Vikan


Vikan - 05.09.1963, Blaðsíða 48

Vikan - 05.09.1963, Blaðsíða 48
HALLDÖR JÖNSSON H.F. Heildverzlun — Hafnarstræti 18. Símar 23995 og 12586. BABY JANE leyti. Það var af þessari ástæðu, að Blanche varð um og ó, þegar hún sá þann svip, sem var á andliti frú Stitt, er hún stóð nú þarna í dyragættinni og lagði hendurnar þéttings fast að svunt- unni, en það var órækur vottur þess, að henni var meira en lítið niðri fyrir. „Hvað er um að vera, Edna‘?“ Reiðiofsi færðist í vanga frú Stitt, er liún gekk loks inn í her- hergið. Hún sagðí ekkert til skýr- ingar, fór aðeins ofan í svuntu- vasa sinn, tók þaðan einhvern pinkil og rétti hann fram án þess að mæla orð af vörum. Blanche vissi ekkert, hvaðan á sig stóð veðrið, þegar hún só, að þetta var þykkur bréfahunki, sem gúmmíbandi hafði verið brugð- ið um. „Hérna!“ sagði frú Stitt. Blanche tók við bréfunum, af því að þau voru rétt að henni, og svo leit hún á frú Stitt með stök- um undrunarsvip. „En hvað . . ?“ Nú var frú Stitt orðin náföl, en hún lét samt engan bilbug á sér finna. „Það getur verið, að mér skjátlist,“ sagði hún og lá við, að það væri einhver heygur í lienni, „og það getur verið, að ég sé að skipta mér af því, sem kemur mér ekki við . . . Ungfrú Blanche, ef það er nokkuð i þessum heimi, sem ég vildi um fram allt forðast, þá er það að gera yður eitthvað á móti skapi, baka yður einliver vandræði eða leiðindi, en — litið þér bara á þau — ef yður væri sama — og segið mér svo, hvort þér hafið noklcru sinni séð þau áður. Mig ■— mig langar aðeins til að vita vissu mína um það — það er alit og sumt . . .“ Þegar Blanche leit á bréfin, sá hún sér til ánægju, að skrifað var utan á hið efsta til hennar. Hún tók teygjuna utan af bréf- unum og breiddi úr þeim fyrir framan sig. Þau höfðu öll verið skrifuð til hennar. Hún tólc eftir þvi, að eitthvað var auðkennt Einkamál. Hú sá líka, að það, sem var efst í hlaðanum, hafði verið opnað. Blanche leit aftur spyrjandi á frú Stitt, en andlit bennar var sviplaust, svo að á því var ekkert að græða. Blanche sneri sér þá aftur að bréfunum, tók fyrsta um- slagið og úr því örk af ódýrum, strikuðum pappír. Á hana var skrifað með bleki: Kæra Blanche Hudson! í gærkvöldi vorum við hjónin að horfa á kvikmyndina Skyndi- legir hveitibrauðsdagar, sem þér lékuð í. Meðan við horfðum á myndina, sagði ég við manninn minn, að sjá yður aftur væri eins og að sjá gamlan æskuvin eftir langt árabil. Forðurn daga var ég mikill aðdáandi yðar, og þeg- ar Skyndilegir hveitibrauðsdagar var sýnd um þær mundir, var ég einmitt byrjuð að vera með þess- um pilti .... Tár fylltu augu Blanche og hún greip fyrir þau, af þvi að hún gat ekki lesið meira . . . þetta var heimskulegt . . . kjánalegt . . . en eitthvað djúpt í sálu hennar var mjög snortið, og það liafði gerzt svo skyndilega og óvænt, að hún réð ekki við sig Hönd liennar féll niður á bréfin á kjöltu hennar. Aðdáendabréf! Eftir öll þessi ár! Að hugsa sér, að enn voru þeir til, sem mundu eftir henni — sem þótti nógu vænt um hana til að nenna að skrifa . . . það var ótrúlegt . . ótrúlegt. „Þér höfðuð ekki séð þau áð- ur ... var það?“ Blanhe tók höndina frá aug- unum og leit upp alveg rugluð — hún hafði steingleymt frú Stitt andartak. Hún hristi aðeins höf- uðið, þvi að hún mátti ekki mæla. „Ég liélt það lika.“ En Blanhe hafði þegar snúið sér að bréfunum aftur. Hún tók bréfið, sem merkt var Einkamál, leit aftan á það, til að aðgæta, hver sendandinn væri, og las þar nafnið William Carroll. Hönd hennar var allt í einu gripin svo miklum skjálfta, að hún gat naumast opnað bréfið. Bill Carroll hafði verið aðalmót- leikandi hennar i fjórum vinsæl- ustu kvilunyndum he-nnar. Ástar- ævintýrið, sem kvikmyndaverið hafði ætlað þeim að vera aðilar að, hafði aldrei orðið almennilega að veruleilca, en þau höfðu verið nánir vinir árum saman. Það er að segja fram að slysinu. Eftir það hafði Bill gert itrekaðar til- raunir til að heimsækja hana, bæði i sjúkrahúsinu og heima, cftir að hún var flutt þangað, en hún hafði bannað að honum væri hleypt inn eins og öðrum. Og hann hafði þá haldið sína leið, er fram liðu stundir, eins og aðr- ir. En hvað það var dásamlegt að frétta nú frá honum. Einkum núna þennan morgun, þegar hún háfði tekið ákvörðun um að flytja úr húsinu og skapa sér nýtt líf utan þess. Ef þau gætu orðið vinir aftur . . . Henni lá svo á að ná bréfinu úr umslaginu, að hún reif það næstum. Kæra Blanche (las hún), ég veit, að það eru litlar líkur fyrir því, að þetta komi nokkru sinni fyrir augu þín, en eftir að ég hafði séð „Ljóshærða stúlkan í fyrirsögninni“ í sjónvarpinu hér um kvöldið, varð ég bara að skrifa þ'ér. Ef svo skyldi fara vegna einhvers kraftaverks, að þú lesir þetta, muntu sjá, að ég hef látið fylgja með núverandi heim- ilisfang mitt og símanúmer. Ég verð vitanlega að segja þér frá því, að ég er orðinn gamall og harðgiftur karlfauskur — og er þá orðið gamall notað í bókstaf- legri merkingu — en . . . Hún missti bréfið úr hendi sér, svo að það lenti hjá hinum á ■kjöltu hennar. Hún ætlaði að taka það upp aftur, en þá minnti frú Stitt hana á ineð því að ræskja 48 — VIKAN 36. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.