Vikan


Vikan - 24.10.1963, Blaðsíða 3

Vikan - 24.10.1963, Blaðsíða 3
Utgelandi Hilmir h. f. Ritstjjdri: | Gisli Siffurðsson (ábm.). Auglýsir.gastjóri: Jí'ma Sigurjónsdóttir. Blaðamenn: Guðmnndur Karisson og Sigurður Hreiðar. Útiitsteikning: Snorri FriSriksson. Ritstjórn og auglýsingar: Skipholt 33. Símar: 35320, 35321, 35322, 35323. .Pósthólf 149. AfgreiSsla og dreifing: Blaðadreifing, Laugavegi 133, sími 36720. Dreifingarstjóri Óskar Karlsson. Verð í lausasölu kr. 20. Áskriftarverð . er 250 kr. ársþriSjungslega, greiðist fyrirfram. Prentun Hilmir h. f. Mynda* mót: Rafgraf h. f. Vikan á 25 ára afmæli um þessar mundir og í tilefni þess kemur út vandað afmælis- blað, 90 síður að stærð. Efni blaðsins verður meðal annars; LÍFIÐ Á ÍSLANDI EFTIR 25 ÁR. Vikan hefur fengið þrjá kunna gáfumenn til að spá um lífið hér á landi eftir aldarfjórðung. Þetta cr í samtalsformi og mennirnir voru allir spurðir í einu. Þeir cru: Jóhannes Nordal, hankastjóri, Gísli Halldórsson, verk- fræðingur og sr. Jóhann Hannesson, próf. Á KVÖLDGÖNGU MEÐ GIÐEON HAUSNER. Viðtal sr. Sigurðar Einarssonar í Holti við Gideon Hausner, saksóknara ísraels á hendur Adolf Eichmann. Þetta er efni, sem hlöð um allan heim mundu telja sér mikinn feng í að birta. ÞEIR HÆTTU ÞEGAR HÆST BAR. Grein mcð fjölda mynda af MA-kvartcttinum, saga hans og sagt frá því, hvað þcir hafa fyrir stafni, sem forðum sungu i þessum vinsæla kvartett. SVIPUR SAMFERÐAMANNS. Smásaga eftir Kristján Jónsson, lögfræðing. HALLA Á KROSSI. Smásaga eftir Stefán Jónsson, rithöfund. BLÖÐIN BÚA TIL MENN. Afmælisviðtal við Sigurö Benediktsson, stofnanda og fyrsta ritstjóra Vikunnar. AFMÆLISVIÐTAL VIÐ HJÓN, sem hyrj- uðu húskap fyrir 25 árum. TÍZKAN í VIKUNNI FYRIR 25 ÁRUM. LÍFIÐ VERÐUR AUÐVELT ÁRIÐ 1988. — Ýmsar útlcndar spár um lífið og tækniþró- unina. VIÐUREIGN VIÐ BJARNDÝR á HÉRAÐI. Frásögn eftir Ólaf Jónsson á Akureyri. SUÐUR í HRAUN MEÐ KJARVAL. Vikan fór í leiðangur með Kjarval, fylgdist með því, þcgar hann málaði mynd og tók fjölda mynda. Það er forsíðumynd af Kjarval og litmyndaopna inni í blaðinu. EINN DAGUR f UNDIRHEIMUM. Vikan gerði út fjölmennan leiðangur til að kanna cinn stærsta helli á íslandi: Stcfánshelli i Hallmundarhrauni. Frásögn, myndir og teikningar. IÞESSARIVIKU Afturhvarf til náttúrunnar. Þeim fer stöðugt fjölgandi, sem eiga sumarbústaði til þess að flýja í að sumrinu, þegar érillinn í borginni er farinn að taka um of á taugarnar. VIKAN hefur brugðið sér austur í Þingvallasveit til þess að líta á bústaði borgarbúa. Satansmenn á svörtumessu. Á svörtumessu var öllu öfugt snúið: Boðorð guðs gerð að boðorðum fjandans, en æðsti paur safnaðarins hafði unga, nakta konu fyrir altari. Lokaatriði messunnar var fólgið í brjálæðis- legum kynmökum, þar sem Satan sjálfur gekk hraustlegast fram af öllum. MaSurinn, sem kom lieimsstyrjöldinni af stað. Hann var aðeins verkfæri, en eigi að síður kom hann heimsstyrjöldinni síðari af stað með aðgerðum sínum. Hitler og kumpána hans vantaði átyllu fyrir innrás í Pólland, og fengu þennan mann til þess að sjá um þá tylliástæðu. Tízkan er næstum því eins óstöðug og veðrið á ís- I U Rd I Ð H Pi fandi og þá er mikið sagt. ITm það verður aldrei spáð með vissu, hvaða stefnu hún kann að taka, því þar velta stundum litlar þúfur þungum lilössum, samanber það er flutningur á mál- verkinu af Monu Lisu gat komið nýrri hárgreiðslutízku af stað. í þessu blaði er yfirlit yfir helztu boðorð tízkunnar á þessu hausti og komandi vetri. VIKAN 43. tbi. — 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.