum og Austfjörðum var enn
óbyggt, er norrænir víkingar komu hér fyrst, þá landshluti höfðu
Vestmenn að vísu kannað fyrir löngu síðan, en töldu þá lakari að
gæðum og lítt byggilega. Víkingar fengu því venjulega með sér
Vestmenn, er voru landinu kunnir, er þeir hugðu til könnunarferða
og voru þessir Vestmenn venjulega þaulkunnugir siglingamenn og
jafnframt trúnaðarmenn Krýsa.
Frumlandnáma segir frá ferðum Ingólfs Arnarsonar og staðfestu
hans í Reykjavík, á allt annan hátt en núverandi gerð. Þeir Vífill
Kormáksson og Karli Njálsson, systursonur Vífils, voru EKKI
ÞRÆLAR Ingólfs, heldur leiðsögumenn hans og trúnaðarmenn
Krýsa. Vífill var siglingagarpur mikill. Og þegar Ingólfur kom hing-
að til lands könnunarferðina, áður en hann afréð að setjast hér að,
þá fylgdu þeir honum út, Vífill og Karli, að ráðum Krýsa. Ingólfur
dvaldi vetrarlangt við suðurströndina og ræddi við þá, er fyrirmenn
voru innbyggjanna, og sögðu þeir honum allt landið betra suður
en norður. Krýsar voru forvitrir menn og framsýnir og sáu fyrir
þjóðflutninginn og það los, er komið var á víkinga í Noregi. Þeim
leizt Ingólfur gæfusamlegur og höfðu þegar ákveðið að setja hann
yfir bezta landshlutann og allt það land, er hann fýsti.
Vífill og Karli fóru svo út með Ingólfi og komu með honum aftur
til landnámsins. Þeir Hjörleifur höfðu samflot lengst af, en er nálg-
aðist suðurströndina, skildi með þeim. Ingólfur varpaði þá öndvegis-
súlunum. Vindar og straumar stóðu vestur með landi og hrakti 0
0 — VIKAN 36. tbl.
VIKAN 36. tbl. — rj