Vikan


Vikan - 05.09.1963, Blaðsíða 37

Vikan - 05.09.1963, Blaðsíða 37
og lagður undir hann mikill hluti af hinu svokallaða „Landnámi Ingólfs“ auk margra stóreigna annarra, er allt var eign Krýsa. Meðal annars á‘ttu þeir 9 haf- skip (kaupskip) í förum, er þeir voru líflátnir, og sigldu skip þeirra til Grænlands, Vínlands (er þá var kölluð Albania), suð- ur til Miðjarðarhafslanda og allt til Egyptalands og inn í Nílar- ósa. Út fluttu þeir íslenzka og grænlenzka grávöru og margt annað, þar á meðal hinar afar dýrmætu og eftirsóttu rostunga- og náhvalatennur. Krýsar fluttu inn á skipum sínum margs kon- ar varning og meðal annars fluttu þeir hingað inn bæði arabiska hesta og úlfalda. Gengu stórar úlfaldalestir undir klyfj- um að og frá aðalbækistöð þeirra, Gömlu-Krýsavík. Þeir lánuðu og úlfalda langleiðir til skreiðarflutninga. Krýsar höfðu eingöngu tvíkryppuúlfalda og voru þeir kallaðir ,,drógir“ og „draugar", íslenzkun af heitinu „drómetar". Draugalestirnar hafa verið ærið ferlegar undir skreið- arflutningi, enda eimdi eftir af því í þjóðtrúnni í margar aldir jafnvel fram í okkar tíma hafa Draugalestir sést á Krýsavíkur- veg. ENDALOK KRÝSA. Krýsar voru nokkurskonar kristnir heiðingjar, örlagatrúar, frelisunnandi stjórnleysingjar, ó- háðir ríki og kirkju. Þeir urðu svo voldugir hér á landi, undir stjórn Kolskeggs, og andlegir yfirburðir þeirra svo stórkost- legir, að víkingahöfðingja- og kirkjuvaldið nötraði og riðaði. Þeir voru að verða ríki í ríkinu og átökin jukust með kristinni og sameinuðu kirkjuvaldi, svo að hlaut að skríða til skarar. Þeir voru engum háðir nema sjálfum sér og því enn hættulegri höfð- ingjavaldinu og áttu auk þess mikinn kaupskipastól og bezta hérað landsins með ágætustu veiðistöðvunum. Það var löngu farið að slást í kekki milli kristnivaldsins og Krýsa, þegar höfðingjar loks sendu Kolskeggi úrslitakosti vorið 1054. En Kol- skeggur svaraði með „Ófeigs sögu bragðakarls" (Bandamanna- sögu), er hann reit með latínu- letri og sendi einn lærisvein sinn með hana til að „staðfæra" hana og færa hana hlutaðeigendum. En þeir svöruðu Kolskeggi með því að skera úr sendimanni tunguna og höggva af honum hægri höndina, en gerðu sendi- menn á fund Kolskeggs og kváðu honum sæmra að rita níð sitt og rógburð á því letri er þeir læsu sjálfir og skildu. Kolskeggur reit þá söguna í annað sinn, og "þá á málrúnum, og gerði það á tveim dægrum, en sendimenn biðu á meðan. Eftir það skáru Bandamenn herör, söfnuðu liði um flest hér- uð landsins og fóru að Kolskeggi ísSiíSk Nýtt Toni með tilbúnum bindivökva liðar hárið á fegurstan hátt Auðveldasta og fljótvirkasta heima permanentið, sem völ er á, er hið dásamlega Toni með nýja tilbúna bindivökvanum. Allur bindivökvinn, sem þér þarfnist er tilbúinn til notkunar í sérstakri plastflösku. Vatn ónauðsynlegt. — Ekkert duft, sem þarf að hræra í vatni. Með því að þrýsta bindivökvanum úr plastflös- kunni er öruggt að hver einstakur lokkur fær jafna óaðfinnanlega liðun, án þess að liðirnir verði hrokknir og broddar myndist. Toni bindivökvinn lífgar einnig hár yðar, gerir það mjúkt, gljáandi og auðvelt í meðförum. Nú má leggja hárið á hvern þann hátt, sem þér óskið, hvortheldur stóra eða smáa liði. Toni fæst í þremur styrkleikumSuper (Sterkt) ef liða á hárið mikið, Regular (Meðal sterkt) ef liða skal í meðallagi og Gentle (Veikt) ef liða skal lítið, —-og þannig má velja þá tegund sem hentar yður bezt. Toni, stór pakkning Tip Toni, minni pakkning, til að til að liða allt hárið. liða hluta hársins eða stutt hár. VATN ÓNAUÐSYNLEGT—ENGIN ÁGIZKUN —ENGIR ERFIÐLEIKAR Mjög auðvelt. Klippið spíssinn af flöskunni og bindivökvinn er tilbúinn til notkunar. Með nýja Toni bindivök- vanum leggið pér hvern sérstakan lokk jafnt og reglulega og tryggið um leið betri og varanlegri hárliðun. og þeim Krýsum, haustið 1054, með tvö þúsund vopnaðra manna. Ioan Kjarvalarson „inn gamli“ var brenndur inni á Vífilsstöðum og margt manna með honum. Kolskeggur hafði víggirt Krýsavík og hafði þar harðsnúið lið, sem þó var ofur- efli borið. En Kolskeggur slapp þó undan þar, á Brimfaxa, mikl- um hesti, hvítum af arabisku kyni og náðist ekki fyrr en í Straumrandahrauni, sunnan Hafnarfjarðar eftir að hafa sloppið gegnum mörg umsátur. Þar festist hestur hans í hrauni og brotnaði fóturinn, „inn vinstri afturfótur", og sat hann þar fastur, en var þó svo sár af spjótalögum, að iðrin lágu úti. Kolskeggur hraut af hesti sínum og kom niður standandi. Hestur- inn var móður og blés mjög og þeyttist blóðgufa og froða úr vit- um hans. Kolskeggur hafði aldrei annað vopna en rýting einn lít- inn, gullrekinn, við belti sér, dró hann úr slíðrum, og varð það jafnsnemma að þeir þustu að, er eftir sóttu, og kom þá spjót eitt flugandi og stefndi á Kol- skegg. Kolskeggur tók spjótið á lofti og lagði hest sinn í brjóstið, er mjög reisti höfuð til lofts, barðist um og prjónaði. En Kol- skeggur mælti: „Sækja sókn- hvattar sveitir háleitan". Féll þá hesturinn dauður og Kolskeggur jafnsnemma, því að þá stóðu á honum mörg vopn. Hjuggu þeir þar höfuð af Kolskeggi og alla útlimi og stungu augun úr höfð- inu og skáru úr tunguna; settu síðan höfuðið á stengur og svo útlimi. Lágu bein Kolskeggs og hestsins þar við reiðgöturnar næstu árin. En er ferðamönnum öllum og vegfarendum stóð ógn og fordæming af þessum slóðum var svo fyrirskipað af inum fyrsta biskupi í Skálholti, ísleifi Gizurarsyni, að kapella skyldi reist á þessum stað yfir beinum Kolskeggs og þeirra félaga. Sést enn móta fyrir allri lögun kap- ellunnar, þó nýtt hraun hafi á hana runnið yfir hið gamla bungumyndaða helluhraun, sem undir var. Krýsar voru ekki allir drepnir VIKAN 36. tbl. — 07

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.