Vikan


Vikan - 05.09.1963, Blaðsíða 21

Vikan - 05.09.1963, Blaðsíða 21
Arabísk refsilöggjöf er grlmmúðleg: Hnútasvipa fyrir hnupl, handstýf- ing fyrir þjófnað. - Arabar fremja óhuganleg grimmdarverk í nafni réttvísinnar, sem allt siðmenntað fólk mundi telja að bæri vitni frum- stæðri villimennsku. Þetta var á föstudegi, helgidegi Múhaineðstrúar.nanna, en á þeim degi eru og framkvæmdar líkamsrefsingar, sem brotamönnum hefur verið gert að þola. Fer sú athöfn fram á aðaltorgi í við- komandi borg, að ölum almenningi ásjáandi, sem telur ekki eftir tímann, þegar slík sýning stendur til boða. Ég hafði fært í tal að mér léki forvitni á því hvort refsingar þessar væru eins villimannslegar og ég hafði heyrt haldið fram, og Olaf Friis, danskur kunningi minn, sem ég bjó hjá, bauð mér að koma með mér á aðaltorgið í Jedda, í Saudi- Arabíu, þar sem refsidómunum skyldi fullnægt. Kona Friis hafði aldrei verið viðstödd slíka athöfn, og vildi fara með okkur, en maður hennar var því mótfallinn. — Þetta er áreiðanlega ekki eins hrottalegt og af er látið, sagði hún. — Og þegar allt kemur til alls, þá er ég þó fullvaxta kona, og -ekki nema eðlilegt að mig langi til að kynnast því, sem gerist í borginni, þar sem ég hef átt heima árum saman. Klukkan var um hálfeitt, þegar við nálguðumst torgið. Við urðum að olnboga okkur í gegnum mikla þröng áhorfenda, sem þegar hafði safnazt að. Það voru sex fangar, sem átti að húðstrýkja á torginu þennan dag. Flestir þeirra voru húðstrýktir þarna á hverjum sunnudegi. Þeir voru víst farnir að venjast því, sögðu áhorfendur, að minnsta kosti heyrðust þeir yfirleitt hvorki æmta né skræmta, á meðan þeir þoldu refsingu sína. Ef hinn dæmdi maður, eða þá ættingjar hans, höfðu ástæður til að múta böðlinum, gat það orðið til þess að hann drægi nokkuð úr höggunum, en hins vegar varð böðullinn líka að taka fullt tillit til áhorfendanna, sem töldu það móðgun við sig, ef of laust var slegið. Ef þeir létu slíkt í ljós, var böðlunum nauðugur einn kostur að sveifla hnútasvipunni af meiri krafti, hvað sem öllum mútgjöf- um leið — ella hefði það komið óorði á allt réttlæti. Þótt undarlegt megi virðast, ef satt er, þá er talið að hnútasvipur þessar séu ekki eins harðar og þær, sem lögreglan beitir, þegar hún er að fá sökudólgana til að meðganga, jafnvel þótt við- komandi sé ekki ákærður um alvarlegri glæp en að hafa hnuplað nokkrum eggjum. Sú hnútasvipa er að sögn gerð af svo mikilli og grimmúðlegri hugkvæmni, að læknar, sem hafa skoðað þær, telja að jafnvel dýrlingur mundi ekki þurfa nema sjö högg með slíkri svipu til að játa á sig hvaða glæp sem væri. Lögregluliðarnir drógu nú þann fyrsta af þeim föngunum sex út á auðan, afmarkaðan reit á miðju torginu. Þar var honum varpað flötum á grúfu, og böðullinn lét svipu sína ríða á bak honum. Böðullinn framkvæmdi húðstrýkinguna bersýnilega eftir föstum reglum. Fyrstu höggin riðu á naktar herðar fanganum, þau næstu á bakið og síðan um mjóhrygg og þjó, og loks til baka aftur og þau síðustu á herðarnar. Ekki gaf sökudólgurinn minnsta hljóð frá sér, og þegar hann hafði orðið að þola hinn ákveðna fjölda svipuhögganna, reis hann hinn rólegasti á fætur, að vísu dálítið reikull í spori, og settist aftur á bekkinn hjá þeim félögum sínum. Þeir voru sannarlega harðir í horn að taka, þassir arabísku brotamenn. Ekki sást votta fyrir svipbreytingu á andliti þeirra á meðan þeir horfðu á félaga sína húðstrýkta, vitandi það að brátt kæmi röðin að þeim sjálfum. Þegar þeir höfðu verið húðstrýktir, allir sex, hugðum við í einfeldni okkar að sýningunni væri lokið að sinni. Og við vorum í þann veginn að snúa heimleiðis, þegar við sáum að það var mis- skilningur. Óhugnanlegasti þátturinn var eftir. Allt í einu gengu lögregluliðarnir fram og drógu á milli sín mannaumingja, svartklæddan, en tveir hermenn komu í humáttina á eftir. Náungi þessi hafði verið fundinn sekur um þjófnað, og að boði Kóransins, er ekki nema um eina refsingu fyrir þann glæp að ræða á meðal Araba. Sá hinn seki skal láta sína hægri hönd, og skiptir engu máli hvort hann hefur stolið fáeinum skildingum eða milljónum. Gerist hann enn sekur um sama glæp, eftir að refsingunni hefur verið fullnægt, lætur hann vinstri hönd sína — og skyldi það ótrúiega á hann sannast, að hann stæli samt, eru höggnir af honum báðir fætur. Þetta síðasta ákvæði hefur þó yfirleitt eingöngu fraeðilega þýðingu, því að jafnvel arabískum þjófum reynist víst örðugt að stela með stúfunum. Þegar okkur varð ljóst hvað í vændum var, vildum við helzt leggja á flótta, en nú þrengdust áhorfendur sem fastast að, svo að okkur var engrar undankomu auðið. Lömuð af viðbjóði og skelfingu sáum við hvernig lögregluliðarnir knúðu þann dökkklædda á bæði knén. Því næst var streng hnýtt um fingur hægri handar, en annar hermannanna kippti snöggt í strenginn, svo að mannauminginn féll á grúfu. Sá annar hermaðurinn um að ekki slakn- aði á strengnum en hinn um að sökudólgurinn lægi kyrr, og gekk nú böðullinn fram með egg- hvassan hníf í hendi, blaðið ekki mun lengra en á venjulegum borðhníf en miklu breiðara. Hvorki hjó hann þó af hönd hins seka né skar, heldur beitti hann hnífnum líkt og þjöl. Ekki hef ég minnstu hugmynd um hve lanagn tíma það tók, því að mér varð svo mikið um að ég glataði ger- samlega allri tímaskynjun, og þótti það eilífð löng, sem stunur og vein mannaumingjans létu í Framhald á næstu síðu. VIKAN 36. tbl. — 2J

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.