Vikan - 05.09.1963, Síða 34
á sínu eigin, gamla andliti. Og
hann leit til sólar, lvorfði hátt i
von um að allir mættu sjá, að
andlit lians var annað en þeirra
hinna.
Hann gekk hnarreistur um
strætin, þar sem fólksfjöldinn
var mestur, reikaði urn torgin,
heimsótti glæsilegustu veitinga-
staðina. Og nú gerðist það, að
hann uppgötvaði það smátt og
smátt, að andlit hans var ekki
einungis annað á svipinn en
allra hinna — það var tómt og
bert. Grímulaust.
Hann gekk einmana og einn
manna með nakið andlitið.
Hann þrýsti hattinum niður á
ennið og hraðaði för sinni, unz
hann nam staðar rétt hjá garðs-
hliði úti fyrir húsi í einu út-
hverfum borgarinnar. Úti fyrir
hans eigin húsi.
Hann nam staðar bak við rósa-
runna og fann að hann undi ekki
frelsinu lengur.
Þá staðnæmdist bill úti fyrir
garðshliðinu. Út úr honum steig
miðaldra maður, grannvaxinn
og spengilegur.
Um leið voru opnaðar úti-
dyrnar á han's eigin húsi, og
liann heyrði fótatak hennar nálg-
ast, þegar hún hraðaði sér til
móts við gestinn.
— Ástin min, heyrði hann
hinn ókunna gest segja. Og svo
— VIKAN 36. tbl.
varð hljótt nokkra stund. Ann-
arlega hljótt.
Loks heyrði hann hávaxna og
spengilega manninn segja: — Ég
fæ bara ekki með neinu móti
skilið það, ástin mín, hvernig
þér hefur tekizt að koma þessu
öllu i kring á svo ótrúlega
skömmum tíma .... öldungis
eins og þú helzt vildir.........
— Sagði ég ekki, að þú skyldir
óhræddur láta mig um það ástin
mín svaraði hún. En við skulum
ekki ræða það nánar nú. Héðan
í frá fyrirfinnast einungis tvær
manneskjur í öllum lieiminum
. . . þú og ég . .. hjartað mitt . . .
★
ENDURMINNINGAR
CHRISTINE KEELER.
Framhald af bls. 27.
tíma var ég að hugsa um að fara í
keppni. En af slíku varð nú
aldrei.
Ég bar ekki mikla virðingu
fyrir þeim, sem ekki voru eins
duglegir í vatninu og ég. Einu
sinni fór skólasystir mín, sem
hét Maureen, með mér að synda.
Hún var ekki eins dugleg að
synda og ég, og skiljanlega þá
kaffærðu strákarnir hana, og um
stund leit helzt út fyrir, að hún
myndi drukkna. Ég sat uppi á
bakkanum ,og grét af hlátri, en
loksins bað ég strákana að draga
hana upp úr.
Einn sunnudag hjóluðum við
Maureen til bæjarins til þess að
fara í kvikmyndahús klukkan
fjögur. Við fengum skipanir um
að vera komnar heim ekki seinna
en klukkan tíu, en ef við hefðum
hjólað heim strax og myndin var
búin, þá hefðum við auðveldlega
getað verið komnar heim klukk-
an sjö.
Á heimleiðinni mættum við
nokkrum strákum, og klukkan
varð mikið meira en tíu. Okkur
skildist, að nú sætum við laglega
í líminu. Ég stakk upp á því, að
við skyldum maka hendurnar á
okkur út í olíu af hjólkeðjunum,
og segja svo, að hjólin hefðu bil-
að. En enginn trúði okkur, og
við fengum ekki að fara út á
kvöldin það sem eftir var vik-
unnar.
Þegar ég hugsa til baka núna,
þá skilst mér, að ég var mjög ó-
stýrilátur unglingur. Við stofn-
uðum „klúbb“, sem enginn fékk
inngöngu í, fyrr en hann hafði
uppfyllt ákveðin skilyrði. Eitt af
þeim var, að hlaupa í gegn um
girðingu, þar sem mannýgur
tuddi var geymdur. Einnig að
hoppa af hlöðuþaki niður í
heystabba, brjóta egg í hænsna-
húsum og stela eplum í epla-
görðum.
Við stálum lika stundum blóm-
um frá manninum, sem bjó hinu
megin við götuna, en hann hefndi
sín á okkur með því að skera
sundur boltana okkar, sem óvart
hrukku inn í garðinn hans.
EIRÐARLEYSI.
Ég var um það bil þrettán ára
þegcr ég áttaði mig á því, að ég
var eirðarlaus og leið á öllum
hlutum. Ég held, að flestar ung-
ar stúlkur á þessum aldri dreymi
um að eignast góðan eiginmann
og börn og allt svoleiðis. En ég
vildi sko alls ekki setjast í helg-
an stein og verða jarðföst neins
staðar. Mig langaði í burt, ferð-
ast og sjá heiminn. Ég var vön
að segja, að ef ég myndi gifta
mig, þá myndi ég giftast ríkum
karli — og alls ekki fyrr en ég
hefði rasað út á eigin spýtur.
Allt gekk út á það að vera frí
og frjáls. Að minnsta kosti í eitt
ár í viðbót. Ég hlakka reglulega
mikið til þess dags, þegar ég hitti
einhvern, sem mig langar raun-
verulega til að giftast. Hver
hann er skipti ekki svo miklu
máli. Ég er helzt þeirrar skoð-
unar, að maður geti vanið sig
við hvern sem er. Og ég er al-
veg handviss um, að í þessum
heimi fyrirfinnst ekkert, sem
heitir ást. Ég brosi að fólki, sem
barmar sér yfir ástarsorgum.
Það er oft ekki af öðru en því,
að einhver, sem þeim þykir vænt
um, hefur yfirgefið það, og svo
situr það, og heldur, að hann eða
hún hafi verið sá eini eða sú
eina.
Gerir þetta fólk sér ekki grein
fyrir því, að ef það ekki hefði
skilið, hefði án efa komið að því,
að það hefði orðið þreytt hvort
á öðru?
En við skulum snúa okkur aft-
ur að bamæsku minni. Það var
alltaf heilmikið af strákum, sem
var á eftir mér, til dæmis allir
kærastar vinkvenna minna, en
ég hafði engan áhuga á þeim.
Að minnsta kosti ekki mjög lengi
í einu.
Þegar ég hætti í skólanum, 15
ára gömul, þá hafði ég ekki
minnstu hugmynd um, hvað mig
langaði að verða. Foreldrar mín-
ir áttu heldur engin góð ráð
handa mér í þessum efnum. Ég
stundaði alls konar vinnu, en
ekkert af því varð langvarandi.
Það var þegar ég vann við
símaskiptiborð, að ég komst fyrst
að raun um hvernig eldri menn
geta verið. Yfirmaður minn var
alltaf að reyna að króa mig af.
Stundum elti hann mig í kring
um skrifborðið sitt, en aldrei
náði hann mér.
Og svo var það maður, sem
bjó í næsta húsi við mig. Hann
átti mjög fallega eiginkonu, og
oft stríddi hann henni á því, að
ég væri skotin í sér.
Kvöld eitt þegar ég var að