Vikan


Vikan - 05.09.1963, Blaðsíða 45

Vikan - 05.09.1963, Blaðsíða 45
i BLONDUNGNUM VIKAN 36. tbl. — Auto Union hefur verið mjög frjósamt fyrirtœki á þessu ári, og endurbætt hinn litla DKW til mikilla muna. Nýjasti bíllinn frá þeim er Auto Union 1200, sem kom opinberlega á götuna 27. ágúst. Meðfylgjandi mynd af bílnum var tekin úr launsátri, þar sem verið var að reyna vagn- inn um mánuði áður en hann var gerður opinber, og ekki er talið alveg víst, að bíllinn líti eins út, þegar hann kemur fyrir almenn- ingssjónir, en það er ekki talið munu skakka miklu. Eins og sjá má, minnir hann ekki mikið á DKW, nema ef vera skyldi svip- urinn á afturbrettunum, en þeir sem heyrt hafa, segja að mótor- hljóðið sé auðþekkt, og þá getum við gert því skóna, að Auto Union 1200 sé með þriggja strokka tví- gengismótor. En hitt er talið fullvíst, að hann hafi framhjóla- drif og diskabremsur. Stirling Moss, hinn frægi kapp- akari, hefur nýlega lagt sér það til, að fara að ferðast á skottu (scooter). Rógburður hefur bor- izt hingað til lands um það, að hann hafi ekki náð tilskildum árangri, þegar hæfni hans til að stjórna slíkum grip var prófuð. en það hefur tæplega við rök að styðjast. Og þó veit maður aldrei. Það er ekki að furða, þótt hann sé prúðbúinn, því hann er að fara til brúðkaups. Brúðhjónin eru þau Pat systir hans, sem einnig ekur í kappi, og hinn sænski kappakari Eric Carlson, kallaður Carlson á hvolfi, sem gert hefur SAAB frægan víða um lönd. ★ Voikswagen verksmiðjurnar hafa nú komið sér upp sextán sölu- umboðum og þjónustustöðvum víðs vegar um Japan. VW vonast til þess, að geta selt sonum sól- arinnar um 5000 bíla á ári. ★ Á Fjóni hefur verið gerður upp- hitaður vegur. Undir slitlaei hans liggja vatnspípui', og þegar snjór og frost taka að herja á Danann, hleypir hann heitu vatni á þessar pípur, og þykist þar með öruggur um íslausan og öruggan veg. Ja — getur verið, að minnsta kosti er hitaveitustokk- urinn ofan úr Mosfellssveit oftast auður. Sgat er að kirkjusókn hafi auk- izt mjög í borginni Graz í Aust- urríki, síðan prestarnir tóku upp þann sið að arka út að messu lokinni, til þess að steinka vígðu vatni á ökutæki þeirra, sem komu á bílum til kirkjunnar. Þykja þeir hafa orðið meiri happatæki eftir en áður, síðan farið var að skvetta á þá. En væri ekki einfaldara að vígja vatnið á þvottaplönunum? ftalir hafa löngum fengið orð fyrir, að vera hreint ómögulegir í umferðinni, og íbúar norðlæg- ari slóða, sem hafa hætt sér suð- ur á ítalíu, hvort heldur er á eigin farartækjum eða á annan hátt, hafa orðið svo skelfingu lostnir yfir umferðinni þar, að þeir geta ekki einu sinni sagt frá Colosseum eða Péturskirkjunni, eftir heimkomuna. Hins vegar hafa þeir verið yfir sig fegnir, að vera ennþá á lífi. Meðfylgj- andi teiknimynd er eftir þýzkan teiknara, sem nýlega fór akandi á bíl sinum til Rómar. Myndina nefnir hann: Germanskur öku- maður í Róm. <] Ökumenn í Reykjavík bjarga hundruðum mannslífa á dag, með því að gefa gangandi fólki rétt- inn, hvar sem því þóknast að bjálfast yfir götuna. Við héldum, að þetta væri algert einsdæmi og þekktist hvergi annars staðar í heimnum, en eftir að við sáum þessa mynd, fóru að renna á okk- ur tvær grímur. Myndin er sem sé tekin í Hamborg, og ekki verður betur séð, en þar séu til umferðarhænsn, ekki síður en á ísa köldu landi. Við getum ekki stillt okkur um að birta þessa mynd. Þetta eru þrjú fyrstu módelin af Renault. Lengst til vinstri er fast að því frumsmíð þeirra bræðranna, De Dion þrihjólið. Með lagi gátu tveir komizt fyrir á því, en ekki þættu afrek þess farartækis þess virði að skrifa þau á blað, ef þau væru unnin núna. Þríhjólið smíð- uðu þeir 1897. í miðið er tilrauna- bíll, sem þeir settu saman árið eftir, eða 1898, og loks, lengst til hægri, er fyrsti bíllinn, sem var verksmiðjuframleiddur. Það var á sama ári, árið 1898.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.