Vikan


Vikan - 05.09.1963, Blaðsíða 11

Vikan - 05.09.1963, Blaðsíða 11
 IVlargir trúa |>ví að, 4PpMB miklir íþróttagarpar nái ekki nemfcri árangri á öðrum sviöum í lífinu ... ^ þeim vegni illa, þegar þeír eru ekki stjörnur len þeim komi illa saman við konur sínar ... þeir fái yfirleitt ekki neinar góðar stöður, þegar frægð þeírra er gleymd. þessara manna, sem þér tókuð til athug- unar, sem beinlínis sá eftir þvi að hafa iðkað íþróttir? — Jú, það var einn, sem sá ákaflega eftir því. — Voru þeir annars allir iþróttaaðdá- endur? — Nei, það voru nokkrir, sem litu á þœr af talsverðri gagnrýni. — Og hversvegna? — Þeir höfðu helgað íþróttunum svo mörg ár œvi sinnar, og ef til vill hefur menntun þeirra liðið við það. Líka voru aðrar ástæður, sem komu til greina. — íþróttirnar liöfðu reynzt þeim tóm- stundafrekar? — Já. — Og hvað um eiginkonurnar? — 7,5% þeirra, sem athuganir mínar náðu til, viðurkenndu að þeir hefðu oft átt í deilum við konur sínar i samhandi við íþróttirnar. En það er ekki eingöngu hundið íþróttunu.m. Konur visindamanna telja sig líka oft vanræktar. — Eins og eiginkona yðar, til dæmis? — Já, einmitt. Og hún er ekki ein um það. — Eruð þér sjálfur í hópi þessara garpa? — Nei, ég hætti að leggja stund á i- þróttir, þegar ég lauk stúdentsprófi. — Fyrirfinnast mismunandi starfsgrein- arflokkar meðal iþróttamanna? — Já, það eru fleiri háskólamenntaðir menn, sem leggja stund á frjálsiþróttir en glimu. — Þvi þá það? —■ Frjálsíþróttir eru mest iðkaðar á sumrin —■ i sumarleyfunum. Glíma og knattspyrna t. d. eru íþróttagreinar, sem iðkaðar eru á sama tíma og námið stendur yfir. —- Eru það þá frekar lýðskólamenn, sem leggja stund á þær íþróttir? Já. — Hafa iþróttirnar þá kornið þeim í stað skólanámsins? — Ekki í stað þess, en margir af görp- unum telja að íþróttasigrarnir hafi orðiö sér nokkur uppbót á því að mega ekki stunda nám í æðri skólum. — Hafa þessir iþróttagarpar verið gædd- ir sterkari löngun til að komast áfram i lifinu, en aðrir dauðlegir menn? —- Margir af þeim hafa svarað spurn- ingunni þannig: „Vitanlega er maður metnaðargjarn“. — Það er þá metnaðargirnin, sem hef- ur knúð þá áfram i fremstu röð íþrótta- garpanna? — Ekki eingöngu. — Hæfileikar? — Vitanlega þarf hæfileika við. Sér- stakur líkamsþroski er hverjum iþrótta- garpi nauðsyn. — Samt sem áður komast ekki allir i- þróttamenn i fremstu röð, þó að þeim sé gefinn mikill líkamsþroski. Hvað veld- ur þvi? — Ég mundi telja, að utanaðkomandi hvatning hafi valdið miklu um það, að menn komast þar í fremstu röð, og svo vitanlega hæfileikarnir. — Þér teljið að umhverfið hafi átt sinn þátt i því, að viðkomandi urðu i- þróttastjörnur? — Athuganir minar hafa leitt i ljós, að áhugi feðranna hefur ráðið þar miklu um. 189 af þeim 326, sem svöruðu spurn- ingum minum, kváðu föður sinn hafa haft mikinn áhuga á iþróttum. — Og félagarnir? — Já, flestir þessara íþróttagarpa töldu hvatningu félaga sinna hafa haft mikil álirif. — Voru þeir aðdáeudur einhverra í- þróttagarpa, þar sem þeir ólust upp? —• Já, margir af þessum íþróttamönn- um tóku garpa heima fyrir sér til fyrir- inyndar. 196 nánar til tekið. — Svo hafa vitanlega flestir þeirra kvænzt. Hafa eiginkonur þeirra haft á- huga á íþróttum? — Já, það gefur i sjálfu sér auga leið, að íþróttamenn kvænast oftast þeim stúlk- um, sem áliuga hafa á iþróttum. — Hve lengi liafa þessir garpar verið Farmhald á bls. 39. VIKAN 36. tbl. — -Q

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.