Vikan


Vikan - 05.09.1963, Blaðsíða 18

Vikan - 05.09.1963, Blaðsíða 18
• • • móti,“ sagði hún lágróma. „Mér er nær að halda, að það gæti borgað sig, ef þér haldið fast á málum og krefjist þess í staðinn, sem yður leikur hugur á.“ „Já, það er nú einmitt það,“ sagði maðurinn fljótmæltur. „Bara að helvítin vilji ganga inn á þetta, sjáið þér nokkuð um það?“ „Um það skuluð þér engu kvíða, bara að láta engan bilbug á sér finna.“ „Ágætt — ágætt!“ Maðurinn brosti drýgindalega. „Ekki ætti mér að verða skotaskuld úr því. — En heyrið þér mig, sjáið þér þarna nokkuð um ungan kven- mann?“ Eilítið bros kom snöggvast fram á varir spákonunnar, en svipur hennar varð enn dular- fyliri en áður. „Þið alþingis- mennirnir eigið náttúrulega erf- itt með að vera svona lengi burt frá konunum ykkar. Já, ég sé hérna unga stúlku; hún ber mjög miltla virðingu fyrir yður.“ „Fjandinn hafi virðinguna — þó að hún sé auðvitað góðra gjalda verð. En hvað um hitt, þér skiljið — fæ ég nokkuð að — kyssa hana, eða svoleiðis?" „Ég myndi segja: halda fast á málunum þar líka, en sýna þó lipurð — þér eruð kunnur lax- veiðimaður, er ekki svo?“ Spá- konan brcsti undirfurðulega og leit útundan sér á gest sinn. „Gefa eftir, þegar nauðsyn kref- ur, en sleppa aldrei, þá hefst það, þá kemur fiskurinn á land fyrr eða síðar. — Má ekki bjóða al- þingismanninum öikollu?" „Hm, jú, ætli það ekki. Þetta er dýrindis drykkur, sem þér bruggið — helvíti hefur mér allt- af leiðzt að néyðast til að vera á móti ölinu á þingi! En verið þér snör í snúningum, Guðríður mín, ég er að flýta mér.“ Spákonan vatt sér út í eitt hornið, hvarf bak við slitið fata- hengi og kom von bráðar aftur með könnu og tvö glös. „Gjörið þér svo vel, Ávaldi Bjarnhéðins- son.“ Hún hellti í glösin. „Og má ég nú skála við yður fyrir því, að það rætizt bráðum, sem ég hef séð í bollunum yðar allt frá því fyrsta — að þér öðlizt tignar- sætið.“ Alþingismaðurinn þreif glasið, slokaði úr því og hellti í það aftur. Hann var hugsi um stund, en bros lék um varir hans og loks mælti hann: „Ja, ekki hefði nú maður svo sem neitt á móti því, Guðríður mín. En ráðherra- stöðurnar liggja ekki á lausu núna, allt of margir um þær hjá okkur — jæja, ekki hefði maður svo sem á móti því, ónei.“ Þegar kannan var tæmd, reis gesturinn á fætur, tók upp nokkra fimmkrónuseðla úr vasa sínum og fékk spákonunni. „Þakka yður nú fyrir, Guðríður mín og gjörið svo vel að hirða þetta lítilræði. Ef allt gengur eftir, sem þér hafið sagt, skal ég reyna að bæta myndarlega við það.“ Guðríður spákona sat hugsi um stund, eftir að gesturinn var far- inn en síðan tók hún peningana og lét þá í pilsvasa sinn. II. Síminn hringdi klukkan níu um kvöldið. Guðríður var enn önn- um kafin í kompu sinni að spá fólki, en Ása dóttir hennar lá á sófanum í stofunni og var að lesa bók, er Herjólfur hafði lán- að henni. Hún seildist eftir síma- tólinu og sagði „Halló!“ „Góða kvöldið!“ var sagt með eilítið skrækum og drengjaleg- um rómi. „Ertu nokkuð upptekin núna? Mig langar svo til að rabba við þig dálitla stund?“ „Hún þagði andartak og hugs- aði sig um. Reyndar hafði hún ætlað að fara snemma að hátta og svo vissi hún, að bréf hafði komið frá Hannesi bróður henn- ar með síðdegispóstinum og hún var spennt að vita, hvað í því stæði. En sjálfsagt mundi móður hennar dveljast í kompunni fram ef.tir kvöldinu eins og venjulega; aðsóknin var alltaf að verða meiri og meiri. ■— „Jæja, komdu þá,“ sagði hún stuttaralega. „En þú mátt ekki vera lengi; ég er þreytt.“ Páfagaukurinn hafði vaknað á priki sínu við allan þennan hávaða og hrópaði nú hástöfum: „Ekkert svínarí! Bið að heilsa mömmu!“ „Þeigiðu Jakop minn,“ sagði stúlkan og strauk fuglinum, þar til hann róaðist. Þetta var gríð- arstór suður-amerískur Macaw, sem. Hannes bróðir hennar hafði sent þeim frá Ameríku með skipsmanni á Lagarfossi. Hann kunni margar setningar á ýmsum málum og notaði þær óspart. Ása tók aftur bókina, sem hún hafði verið að lesa, en lagði hana fljótt frá sér aftur. Þetta var heldur leiðinleg skrudda, að henni fannst: „Kynferðislífið í ljósi sálfræðinnar“, en Herjólfur var hrifinn af henni og hún ætl- aði að gera það fyrir hann að lesa hana. „Þú mátt ekki vera eins og álfur út úr hól, þegar við giftumst,“ sagði hann, eins og hann ætti það alveg víst að hún vildi verða konan háns. Hún kunni reyndar vel við þennan ljóshærða og fremur veikgeðja pilt, sem var stúdent og gekk á háskóla, en mamma hennar var á móti honum, sökum þess, hve fátækur hann var — og auð- vitað var engin framtíð í þessu námi hans. Sálfræði — hann gat kannski með tímanum orðið kennari við einhvern gagnfræða- skóla, líklega úti á landi og það voru heldur óglæsilegar fram- tíðarhorfur. Móðir hennar hafði sjálfsagt rétt fyrir sér í því, að mikið væri gefandi fyrir ríki- dæmið — og þó? Hún leit í kringum sig í stofunni, virti fyr- ir sér húsgögnin, þau voru ekki ríkmannleg: sófagarmurinn, sem hún hafði legið í, þrír sligaðir hægindastólar, allt klætt blóð- rauðu snjáðu plussi; nokkrir venjulegir skrifstofustólar og pólerað borð með bognum löpp- um, heldur fornfálegt; blámáluð kommóða með mynd af Ásu sjálfri milli tveggja postulíns- hunda. Á veggjunum héngu nokkrar myndir af húsum og dýrum í skógi, sem mamma henn- ar kallaði dönsk málverk, en auk þess stækkuð mynd af Sigurlinna föður hennar. Skrautlegasti grip- urinn var páfagaukurinn, rauður og gulur á skrokkinn, með blátt stél — og rósóttu gardínurnar fyrir gluggunum. Annars var þetta ekki glæsilegt, en kannski hægt að una því með manninum, sem maður elskaði? Hún var nú bráðum orðin tuttugu og sex ára gömul og tími til kominn að hugsa eitthvað fyrir framtíðinni, ef hún ætlaði ekki að verða pip- armey. Biðlarnir höfðu ekki ver- ið margir, en þó alltaf eitthvert slangur, síðan hún varð sextán ára, þá hafði gamli kaupmaður- inn á horninu beðið móður henn- ar að gefa sér hana. En hún hafði aldrei getað fellt sig við neinn af þeim sem buðust, aldrei orðið verulega ástfangin. Peningarnir hans Sigtryggs Háfells voru ó- neitanlega talsvert freistandi og mikið myndi það gleðja móður hennar, ef hún tæki honum. Kannski elskaði hún hann líka svolítið; það var ekki gott að vita — hvernig í fjáranum gat maður eiginlega verið viss um, að maður elskaði ltarlmann? Henni þótt líka dálítið vænt um Herjólf Hansson þótt hann væri lítill vexti og ekki mannbor- legur, en hann var fínn og lærð- ur maður, með gleraugu, stúder- aði sálarfræði við Háskólann og skrifaði greinar í blöðin. En stundum þráði hún eitthvað allt annað, mann, sem væri bara góð- ur og hlýr — en góðleikinn einn saman var víst ekki mikils virði — eða var hann það? Mamma hennar sagði, að efnin væru fvr- ir öllu: „Það er ekkert að púkka upp á þessa svokölluðu ást, hún bilar, þegar eitthvað reynir á, sé ekki nóg að b’’ta og brenna, ög þá fer allt í háaloft undir eins. Hjónabandið verður að byggja á traustum grundvelli og hvað er traustara en auður? Hann er afl þeirra hluta, sem gera skal og kona getur fyrirgefið þeim manni margt, sem ber hana á höndum sér fjárhagslega og veit- ir henni allt, sem hún óskar sér.“ Sigtryggur Pláfells átti nóg af peningum, en Herjólfur, greyið, var alltaf blankur. Hann gat- sjaldan boðið henni út, enda vildi hann helzt sitja heima hjá henni og fá ókeypis öl að drekka. Mömmu hennar var lítið um þetta gefið, en bannaði henni þó aldrei að gefa honum kollu. Það var svo sem von, að henni geðj- aðist að Sigtryggi, sem færði henni franskt konjakk og dýran líkjör. En það var gaman að tala við Herjólf og láta hann ráða draumana sína. Og þótt drauma- ráðningarnar hans kæmu henni stundum til að roðna, voru þær alltaf spennandi. Lóa vinkona hennar hló þegar hún sagði henni frá Herjólfi og kallaði hann „sníki“. „Það er auðheyrt, að þetta er enginn karlmaður," sagði hún. „Ég mundi ekki nenna að sænga með honum þótt ég Framhald á bls. 50. _ VIKAN 36. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.