Vikan - 05.09.1963, Blaðsíða 13
VERA ÞEIM KOSTUM BOIN, SEM EINN KVENMANN MEGA PRÝÐA, VIRÐIST KUNNA ÞA LIST TIL
ANGRI — AÐ GETA FJARSTÝRT EIGINMANNI SfNUM... Smásaga: Solveig Christov. Teikn.: Amold.
— Nei, nei, flýtti hún sér a<5
svara, en það leyndi sér samt ekki
aS spurningin kom óþægilega viS
liana. Ég óskaði þess eins aS þú
færöir þetta i tal við bankastjór-
ann, skiluröu. Ég næ ekki slíku
sambandi við neinn annan en þig,
svo að ég gat ekki haft neina liönd
í bagga með því hvernig bankastjór-
inn snerist við beiðni þinni. Það
er því eingöngu sjálfum þér og
starfi þínu að þakka, að þú fékkst
launahækkunina.
Hann settist; vissi ekki hvað
hann átti að halda. Það var ekki
nema misseri síðan að hann fékk
launahækkun, að vísu ekki teljandi,
en engu að síður var það óskiljan-
leg frekja að fara fram á launa-
hækkun aftur, eftir ekki lengri
tíma. Hann skildi ekkert í sjálfum
sér. Varp þungt öndinni og skildi
ekki neitt í neinu.
-— Mér fannst að okkur veitti
ekki af þessu, mælti hún lágt og
afsakandi.
— Komdu hingað til mín, sagði
hann og hún kom og settist á hnén
á honum.
— Ég skal innvinna okkur alla
þá peninga, sem þú þarft með,
sagði hann og rödd hans var hás.
Ég skal láta þér í té allt, sem þig
langar til. Það sver ég. En þú verð-
ur í öllum guðanna bænum að
hætta að fjarstýra mér þannig. Ég
hef að vísu ekki liugmynd um
hverskonar töframáttur það er,
sem að þú hýrð yfir, en ég bið þig
þess lengstra orða að beita honum
ekki við mig.
— Það er ekki neinn töframátt-
ur, sagði hún. Þetta er ekki annað
en það, sem öllum er gefið, enda
þótt að það séu ekki nema örfáar
manneskjur, sem gera sér það Ijóst.
Sjálf mundi ég aldrei hafa komizt
að raun um það, ef ég hefði ekki
dottið og fótbrotnað þarna inni
í skógarkjarrinu, og þráð að mega
lifa — eða geturðu láð mér það?
Reyndu bara sjálfur, og ég er viss
um. . .
— Nei, þakka þér kærlega fyrir,
svaraði hann. Eða mundir þú kæra
þig um, að ég skipaði þér þannig
á hverjum degi að inatreiða það,
sem mig langaði mest í?
—■ Nci, svaraði hún og liló við.
Þá yröi ég að hafa blómkál á borð-
um allan ársins hring, og það er
Framhald á bls. 31.
VIKAN 36. tbl.