Vikan


Vikan - 05.09.1963, Blaðsíða 27

Vikan - 05.09.1963, Blaðsíða 27
ILER 3. HLUTI slátrarans sjálf,“ sagði hann. Ég sagði, að það gæti ég aldrei gert. En þá sagði hann, að ég yrði að læra að gera fleira en gott þætti. Einn af leikfélögum mínum sló mig stundum, og vitanlega hljóp ég skælandi inn. Þá sagði pabbi alltaf: „Farðu út og sláðu hann aftur, annars skalt þú fá mér að mæta.“ Ég minnist þess, að mamma grét hljóðlega, þegar ég fór út aftur, þvert á móti vilja mínum. En þrátt fyrir allt þetta, þá þótti mér mjög vænt um stjúpföður minn. LEIKFANGIÐ. Ég var aðeins fimm ára, þegar ég byrj- aði í skólanum í Wraysbury. Yfirkennar- inn, John Robinson, hefur sagt, að það hafi svo sem ekkert merkilegt skeð í minni skólavist. Allt, sem hann man eftir í sambandi við mig, var að ég hafði rauð- slegið hár, og að ég komst í körfuknatt- leikslið skólans. Að minnsta kosti er þetta það, sem hann sagði fréttamönnum. En mér finnst, að hann gæti að minnsta kosti munað þegar hann kom mér að ó- vörum á klósettinu við að reykja. Það helzta, sem ég man sjálf af minni skóla- veru er, að ég virtist alltaf hafa tök á því að lenda í einhverjum vandræðum. Sann- ast að segja hafði ég mikið meiri áhuga á að ærslast en að læra í skólanum. Samt hafði ég mjög gaman af að lesa kvæði og mála. Ég skar mig brátt úr hópi frá hinum stelpunum hvað viðkom leik með dúkkur og þessháttar, en þó átti ég eitt óaðskilj- anlegt leikfang, en það var lítið, uppstopp- að lamb, sem ég eignaðist þegar ég var aðeins eins árs. Ég byrjaði fljótlega að leika mér með strákum og öðrum stelpum. Ég varð brátt eins leikin í að klifra í trjám og strák- arnir, og mikið duglegri en nokkur af stelpunum. KINNHE STURINN. Það var strax í barnaskólanum, að ég fékk áhuga á því að ferðast og sjá mig um í heiminum. Einn af nágrönnum okk- ar var vanur að taka mig á hné sér og segja mér frá dásamlegum stað,-sem hét London, og þangað var ég staðráðin í að ■ komast eins fljótt og ég gæti. Eitt atvik kemur mér í huga frá skóla- i árunum. Það er þegar ég gaf kennslukon- unni utanundir. Ég man ekki af hverju, en það small duglega í. í hegningarskyni ,1 fékk ég ekki lengur að taka þátt í kennslustundunum, en var sett í handíða- deildina. Það fannst mér ágætt, því þá gat ég verið meira samvistum við strák- ana. Ég minnist einnig undursamlegra daga niðri við námurnar. Þær voru fullar af vatni, og þar syntum við oft. Ég var orðin all þroskuð, og átti gulan, tvískiptan sund- bol. Strákarnir blístruðu allir um leið og ég lét þá sjá mig. Það var dásamlegt. Ég gat synt hraðara en nokkur annar, og um Framhald á bls. 34. Eitt ofur venjuiegt partý hjá brezku aðalsfólki. Lordinn hefur tvær meyjar til að skemmta sér við og drekkur kampavínið úr kvenskó. Eftir svipnum á þjóninum að dæma, er ekki meir en svo að hann kunni við þetta. Profumo, hermálaráðherra, dansar í partýi, Læknirinn Ward fluttur til yfirheyrslu.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.